Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Jón Ásgeir selur Jóni Ásgeiri, var Sterling tekinn á 365 miðla?
Jón Ásgeir var beggja vegna borðsins í viðskiptum með 365 miðla. Forstjórinn þar á bæ, Ari Edvald, gaf til kynna að Landsbankinn hefði lánað Jóni Ásgeiri peninga. Ef það hefið verið látið standa voru skilaboðin þau að Jón Ásgeir Jóhannesson nyti lánstrausts til að véla áfram með fyrirtæki.
Það væri ótrúlegt að Landsbankinn eða annar íslenskur banki myndi lána Jóni Ásgeiri. Ennþá ótrúlegra er útlendur banki láni honum. Var ekki bara tekinn Sterling á þetta - engir peningar bara pappírar?
Lánið ekki frá innlendum bönkum segir Jón Ásgeir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Maður bíður nú bara eftir því að hann fái lán frá lífeyrissjóðunum til að kaupa lífeyrissjóðina.
Jón Gunnar Bjarkan, 13.11.2008 kl. 19:34
til að hengja kapítalista þarf fyrst að kaupa af honum reipið....
Arnar Már Arngrímsson, 13.11.2008 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.