Vonlaus vörumerki

Glitnir er þjófabanki í Noregi og Landsbankinn stelur frá veikum börnum í Bretlandi. Nýju ríkisbankarnir eru vonlausustu vörumerki síðari tíma. Í útlöndum eru þeir úthrópaðir og hvers vegna ættum við að skipta við þá hér heima?

Ríkisstjórnin ákvað að endurreisa alla þrjá föllnu útrásarbankana. Þessi ákvörðun virðist hafa verið tekin á hlaupum án umræðu. Það liggur í hlutarins eðli að við höfum ekkert með þrjá ríkisbanka að gera, fyrir utan að þeir eru léleg vörumerki.

Nær hefði verið að sameina tvo banka, Glitni og Landsbanka, og skipta þeim þriðja, Kaupþingi, á milli sparisjóðanna. Með því hefði stoðum verið skotið undir sparisjóðina, ekki veitir af, og nýr banki fengið tækifæri til að sanna sig á eigin forsendum.

Í staðinn sitjum við uppi með þríburana hvers ásýnd má ekki sjást í útlöndum því þar vekur hún ónot ef ekki andstyggð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband