Björgólfsviðtal: Bankaskessan og dvergurinn

Björgólfur Guðmundsson fyrrum aðaleigandi Landsbanka lýsti sínu sjónarhorni á síðustu daga bankanna í Kastljósviðtali í kvöld. Eftir að Glitnir var kominn í þrot gerðu Landsbankamenn ríkinu tilboð um að sameina Landsbanka, Glitni og Straum þar sem Björgólfur og sonur ráða ríkjum. - Það var bara ekkert talað við okkur, segir gamli maðurinn.

Ríkisvaldið var dvergurinn sem glímdi við bankaskessu og vissi ekki í hvort fótinn hann átti að stíga vegna þess að skessan bar þrjú höfuð sem talaði hvert með sinni tungunni.

Eigendur bankanna höfðu með sér margvíslegt samráð. Þannig lánaði Landsbanki Björgólfsfeðga í fjölmiðlataprekstur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Á móti lánaði Glitnir, banki Jóns Ásgeirs, peninga í taprekstur Björgólfs á Morgunblaðinu og 24 stundum. Í fjármálageiranum var talað um að bankarnir hefðu „kvóta" hver hjá hinum.

Þrátt fyrir samráð talaði bankaskessan ekki einum rómi. Glitnir, Landsbanki og Kaupþing gátu ekki sameinast um viðbragðsáætlun þegar óveðursskýin hrönnuðust upp. Skýringuna er líkast til að finna í orðum Björgólfs í viðtalinu í kvöld: - Kannski var dálítil græðgi í bankastarfseminni, sagði hann. Græðgi eykur ekki samstöðu.

Bankaskessan er dauð, en dvergurinn lifir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Páll. Góð líking - og dvergurinn lifir !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.11.2008 kl. 23:16

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Björgólfur stóð sig vel í viðtalinu en vandlæting Sigmars skemmdi fyrir. Ég meina, hann var sífellt að grípa fram í fyrir honum. Það er algert lágmark að leyfa mönnum að klára setningar.

Benedikt Halldórsson, 14.11.2008 kl. 05:18

3 identicon

Ekki sammála Benedikt. Sigmar stóð sig vel. Björgólfur lengdi svör sín meðvitað til að brenna upp tíma. Hann endurtók sömu hugsun trekk í trekk. Við því eiga spyrlar að bregðast. Sigmar er að mínu mati einn afar fárra íslenskra sjónvarpsmanna sem talist geta frambærilegir.

Um málflutning Björgólfs er það eitt að segja að hann einkenndist af siðblindu og djúpri afneitun.

Karl (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 08:33

4 identicon

Mér fannst Björgólfur trúverðugur í viðtalinu í gærkvöld.

Og ég trúi alveg að Davíð hefur skellt á hann og ekki hlustað.

Davíð er svo hefnigjarn og öfundsjúkur.

Er hann bara ekki GADDAFI Íslands?

Alveg finnst mér hann haga sér þannig.

Bara sjúkur maður.

Kristín (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 16:07

5 identicon

 Hvað skyldi Kristín hafa fyrir sér í því að Davíð sé svo hefnigjarn og öfundsjúkur? Hún getur tekið Björgólf trúanlegan en líkir Davíð við Gaddafi.

Nú má vel vera að margt af því sem Björgólfur sagði í Kastljósinu sé bæði satt og rétt. Sagan mun segja til um það. En það hlýtur að vera krafa að fólk sem býr yfir innanbúðarupplýsingum um innræti fólks eins og Kristín greinilega gerir, styðji þær ásakanir með gögnum. Ekki hvað síst þegar upplýst er að hann sé sjúkur maður. Það bendir til að Kristín hafi aðgang að sjúkraskýrslum.

Við bíðum spennt, Kristín og það gerir Persónuvernd eflaust líka.

Ragnhildur (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband