Samsærið gegn Íslandi

Vestrænir Seðlabankar sammæltust um að lána ekki Íslandi, samkvæmt fréttaskýringu Agnesar Braga í Morgunblaðinu. Líkur eru á að þetta sé rétt. Alþjóðasamfélagið setti Íslendingum stólinn fyrir dyrnar.

Ólíkt greiningadeildum íslensku bankanna kunna erlendir bankamenn að lesa hagtölur. Ólíkt íslenska ríkisvaldinu voru erlendir seðlabankar ekki svínbeygðir af íslenskum auðmönnum.

Samsæri erlendu seðlabankanna var heilbrigð skynsemi sem ofbauð að bönkum leyfðist að vera með efnahagsreikning sem var tólfföld þjóðarframleiðsla. Við sjálf sem þjóð hefðum vitanlega átt að ná tökum á útrásarbullinu.

Blekkingarvefurinn um útrásina var ofinn af auðmönnum, fjölmiðlum, forseta lýðveldisins og stjórnmálamönnum sem áttu margir hverjir auðmönnum skuld að gjalda.

Við fengum viðvörun. Sumarið 2006 voru fréttir í erlendum fjölmiðlum um að ástandið á Íslandi væri ekki upp á marga fiska. Morgunblaðið reyndi að endurvarpa gagnrýninni en fékk bágt fyrir og engan stuðning. Blaðið var étið upp af Björgólfi eldri og þaggað. Lygamaskína Baugs hélt sínu striki. Greiningadeildir bankanna urðu áróðursdeildir.

Lygavefurinn var spunninn áfram. Það var látið heita að skorið hefði verið á krosseignatengslin og fleira í þeim dúr - allt væri í lukkunnar velstandi. Íslenskir bankar væru traustir og vel reknir. Til að bæta gráu ofaná svart leyfðu stjórnvöld og eftirlitsaðilar íslenskum bönkum að ryksuga upp sparifé á Bretlandseyjum og meginlandi Evrópu. Ekki hefur það aukið traust erlendis á ríkisvaldi lýðveldisins.

Í útrásarandrúmsloftinu kafnaði dómgreind þjóðarinnar. Samsærið er innlent, ekki útlent.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já satt er það og alvarlegast er eftirlitsleysið af hálfu Fjármálaeftirlitsins, sem er nú komið með alla útrásarbankana!

Ríkið á að axla alla ábyrgð og endurgreiða öllum það sem þeir töpuðu þarna. Og hana nú.

Vilborg Traustadóttir, 19.10.2008 kl. 00:22

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef þú rekur skítaslóð Lipsky, sem semur fyrir hönd alþjóðagjaldeyrissjóðinn, þá sérðu að það er ótrúlegt samhengi í þessu. Hann er stjórnarmaður í JP Morgan Chase, fyrrverandi bankastjiri Chese og setti hann á hausinn. Bear og Stern, sem ætluðu að shorta íslandi hér um daginn og Davíð kallaði samsæri, er deild í JP Morgan og svo má nefna Salomon Brothers Glæpabankann og fleiri vafasama banka í slóð Lipsky. Hann hefur einnig ítök í seðlabanka NY (eðlilega) og á beinan og obeinan þátt í að reyna að knesetja landið og svo er hann nú að rétta okkur hengingarsnöruna fyrir hönd IMF. Hann er Glóbalisti og Bildenberger.

Allstaðar dúkka sömu nöfnin upp báðum megin við borðið, jafnvel í tengslum við gerspillt matsfyrirtækin, sem gáfu okkur ofmatseinkannir á lánshæfi á færibandi, bæði bönkum og ríkissjóði. Við gleyptum krók sökku og stöng í þessum blekkingaleik. Það mat sem bankar hér höfðu var einungis bundið við fyrirtæki, sem ekki gátu klikkað á borð við Exxon. Að þetta mat hafi verið hlutlaust er engin leið, heldur var þetta snara til að koma okkur í þessi vandræði.

http://krugman.blogs.nytimes.com/2008/04/09/the-plot-against-iceland/   

http://krugman.blogs.nytimes.com/2008/03/31/the-north-atlantic-conspiracy/

Hvenig væri að kveikja á þessu, áður en menn fremja þjóðarsjálfsmorð með að samþykkja væntanlega afarkosti IMF?

Jón Steinar Ragnarsson, 19.10.2008 kl. 00:27

3 identicon

Þetta er frábær grein hjá þér Páll. Vona að hún rati sem víðast og verði lesin af sem flestum, ásamt athugasemd JSR.

En ég hef því miður grun um að þessi sannleikur eigi erfitt með að rata til "þjóðarinnar". Mikið áróðursstríð er nú í gangi, sem gengur útá að sökudólgarnir (sameiginlegt lið stjórnvalda og auðmanna) sannfæri þjóðina um hverjir sökudólgarnir eru. Þeir hafa ráðið til sín PR snillinga og áróðursfagmenn.

Í nokkra daga voru það Bretar, og nú eru það "erlendir seðlabankar" sem "felldu bankana" (mbl.is). Þetta er vel skipulagt og faglega unnið, allt gert til að beyna athyglinni frá hinum raunverulegu sökudólgum.

Því miður kemur þetta til með að ganga upp hjá þeim, almenningur mun sem fyrr "kokgleypa krók sökku......."

sigurvin (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 02:35

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Takk fyrir þessi tæpitungulausu skrif, gildra var það og svínvirkaði. Það sem Jón Steinar segir er líka hárrétt og fólk hreinlega verður að átta sig á þessu samsæri áður enn það verður of seint...sem verður MJÖG fljótlega. Fátt gerist fyrir tilviljanir þegar bankakreppur eru annars vegar eins og reynt er að telja okkur trú um.

Hvað er annars málið með fjölmiðla, þeir lepja gagnrýnislaust augljóslega kolrangar tölur um fjölda mótmælenda á Austurvelli í dag, 500 er afar klaufaleg tala hjá lögreglunni því það var svo augljóst að um 2000 manns mættu, afhverju er lögreglan að ljúga, er örvæntingin orðin svona mikil að það þurfi að grípa til svona klaufalegra bragða?

Georg P Sveinbjörnsson, 19.10.2008 kl. 03:43

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Mér líkar við skynsemina sem felst í skrifum þínum. Er orðinn svolítið þreyttur á hversu vel áróður virðist virka á fjölda fólks, sem virðist gleypa hlutina hrátt upp, einfaldlega vegna þess að það er í einhverju þunglyndiskasti og nennir ekki að hugsa. Fólk með heilbrigða skynsemi verður að hjálpast að við að sameina þjóðina í baráttuhug, ekki gegn einstaklingum, heldur fyrir betri tíð.

Það er löngu tímabært að hreinsa til í stjórnmálakerfinu okkar, þar sem að of margir virðast fara í stjórnmál einfaldlega vegna þess að þeim finnst það skemmtilegt, frekar en að þeir vilji koma góðu til leiðar.

Jón Steinar á auðvitað alltaf snilldarpunkta líka, og áhugavert það sem hann setur fram um alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Það hringja ákveðnar viðvörunarbjöllur þar.

Hrannar Baldursson, 19.10.2008 kl. 09:36

6 identicon

Sæll Páll.

Nú ríður á að vera ómyrkur í máli.Dómgreind heillar þjóðar kafnaði að vísu ekki-en þau sem að tóku sér til fyrirmyndar krakkan í sögunni um nýju fötin keisarans geta loks hlegið með öllum kjaftinum.

Hróbjartur (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 10:33

7 identicon

Jú jú, þetta er alveg ljóst ... þetta er heims-conspiracy við að ná yfir Íslandi.  Þeir ætla sér að finna gullið hans Egils Skallagrímssonar, en fá það ekki nema að taka yfir þjóðina ... þetta er augljóst mál.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 12:38

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég er loks hjartanlega sammála því sem þú skrifar Páll - þú hefur margt fram að færa ef þú lætur ekki blindu Baugshatursins lita hvert orð þitt.

Helgi Jóhann Hauksson, 19.10.2008 kl. 14:05

9 Smámynd: Viðar Eggertsson

Athyglisverð grein Páll, og sérstaklega þegar hún er lesin ásamt viðbótarframlagi JSR.

Nú væri þarft að þú Páll, tjáðir þig um það sem kemur fram í máli JSR, þá væri hægt að skilja betur þínar fullyrðingar og hugmyndafræði þá sem þú leggur til grundvallar.

Skora á þig að þú tjáir þig um athugasemd JSR.

Góð kveðja.

Viðar Eggertsson, 19.10.2008 kl. 14:24

10 identicon

Svona skrifa alvöru blaðamenn.

blaðamaður líka (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 14:52

11 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Páll, þetta er ágætis greinin, en viðbót Jóns Steinars er ógeðfelld og mér sýnist nokkrir lesendur hér hafi ekki áttað sig á boðskap greinar þinnar. Það er enn verið að kenna öðrum um.  Það er gamall íslenskur siður, sem seint leggst af.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.10.2008 kl. 16:40

12 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Greining á þetta að vera.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.10.2008 kl. 16:40

13 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Stundum er sannleikurinn ógeðfeldur Vilhjámur.

Georg P Sveinbjörnsson, 19.10.2008 kl. 17:15

14 Smámynd: Elías Theódórsson

Svo er reynt að telja landanum trú um að allt sé Davíð að kenna? Og eina lausnin sé afnám sjálfstæðis. Bankamálaráðherra og Fjármálaeftirlit er í höndum Samfylkingarinnar!

Elías Theódórsson, 19.10.2008 kl. 20:12

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

Snilldargrein og Jón Steinar kemur með mjög góða punkta. Hvaða fólk er með best aðgengi að Seðlabankastjórum og bönkum í Evrópu, og jafnvel USA?

Ekki Íslenska Ríkið! Það er eru auðmenn Íslands sem hafa beint samband þangað, eiga persónulega vini og kunningja úr þessum hópi. Það þarf að koma Davíð og n.v. Ríkissjórn burtu, því þeir stjórna engu lengur.. 

Óskar Arnórsson, 19.10.2008 kl. 20:54

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Erlendir seðlabankar taka okkur ekki alvarlega fyrr en við skiptum um stjórnvöld á Íslandi

Sigurður Þórðarson, 19.10.2008 kl. 21:18

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Að sjálfsögðu Siggi! Hvers vegna ættu þeir að gera það? Mataðir af upplýsingum um árásir Íslenskkra stjórnvalda á fyrirtæki sem hafa ekki gert neitt.

Með geðveikan Seðlabankastjóra, dóopista og snarruglaðan.  Þeir eru búnir að hfá nákvæmar upplýsingar um Íslenska Ríkisstjórn og Davíð. Það nægir þeim flestum. Útrásarvíkingarnir hafa meira traust erlendis enn Íslenska Ríkið. Svoleiðis er það bara.

Óskar Arnórsson, 19.10.2008 kl. 21:58

18 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mikið er þetta góður pistill hjá þér. Þú segir þarna það sem aðrir þora ekki að segja.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 10:38

19 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það lýsir best paranojunni í íhaldinu hvernig þeir útleggja viðbrögð seðlabankanna.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 10:39

20 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Vei þeim mönnum sem með glapræði spiluðu okkur beint í fang Alþjóðagjadeyrissjóðsins og þar með í sjálfræðissviptingu. Voru þeir steinblindir? Út með þá!

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.10.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband