Ritskoðunarárátta Ingibjargar Sólrúnar

Formaður Samfylkingar vill ekki umræðu, formaðurinn vill skoðanakúgun í nafni neyðarástands. Í skjóli skoðanakúgunar er ætlunin að sækja um hraðferð inn í Evrópusambandið. Framlag Ingibjargar Sólrúnar til íslenskra stjórnmála er óðum að skýrast: Þjóðin á að leggja upp laupana.

Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin hengdu sig öðrum flokkum fremur á útrásarliðið. Í Borgarnesræðu sinni bar hún blak af Baugi, sem þá var í lögreglurannsókn, og Kaupþingsstjórnendum sem skömmtuðu sér rífleg laun og hlunnindi og fengu bágt fyrir í opinberri umræðu. Ingibjörg Sólrún tók sér stöðu með Baugi og Kaupþingsstjórum.

Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin voru helstu bandamenn Baugs í baráttunni gegn fjölmiðlalögum sem leiddu til múlbindingar fjölmiðlaumræðunnar. Eftir þau átök stóð ríkisvaldið höllum fæti gagnvart  auðmönnum sem fóru sínu fram og veðsettu þjóðina.

Ef það er einhver íslenskur stjórnmálamaður sem á að segja af sér er það Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Í stað þess að biðja þjóðina afsökunar krefst formaður Samfylkingarinnar ritskoðunar á þeim sem eru á öðru máli en hún sjálf.

Skilgreining á samræðustjórnmálum: Haldið kjafti og bugtið ykkur fyrir valdinu.


mbl.is Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Calvín

Nokkuð til í þessu.

Calvín, 1.11.2008 kl. 13:10

2 Smámynd: Björn Birgisson

Skelfing er þetta innantómt og dapurlegt blaður.

Björn Birgisson, 1.11.2008 kl. 13:47

3 Smámynd: Rýnir

Sælt veri fólkið,

Björn - þú kannski útskýrir betur fyrir okkur hvað af þessu er svona innantómt? 

Góðar kveðjur,

Rýnir, 1.11.2008 kl. 14:20

4 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Ég held að Geir sé að vinna keppnina í ósannindum, sennilega að því að Ingibjörg er lasin og getur ekki logið meira vegna veikinda.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 1.11.2008 kl. 14:36

5 Smámynd: Björn Birgisson

Sæll Rýnir!

Þetta er ódýrt samsafn af órökstuddum dylgjum, fáránlegum ályktunum og lítt dulinni heift, sem blindar skrifarann. Ágætlega skrifaður texti, en því miður........................

Björn Birgisson, 1.11.2008 kl. 14:58

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Geir hefur engu logið. Páll er með góða greiningu á þessum málum og sérstaklega með ISG. Þar er ekki farið með neinar órökstuddar dylgjur eða settar fram fáránlegar ályktanir. Það sem hér er sett fram eru tilvitnanir í orð og gerðir ISG.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.11.2008 kl. 15:14

7 identicon

Dapurlegri en tárum taki þessi haturs-þráhyggja Páls.

Gunnar (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 15:38

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Predikari, við skulum ekki skrökva til að segja Geir hafa sagt satt!

Það er rétt hjá Páli, að Fylkingin rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á óförum okkar – það er fráleitt að Fylkingin eigi að koma út með Geisla-Baug á hausnum vegna frammistöðu sinnar – Ingibjörg ber ábyrgð með Geir á mistökum og áhættufíkn ríkisstjórnarinnar vegna útrásarbanka, og Björgvin bankamálaráðherra hefur brugðizt, í mörgu eflaust, en líklega meðfram vegna þess að hann er eins og margir áthorítetstrúar – hefur kannski haldið að allt væri í lagi, af því að Jón Sigurðsson stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins hafi sagt honum það? Svo átti EES auðvitað að vera fullkomið, allt sem kemst nálægt ljómanum í Brussel er fullkomið, en samt er EES einmitt forsendan fyrir öllum okkar þúsunda milljarða ábyrgðum og tapi.

Engin furða, að menn séu farnir að tala um landflótta – þegar þjóðin fer að skilja, verður þessum andstæðingum sjálfstæðis og fullveldis sparkað úr landi.

Jón Valur Jensson, 1.11.2008 kl. 16:32

9 identicon

Ef einhver er plagaður af þráhyggju þá er það Ingibjörg Sólrún. Það veltur ekki upp úr henni setning nema ESB komi fyrir í henni og er þó ekki beinlínis verið að stemma flæðið. Þar næst á eftir kemur nafn Davíðs.

Ingibjörg er utanríkisráðherra. Hennar var að bregðast við árás Breta á okkur. Hvað gerði hún? Hún hefur ekkert gert til að koma sjónarmiðum Íslendinga á framfæri við Breta. Allt sem hún hefur lagt til málanna er að standa í heitingum við Brown út af varnarmálum. Allt hennar púður fer  í stöðugar árásir á Davíð Oddson. 

Ég spyr, hvað hefur ISG og kompaní gert til að bæta stöðu Íslands á þessum efnahagsþrengingum?  Ekki kemur evran að gagni eins og málin standa og ESB er ekki annað en flótti frá veruleika. Nokkurs konar afturhvarf í móðurkvið, þar sem einhver annar sér um allt.

Það fylgir því að vera fullorðinn að takast á við lífið. 

ragnhildurkolka (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 16:33

10 identicon

Ingibjörg er klár og vil í ESB og talar um Davíð notar ,Nígerísku aðferðina og lætur halda það þetta sé allt Davíð og Geir að kenna ,Jón Sigurðsson eðalkrati í hverju situr hann Össur og Bankamála ráðherra Baldvin ,hald bendi baugsmanna ,og hverjir  feldu fjölmiðla lögin það varð dýrt fyrir okkur

ADOLF (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 17:53

11 identicon

Það er ekki að því að spyrja hvernig utanríkisráðherra hagar sér. Í stað þess að verja hag Íslands þá reynir hún að sundra þjóðinni Divide et Impere. Hún ræðst á Davíð Oddsson og reynir eins og ólýðræðissinnar að persónugera öll vandræði Íslands í Davíð. Þetta er svo greinilegt því að um leið og hún kom fram úr rúminu eftir erfið veikindi þá hefur tónninn í Samfylkingunni snarbreyst. Nú sér hún að Samfylkingin er í sókn en Sjálfstæðisflokkurinn er veikburða og þá er um að gera að láta höggið ríða. Þetta hefur aldrei þótt heiðarlegt. Enda virðist Ingibjörg ekki hafa önnur markmið í stjórnmálum en að koma höggi á Davíð Oddsson. Verkefni hennar eins og ríkisstjórnarinnar allrar er að koma Íslandi á réttan kjöl aftur ekki að ráðast á einn skipverja og kenna honum um þær ófarir sem við erum komnir í. Samfylkingin hefur átt sína fulltrúa í bankakerfinu, Jón Sigurðsson, Björgvin o.fl. Ekki dettur Geir Haarde lík lágkúra í hug að fara að ráðast á þessa menn. Þó að menn þurfi ekki að vara sammála öllu sem hann hefur gert þá snúast hans stjórnmál ekki um persónur heldur málefni. Hvern vill Ingibjörg fá í staðinn í Seðlabankann? Ekki hefur heyrst múkk um það. Nei, nú á þjóðin ekki að standa sundruð heldur sameinuð. Klárum verkefnið í sameiningu og einn liður í því er að utanríkismálaráðherra fari að sinna sínum störfum í stað þess að eyða tíma sínum, nota bene sem við greiðum henni kaup fyrir, að sundra henni.

Grnnar Már Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 11:41

12 identicon

Það er eðlilegt að þjóðin sé sundruð miðað við ástandið. Tveir stærstu stjórmálaflokkarnir eru í rústum; annar er hugmyndalega gjaldþrota og báðir virðast vera með ónýtt fólk í ráðherrastólum

Það er eðlilegt að það sé boðað til kosninga strax.

Ef við vissum að það væru kosningar 1.des þá myndu þeir sem telja sig geta leitt þjóðina út úr vandanum fara að skipuleggja sig og pólitísk umræða færi á hærra plan.

Ef það væru kosningar 1.des. þá myndu Sökudólgarnir ekki þurfa að eyða tíma í að komast að. Við myndum sjá til þess að þau væru útskúfuð frá þáttöku í pólitísku starfi. Það væri gott fyrir réttlætiskennd þjóðarinnar og einnig aðvörun til þeirra sem vilja komast til valda.

Það er leyfilegt að gera mistök í pólitík á íslandi - við notum ekki fallöxina til að veita stjórnmálamönnum áminningu en það eru takmörk.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband