Föstudagur, 14. nóvember 2008
Fjölmiðlakreppa
Bankahrunið hefur valdið fjölmiðlakreppu sem lýsir sér þannig að fjölmiðlar leita að hasar og æsingi og búa hann til ef ekki vill betur. Baksviðið er að helftin af fjölmiðlum; Stöð 2, Bylgjan, Fréttablaðið, DV og Morgunblaðið rambar á barmi gjaldþrots. Þeir sem starfa á þessum miðlum eru við það að missa vinnuna og það kemur í ristjórnarstefnunni.
Blaða- og fréttamenn íslenskra fjölmiðla eru ekki sterkir á svellinu. Þeir gerðu Róbert Marshall Baugsblaðamann að formanni og veittu Reyni Traustasyni blaðamanni verðlaun fyrir að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni þann 1. mars 2003 í Fréttablaðinu.
Lægsti samnefnarinn í íslenskri blaðamennsku stýrir umræðunni. DV er þar í aðalhlutverki. Blaðið er undir forystu Hreins Loftssonar, stjórnarmanns í Baugi, sem gerði raunveruleg viðskipti" að eigin sögn þegar hann keypti DV af húsbónda sínum, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni.
Hreinn Loftsson reyndi að bera fé á þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, 300 milljónir króna af sporlausum peningum" eins og það hét á sínum tíma. Áður en Hreinn gekk í þjónustu Baugs var hann aðstoðarmaður Davíðs.
Hreinn dundar sér núna við að skálda upp hervæðingu lögreglunnar og setur það í samhengi við mótmæli á Austurvelli. Fréttaflutningurinn er miðaður við lægstu hvatir mannskepnunnar. Samsæriskenningar DV taka öllu því fram sem harðsvíruðustu kommúnistar héldu fram í kalda stríðinu.
DV rær undir taugaveiklun fjölmiðlamanna sem eru á kaupi hjá gjaldþrota fyrirtækjum. Þó vottar fyrir að tvær grímur séu að renna á suma fjölmiðla. Í fréttum Sjónvarpsins í kvöld leitaði fréttamaður að börnum í Norðlingaholti sem gætu kannski vitað um einhverja fullorðna í hugarvíli. Jú, börnin höfðu heyrt um að einhverjir fullorðnir myndu missa vinnuna um áramótin.
Af ástæðum sem ekki liggja fyrir hafa fjölmiðlar ekki fyrir því að bera saman atvinnuleysistölur á Íslandi og Evrópusambandinu. Jú, svörtustu spár gera ráð fyrir 4-6 prósent atvinnuleysi á Íslandi. Atvinnuleysi í Evrópusambandinu eru 8 - 10 prósent. En það eru auðvitað engar fréttir.
Athugasemdir
Það er kannski rétt að leiðrétta kolrangar fullyrðingar þínar um atvinnuleysistölur og samanburð milli ESB og Íslands.
Svartasta spá Seðlabanka Íslands gerir ráð fyrir 11% atvinnuleysi árið 2009 (sjá Peningamál SÍ 3/2008) og sumir myndu segja að það væri varlega áætlað. Atvinnleysi í ESB er 7% skv. nýjustu tölum EUROSTAT (sept. 2008).
Ási (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 00:31
Ég hef einmitt verið að hugleiða þessa miðla sem við höfum. Þær fréttir sem ég les á mbl.is og visir.is. Ég byrja daginn á að fara á netið og lesa þessa miðla, það hef ég gert síðan bankahrunið varð. Mér datt í hug um daginn, hver á þessa miðla? Svarið var auðvelt og það vita allir. Við erum hreinlega heilaþvegin af miðlum þessara auðmanna sem urðu þess valdandi í hvaða stöðu við erum í dag. Hvað gera þessir miðlar? Jú þeir beina athyglinni frá sér á alla aðra. Við erum ekki að mótmæla gegn réttum aðilum.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 15.11.2008 kl. 00:40
Atvinnuleysi í Evrópusambandinu er mælt með gerólíkum hætti og atvinnuleysi hér. Hér er atvinnuleysi mælt eftir því hversu margir eru á skrá hverju sinni. Í Evrópu er fólk sent á námskeið og atvinnubótavinnu alls konar og ekki skráð atvinnulaust á meðan. Talið er að "raunverulegt" atvinnuleysi í Evrópu sé tvisvar sinnum meira en það sem gefið er upp hverju sinni.
Doddi (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 08:19
Hér á Íslandi er reyndar dulið atvinnuleysi vegna þess hversu margir eru á örorkubótum.
Egill (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 10:04
Rétt Páll. Fjölmiðlarnir eru ónýtir þökk sé forsetanum, Baugi og Samfylkingunni.
Hryllilegt ástand.
Takk fyrir þín góðu skrif.
Karl
Karl (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.