Mánudagur, 17. nóvember 2008
Jón Ásgeir forsíðufrétt
Jón Ásgeir Jóhannesson er meðvitaður um gildi þess að stjórna hvað birtist í fjölmiðlum. Þess vegna keypti hann upp flesta fjölmiðla landsins og setti yfir þá menn sér handgengna, s.s. Gunnar Smára Egilsson, Reyni Traustason og Hrein Loftson. Nái fyrirætlun Jóns Ásgeirs fram að ganga um sameiningu Fréttablaðs og Morgunblaðs þarf hann ekki að hafa áhyggjur hvað birtist á forsíðu og hvað ekki. Þangað til verður hann að láta sér nægja að skrifa fréttatilkynningar um ekki-lögbrot sín og hneykslast á því að þeim skuli gerð skil í fjölmiðlum.
Úr stjórnum fyrir vikulok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta hatur þitt á JÁJ er farið að verða svolítið pínlegt.
Bjarni Kristjánsson, 17.11.2008 kl. 23:36
Bjarni. Burtséð frá hugsanlegu áliti Páls á Jóni Ásgeiri, er eitthvað rangt við skrifin?
Joð (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 00:36
Bjarni. skil ekki hatur Páls á JÁJ, nei bíddu, jú ég skil það !
gunni (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 03:24
Páll hefur þú ekki leitað lækninga á þessu meini þínu að hafa Jón Ásgeir á heilanum? Það hlítur að vera þungur kross að bera að burðast með þvílíkt steinbarn.
haraldurhar, 18.11.2008 kl. 13:22
Sæl öll,
hvað er ekki rétt í þessari færslu? Hvar er ekki farið með rétt mál?
Í stað þess að gagnrýna efnislega færsluna er höfundar færslunnar gagnrýndur. Mjög merkilegt.
Má maðurinn ekki skrifa það sem honum sýnist án þess að óumbeðnir spekingar komi og ráðleggi honum hvað hann ætti að gera?
Góðar kveðjur,
Rýnir, 18.11.2008 kl. 14:51
Er ekki merkilegt að Jón Ásgeir kaupi sér álit stjörnulögmanns til að reyna að ljúga sig út úr þeirri staðreynd að hann er búinn að brjóta skilorð? Á sama tíma og hann er farinn á límingunum vegna þessa og er búinn að segja sig úr stjórn 10 a þeim 13 félögum á nokkrum klukkutímum?
Til hvers er hann þá að því ef það er ekkert athugavert við setuna í þeim?
Á móti má spyrja haraldhar og fleiri hvort það sé ekki erfitt að burðast með Jón Ásgeir og alla hans mafíu á heilanum?
joð (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 19:47
Viðbót.
Að það skuli ennþá finnast einhverjir sem þykjast ekki sjá hlutdrægni og grímuleysi Baugsruslveitunnar í hyglun eiganda síns Jóni Ásgeiri og hans fylgihnöttum. DV og Málefnin.com eru þar á meðal. Þeir sem fylgjast td. eitthvað með skrifum Baugsstarfsmanna á Málefnin.com hafa ekki komist hjá því að í þessari orrahríð hefur farið fram markviss hreinsun á hægrimönnum sem hafa reynt að svara útsendurum Jóns Ásgeirs, sem ennþá reyna að ata þá aur sem þeir telja að hafað lagt sig fram við að upplýsa myrkraverk og blekkingarvef vinnuveitandans.
Fremstur fer meðal jafningja einhver sem kallar sig rimryts, sem ma. hefur sér til frægðar unnið að hafað ítrekað fullyrt að Davíð Oddsson eigi að vera langt leiddur fíkniefnaneytandi. Sami mun vera einn af innstu koppum í búri spunadeildar Jóns Ásgeirs og félaga og “blaðamaður” Baugsmiðils .
Óþverraskapur Baugsmafíunnar á sér engin takmörk.
joð (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 20:12
Sammála síðasta ræðumanni.
Ragnar Gunnlaugsson, 18.11.2008 kl. 20:46
Ekki gleyma DV. Þar er skipulega ráðist að fólki sem eigendum og Baugi er uppsigað við. Síðan er haldið uppi áróðursherferð fyrir Bónus m.a. til að ljúga því að fólki að sú búð sé ódýrust en keppinautarnir hækki verðin miskunarlaust.
Hafa menn ekki tekið eftir þessu?
Lygasnepill. Þetta blað, eigendur og stjórnednur þess er algjörlega siðlaust.
Karl (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 14:20
Fyrir 20 árum vöru 3 búðir í hverri götu í samkeppni um gæði: föst álagning. Laun töku mið af vöruverði þá sem nú. Heilsalar og framleiðendur voru fleirri. Við vorum aðeins dýrari en Noregur í verðkönnunum eins og nú: hann á þakkir skildar.
það eru til góðar hliðar á öllu.
Júlíus Björnsson, 19.11.2008 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.