Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Langtímahagsmuni fram yfir skammtíma
Við erum í valþröng en höfum efni á þolinmæði, þótt fjölmiðlar láti eins og himinn og jörð séu að farast. Vafi leikur á lagalegu og þjóðréttarlegu réttmæti krafna Breta og Hollendinga. Ríkisstjórnin á að koma með eins gott tilboð og hún telur gerlegt en bjóða annars að setja málið í gerð.
Ef Bretar og Hollendingar hafna tilboðinu og vilja ekki gerð þá eigum við að taka slaginn. Ef það þýðir að við segjum okkur frá láni Alþjóða gjaldeyrissjóðsins verður svo að vera. Við höfum tíma til að vinna eftir diplómatískum leiðum og koma sjónarmiðum okkar á framfæri. Það finnst lausn á málinu áður en götueldhús verður sett upp á Laugavegi.
Langtímahagsmunum má ekki fórna fyrir glæfralegar skyndilausnir.
Enginn góður kostur í stöðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.