Fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Er Þóra alki?
Í myndmáli fréttarinnar, myndskeiði sem var sýnt með vitðtalinu, eru útigangsmenn sýndir súpa sig. Er Þóra Kristín blaðamaður sem skráður er fyrir fréttinni þyrst?
Leiðrétting: Útigangsmennirnir sem sýndir eru í myndskeiði fréttarinnar eru að fá sér smók. Langar Þóru í rettu?
Við hættum frekar við lánið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
já sennilega
nonni (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 18:44
Frábært!Var að enda við að horfa á myndbandið og tók líka sérstaklega eftir rettunni og útigangsmönunnum!
brynja Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 18:46
Stundum verður maður bara of pirraður á fólkinu sem er að skrifa um fréttirnar hérna á mbl.is
Hefuru ekkert betra að gera?
Að auki má taka það fram að í þessu myndskeiði er drengur á hjóli, unglingur á hjólabretti, tveir lögregluþjónar og stelpur á gangi drekkandi svala. Vill þóra kannski gera þetta líka.
Ég tel að þú ættir að fara eftir því sem kemur fram í Hávamáli ,,Tala skal þarft, eða þegja."
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 18:48
Þetta er lélegasta myndkynning á viðtali við forsætisráðherra Íslands (og víðar) sem ég hef séð á æfinni. Ég orðlaus.
En forsætisráðherrann var góður.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 6.11.2008 kl. 18:50
Eftirfarandi myndbirting var með fréttinni: Fólk að ganga, vinir, kona, þung byrði, lögregla, hjóla, Jón forseti, skvísur,barnavagn, hjólaskautar, ástfangið fólk að kyssast, eldriborgarar, kona með gos, eldriborgari með hækjur, útigangsmaður, þetta er svona það helsta.
Ég get ekki tengt neinar langanir hjá Þóru við þessar myndbirtingur, bara þversnið af mannlífinu.
Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 18:58
Ég sá líka fávita, þ.e. þingmenn og ráðherra
Jón (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 19:01
Skilaboð myndmálsins voru þessi: Hér er útigangsmaður, í vímu og að fá sér rettu.
Hvernig í heitasta helvíti það á að ríma við viðtal við forsætisráðherra verður Þóra Kristín að útskýra. Ég sá enga neðanmálsgrein með fréttinni sem útskýrði að myndatökumaðurinn væri fáviti í starfsþjálfun hjá Mogga.
Þóra Kristín þarf að svara fyrir myndmálið.
Páll Vilhjálmsson, 6.11.2008 kl. 19:14
Páll, vinnur þú að rannsóknum í fjölmiðlafræði? Ertu að kanna við brögð almennings við myndmálinu? Erum við tilraunadýr? Er þetta hluti af doktorsritgerðinni?
Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 19:37
Myndskeidid er ekki í neinu samhengi vid fréttina. Virdingarleysid er algjört.
Goggi Gúanó (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 19:47
Já en sá einhver Krímer ?
Kramer vs Kramer (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 19:47
Ég hefði viljað sjá landnámsmenn sitja við langelda að strjúka konum og sauðamenn koma inn frá gegningum, með klaka í skegginu.
Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 20:00
Getur það verið að sumir fjölmiðlar á Íslandi séu orðnir jafn lélegir og bankarnir voru? Kanski er þetta smitandi.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 6.11.2008 kl. 20:19
Meinardu ekki staupa sig? Ég hef aldrei heyrt talad um ad menn séu ad "súpa sig" En ég bý líka í útlandinu.
S.H. (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 20:52
Hahaha, þessi myndskeið af ólánsfólkinu eru stórfurðuleg. Ég gruna Jón Sigurðsson (hér að ofan) um að vera fávitann á vélinni.
Slöttólfur (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 21:48
Flott viðtalið við Geir,stið minn mann þetta mynd skeið er bara óhapp að það skildi koma þarna inn,annars er þetta daglegt í bænum og það á ekki að koma nokkrum manni á óvart þó einhver sjáist með rettu og bjórdós ,reynið að vera svolítið jákvæð viti þið að það líður öllum miklu betur þá
sigga (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 23:50
Rétt hjá Siggu. Vissulega stakk myndefnið í stúf en óþarfi að láta svona út í Þóru Kristínu. Í fyrsta lagi var það örugglega ekki hún sem lét vélina ganga en hvað þó svo væri. Þeir sýndu þó Geir af og til. Og í fyrsta skipta í háa herrans tíð var bara gaman að horfa á hann. Loksins gat hann talað af festu og mér a.m.k. er létt. Vonandi fleirum líka og svo skulum við sem höfum bolmagn til reyna að standa við bakið á hvert öðru næstu mánuði og rétta þeim hjálparhönd sem þurfa og þá líður öllum betur.
assa (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 00:42
46%lækkun á verði íbúðar til 2011
50% verðbólga =hækkun á höfuðstól láns
Íbúðaeigendur (skuldarar) gjaldþrota
Allir bornir út, heimilislausir.
Það verða ekki allir svo heppnir að eiga sígarettustubb eins og þessi gaur.
Þannig sá ég tenginguna í þessu myndmáli.
MOJO (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 03:53
Ykkur til fróðleiks get ég sagt að konan sem sést fá sér smók og súpa léttöl ("búðarbjór") meðan hún hvílir lúin bein í bæjarferð er ekki útigangskona. Hún er hins vegar skjólstæðingur heilbrigðiskerfisins og margir landar hennar myndu ekki standa lengur í lappirnar hefðu þeir gengið í gegnum þá lífsreynslu sem hún á að baki. Bara svo þið vitið það.
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.11.2008 kl. 06:50
Satt að segja finnst mér svipurinn sem hún setur upp fyrir framan myndavélina óborganlegur fyrir margra hluta sakir.
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.11.2008 kl. 06:51
Léttöl = það er að segja ég hef ekki einu sinni hugmynd um hvort það var léttöl, gos eða kannski orkudrykkur í dósinni sem hún var með.
Greta Björg Úlfsdóttir, 7.11.2008 kl. 06:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.