Laugardagur, 18. október 2008
Til hvers á ríkið að eiga þrjá banka? Sláum Kaupþing af
Glitnir og Landsbanki eru komnir í rekstur á ný. En hvers vegna ætti ríkið að endurræsa Kaupþing? Miklu nær er að blása lífi þá sparisjóði sem gjaldþrota Kaupþing sölsaði undir sig. Sparisjóðirnir eru til að þjóna fólki, Kaupþing var gímald auðmanna.
Ríkið ætti ekki að setja risabankann á flot aftur vegna þess að hann er óþarfur. Tilburðir lífeyrissjóðanna að kaupa 51 prósent í bankanum á móti einhverjum hulduaðilum, líkast til fyrri eigendum, sýnir að ekki eru allir læknaðir af bankaglýjunni.
En sé það talið nauðsynlegt að Kaupþing fari af stað væri kannski heppilegra að fá norrænan banka eða þýskan til að kaupa gímaldið. Kjörin gætu verið þau að útlendi bankinn skrifaði upp á samning um að eiga endurreist Kaupþing í hálfa öld og nota tímann til að kenna íslensku bankafólki hvernig á að reka slíka starfsemi.
Fyrsta lexía: Það er munur á viðskiptabanka og fjárfestingabanka.
![]() |
Þeir felldu bankana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.