Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Auðmannasamfylking Fréttablaðsins vill ESB
Með samspili forsíðufréttar og leiðara kyndir Fréttablaðið í dag undir óöryggi í samfélaginu og elur á taugaveiklun. Ritstjóri blaðsins stillir ríkisstjórninni upp við vegg og krefst stjórnvaldsákvarðana sem myndu valda pólitísku fárviðri.
Forsíðufréttin, Stendur á svörum hjá ráðamönnum," er bergmál af upphrópunum í samfélaginu þar sem látið er líta svo út að ráðherrar vilji ekki svara þegar þeir vita ekki svörin. Ríkisstjórnin veit ekki hvenær eða hvort Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tekur til afgreiðslu umsókn Íslands. Það er hrein skemmdarverkastarfsemi að láta að því liggja ríkisstjórnin geri sér að leik að sitja á upplýsingum.
Þorsteinn Pálsson ritstjóri skrifar leiðara um æsingarástand sem forsíðufréttin pískar upp. Kjarninn í leiðaranum er þessu:
Eins og málin horfa við sýnist ríkisstjórnin tvístíga milli tveggja kosta. Annar er sá að láta ólguna taka yfir á næstu vikum. Hinn er sá að kalla án tafar eftir þríhliða samstarfi ríkisvaldsins, Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Um hvað á slíkt samstarf að snúast? Það er skýrt: Fyrst og fremst að ákveða evru sem framtíðargjaldmiðil fólksins í landinu. Samhliða þarf að taka ákvörðun um aðild að Evrópusambandinu. Jafnframt þarf að ná samstöðu þessara þjóðfélagsafla um bráðaaðgerðir til að halda atvinnufyrirtækjum gangandi og koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot heimila.
Ef vilji ríkisstjórnarinnar stendur til samstöðu sýnist ekkert standa í vegi fyrir því að svo verði. En þetta er eina leiðin. Aðrir kostir eru ekki í augsýn. Það sem meira er: Samstaða af þessu tagi verður ekki að veruleika nema ríkisstjórnin sjálf taki frumkvæðið. Til þess hefur hún í mesta lagi nokkra daga.
Móðursýkislegt ákall um að aðeins nokkrir dagar séu til stefnu vekur grunsemdir um annað tveggja að ritstjórinn sé sjálfur að fara á taugum eða útgerð Fréttablaðsins, sem er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sé að sigla í strand.
Tillaga Þorsteins um að sækja um aðild að Evrópusambandinu er til þess fallin að sundra þjóðinni. Það er eftirtektarvert að helstu talsmenn aðildar gera sér far um að hræða þjóðina til fylgilags við Evrópusambandið. Með blekkingum um að landið sé nánast að leggjast í auðn á að þvinga okkur í skrifborðsskúffu Brusselvaldsins. Hvað gengur Auðmannasamfylkingunni til?
Athugasemdir
Ég er sammála Þorsteini, enda er þetta eina leiðin. Varst þú ekki einhvern tíman í Samfylkingunni?
Valsól (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 23:56
Það er auðvitað verið að knýja okkur undir bandalagið með bolabrögðum, þó svo að það sé af og frá að við uppfyllum eitt skilyrði í Maasricht sáttmálanum.
Eða þá að lýðskrumarar hér heima eru að beita sér til þess að kljúfa þjóðina í máli, sem kemur engu við í núverandi stöðu.
Valsól: Enn er ég jafn hissa á þér. Ertu ekki sjómaður? Hefur þú kynnt þér Rómarsáttmálann? Hann kveður á um að allir fiskistofnar skuli vera sameign bandalagsins. Aldrei hefur verið gefin undanþága á því. Finnst þér rétt að láta fallera okkur inn í þetta fasistabandalag, sem nú logar í deilum um stjórnarskrá og önnur efni og Evran í frjálsu falli frá degi til dags? Jafnvel eru uppi háværar raddir í Þýskalandi um úrsögn úr bandalaginu. Já, Þýskalandi!
Í ljósi þessa skuldið þið okkur skýringar á afstöðu ykkar og hvers vegna ykkur liggur svona á.
Ég er ekki alveg sammála þér Páll að verið sé að krefja menn um svör af ástæðulausu eða krefjast afsagnar ella. Hér skortir á heiðarleika stjórnmálamanna til að koma þá til dyranna og segja eins og er: Við vitum ekki. Það er boripð við leynd og nánast daglega berast fréttir af makki úti í heimi, sem við höfum ekki fengið að heyra og heimurinn hefði gott af að heyra okkur til málsvarnar. Fréttir í dag sem segja að rússaláninu hafi hreinlega verið hafnað af okkur af því að rússar vildu að fjórðungur lánsins gengi til baka til ónefndra aðila í rússnenskum bönkum. Fréttir um fyrirhugaðan gerðardóm evrópuráðsins í deilum við breta og hollendinga, sem við gengu út úr vegna óaðgengilegra skilyrða um íhlutun í innanríkismál.
Skilyrði IMF er einnig það sem mikilli dulúð er sveipað og án sýnilerar ástæðu. Hvað er svo eldfimt í þeim pappír? Ef við líktum Íslandi við hlutafélag með jafnan hlut allra, þá væri löngu búið að boða til hluthafafundar og reka stjórnina ef hún upplýsti ekki hluthafa. Þetta er nákvæmlega sama prinsipp.
Hryggleysi ISG er svo ámælisvert í varnarmálinu og er hún hreinlega að stofna þjóðaröryggi í hættu og raska stöðu okkar í NATO, sem er kannski síðasta bandalagið til að fá í andstöðu við okkur. Hún hefði getað ákveðið að fresta komu flugvéla eða óskað eftir öðrum í ljósi eldfimra aðstæðna. Nei, hún segir að þeir geti svosem ráðið hvort þeir komi eða komi ekki! Basta!
Éf held að það sé ekki tilefni hér til að draga upp varnir eftir flokkslínum lengur. All bets are off....
Jón Steinar Ragnarsson, 13.11.2008 kl. 08:03
Það er ætti að vera öllum ljóst að Fréttablaðið er fyrst og fremst málpípa eigenda sinna.Reyndar er Morgunblaðið það líka.Fundir eigenda blaða með ritstjórum þeirra og ráðning ritstjóranna eru þess eðlis að þótt hagnaðar vonin sé fyrst og fremst gefin upp sem útgáfa dagblaðs, þá hlýtur öllum að vera það ljóst að þegar hagnaðarvon eigandans fer saman við hans eigin persónulegu skoðanir þá ræður hann þann ritstjóra sem hann telur að vinni þeim mest brautargengi.ESB umsóknaraðildarumræðan er nú farin að nálgast það að vara sjúkleg.Hún er komin á það stig að heppilegast væri fyrir Samfylkinguna og þjóðina alla að ráðherrar Samfylkingarinnar í ríkisstjórn leituðu sér aðstoðar sálfræðings.Samfylkingin er ekki hæf til að vera í ríkisstjórn meðan hún hefur ESB á heilanum,sama hvað það muni kosta okkur þegar til framtíðar er litið.
Sigurgeir Jónsson, 13.11.2008 kl. 09:41
Hina flokkana?
Nú velur maður einfaldlega "Back to Nature" Íslandshreyfingin fyrir hægri menn og VG fyrir vinstri menn. Heiðarleiki er verðmætari en hæfileikar, í stjórnmálum.
Hæfileikarnir eiga heima í atvinnulífinu. Heiðarleikinn í stjórnmálum.
Maður spyr sig, hvernig væri hægt að toppa mistökin sem gerð hafa verið? Getur vont versnað? Svarið er já: ESB aðild.
Hverjum getur maður treyst til að láta sér detta það í hug? Jú, sömu vitleysingunum og komu okkur í núverandi klandur. Ríkisstjórninni
Doddi (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 12:45
Kröfur ESB vegna Icesave munu rústa öllum stuðningi við inngöngu ef fólkið í landinu er á annað borð fært um að sjá í gegnum lygarnar og spunann.
Höfum ekkert að gera í bandalag með ríkjum sem sameinast hafa um að dæma Íslendinga í áratuga skuldafangelsi.
Karl (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.