Vonlaus vörumerki

Glitnir er ţjófabanki í Noregi og Landsbankinn stelur frá veikum börnum í Bretlandi. Nýju ríkisbankarnir eru vonlausustu vörumerki síđari tíma. Í útlöndum eru ţeir úthrópađir og hvers vegna ćttum viđ ađ skipta viđ ţá hér heima?

Ríkisstjórnin ákvađ ađ endurreisa alla ţrjá föllnu útrásarbankana. Ţessi ákvörđun virđist hafa veriđ tekin á hlaupum án umrćđu. Ţađ liggur í hlutarins eđli ađ viđ höfum ekkert međ ţrjá ríkisbanka ađ gera, fyrir utan ađ ţeir eru léleg vörumerki.

Nćr hefđi veriđ ađ sameina tvo banka, Glitni og Landsbanka, og skipta ţeim ţriđja, Kaupţingi, á milli sparisjóđanna. Međ ţví hefđi stođum veriđ skotiđ undir sparisjóđina, ekki veitir af, og nýr banki fengiđ tćkifćri til ađ sanna sig á eigin forsendum.

Í stađinn sitjum viđ uppi međ ţríburana hvers ásýnd má ekki sjást í útlöndum ţví ţar vekur hún ónot ef ekki andstyggđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband