Hvernig urðu mótmælin að meðmælum með ESB?

Mótmælin gegn bankahruninu, útrásarvitleysunni, ríkisstjórninni og eftirlitsstofnunum snerust fljótlega upp í meðmæli með inngöngu í Evrópusambandið. Þó er það regluverk Evrópusambandsins og EES-samningurinn sem gerði verstu mistök útrásarinnar möguleg. Icesave reikningarnir í Bretlandi og Hollandi voru stofnaðir í skjóli samningsins. Maðurinn sem ber höfuðábyrgð á aðild Íslands að EES-samingnum er Jón Baldvin Hannibalsson og í mótmælunum er hann fremstur í flokki

Rökleysan í mótmælunum og meðmælum með inngöngu Íslands í Evrópusambandið verður aðeins skýrð með því að Sjálfstæðisflokkurinn situr í ríkisstjórn og er mótfallinn aðild og þá eru mótmælendur fylgjandi aðild. Heilkennið fær aukna dýpt með því að fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, er Seðlabankastjóri og hann hefur verið andstæðingur aðildar.

Mótmælahreyfingin hefur nú þegar fengið því framgengt að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að endurskoða stefnu sína og Framsóknarflokkurinn sömuleiðis. Stjórnmálaflokkar eru í bullandi varnarbaráttu og reyna hvað þeir geta að sefa gremju almennings.

Reiðin sem kraumar undir mótmælunum er réttlát. Engin umræða hefur hins vegar farið fram um Evrópusambandið í ljósi bankahrunsins á Íslandi. Og ekkert á Íslandi eða í Evrópu hefur breyst síðustu vikurnar sem réttlætir kúvendingu. Það er hvorki réttlátt né skynsamlegt að flytja forræði okkar mála til Brussel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Við erum alveg á sömu bylgulengd

Þegar ég var að horfa á Jón Baldvin í Sjónvarpinu öskra í míkrófóninn fyrir utan ráðherrabústaðinn hugsaði ég, Þarna er upphafsmaðurinn að hamförunum

Hann er samt einn sá skemmtilegasti málafylgjumaður sem til er en verst er að maður er aldrei sammála honum

það virðist vera að þessi kreppa sé dæmigerð verðbólukreppa sem oft hefur gengið yfir hinar ýmsu þjóðir og hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef þeir sem stjórnuðu vissu hvað þeir væru að gera og kynnu að lesa út úr þeim viðvörunum sem þeir fengu

Þetta segir mér það að þeir sem stjórna núna eru óhæfir 

Það þarf nýja forustu af fólki sem kann og skilur á milli minni og meiri hagsmuna en ég er ekki bjartsýnn á það

Forustufólk okkar vil vel en virðist ekki skilja hlutina og gerir bara tóma vitleysu

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 16.11.2008 kl. 20:42

2 Smámynd: Guðmundur Karlsson

Ef Jón Baldvin gefur þér hjól og þú hjólar á því beint út í skurð, er það þá hjólinu að kenna?  Eða Jóni?

Guðmundur Karlsson, 16.11.2008 kl. 22:01

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Guðmundur, myndlíkingin er sniðug. Af hverju ekki að beita henni líka á íslenskar reglur? Hjólið þitt getur verið ESS-samningurinn en líka íslenskar reglur Fjármálaeftirlits og Seðlabanka. Lög voru ekki brotin. Hvað eru menn þá að mótmæla?

Páll Vilhjálmsson, 16.11.2008 kl. 22:16

4 identicon

Fólk veit ekkert í sinn haus. Það er örvinglað og treystir á hjálpræðið sem það trúir og er látið trúa í skefjalausum áróðri Samfylkingar, Ríkisútvarpsins, Stöðvar2 og Moggans. Það getur ekki orðið verra.  Eða er það?

EUROPEAN FEDERALISM: You have two cows which cost too much money to care for because everybody is buying milk imported from some cheap east-European country and would never pay the fortune you'd have to ask for your cows' milk. So you apply for financial aid from the European Union to subsidise your cows and are granted enough subsidies. You then sell your milk at the former elevated price to some government-owned distributor which then dumps your milk onto the market at east-European prices to make Europe competitive. You spend the money you got as a subsidy on two new cows and then go on a demonstration to Brussels complaining that the European farm-policy is going drive you out of your job.

101 (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 22:31

5 identicon

Segjum sem svo að Davíð Oddsson tilkynnti landslýð á morgun að hann hafi skipt um skoðun varðandi ESB, ætli Samfylkingin og fylgihnöttar hennar kæmu þá ekki hinn daginn og lýsti sig andvíga ESB?

Helga (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 22:34

6 identicon

ESB, IMF og ISG = ?

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 23:39

7 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já já, Icesave var gert í skjóli EES samningsins. Vissir þú kannski ekki að það var fjármálaeftirlitið sem átti að hafa eftirlit með þessum bönkum. Það var ekki gert og því voru þeir stjórnlausir.

Þú veist að þú ert að skrifa þetta bull í skjóli málfrelsis. Burt með málfrelsið

Jón Gunnar Bjarkan, 17.11.2008 kl. 05:46

8 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Páll, ég veit að margir hrópa á ESB. En mótmælin eru ekkert orðin að meðmælum með því fyrirbæri. Þetta eru mótmæli almennings sem finnst hann vera vanmáttugur, að hagsmunir sínir séu fyrir borð bornir og stjórnvöld vaði yfir allt og alla á skítugum skónum og fjölmiðlar standi sig ekki í að upplýsa fólk um hvað er að gerast. Skoðanir mótmælenda eru margar og þessum mótmælum er ekki stýrt af neinum fjölmiðlaeigendum eða Baugsveldi eða neinu öðru en reiði og réttlætiskennd fólks almennt. Þarna er fólk að fá sjálfstæða rödd og almenningur er farinn að hrópa á réttlæti. Hvað ESB varðar: Ég hef aldrei verið fylgjandi inngöngu en finnst nú að tími sé kominn til að umræða hefjist um skilmála og möguleika og allt það, að við fáum upplýsingar sem við getum svo reynt að vinna úr og taka afstöðu með eða á móti. Er það ekki lýðræði? Ég læt hvorki þig né aðra segja mér hvað er rétt og hvað rangt, ég vil reyna að komast að því sjálfur. Takk fyrir.

Þorgrímur Gestsson, 18.11.2008 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband