Ólíkt hafast þau að Geir og Ingibjörg Sólrún

Geir Haarde veitir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra stuðning í tapi Íslendinga í atkvæðagreiðslunni um sæti í öryggisráðinu. Ingibjörg Sólrún ber ábyrgð á framboðinu og þverskallaðist við að draga það tilbaka þótt engar líkur væru á árangri. En Geir styður formann samstarfsflokksins og ber af honum blak.

Þegar Geir stóð fyrir því að slökkva elda í hagkerfinu í síðustu  viku fékk hann ekki stuðning frá formanni Samfylkingarinnar, téðum utanríkisráðherra. Ingibjörg Sólrún vildi brenna stjórnarsáttmálann í beinni útsendingu; að Íslendingar legðust hundflatir fyrir Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og segðu sig til sveitar hjá Evrópusambandinu.

 

Fer ekki að ganga á langlundargeð forsætisráðherra?


mbl.is Rétt að fara í framboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já en elsku Palli, hún fór nú í aðgerð vegna æxlis í heila í síðustu viku!

IMV (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 11:28

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þú ert alltaf jafn sannsögull Páll. - Hvenær hófst undirbúningur að þessu framboði?  Hvað var búið að reka það í mörg ár þegar Ingibjörg Sólrún varð utanríkisráðherra? - Hverjir höfðu aðrir verið utanríkisráðherrar með þetta sama mál í fanginu? - Páll segðu nú satt.

Helgi Jóhann Hauksson, 18.10.2008 kl. 11:51

3 identicon

Hví ætti að styttast í langlundargeði fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra sem á helsta sök á því hvernig er fyrir þjóðinni komið?

Inga (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 12:40

4 identicon

Mikið er sýn þín á veruleikann annars bjöguð.

Inga (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 12:42

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Páll

Ég ítreka spurningu mína frá því um daginn; Hvar starfar þú sem blaðamaður? Ég finn ekkert eftir þig nema bloggið og einstaka grein í innsendingardálkum blaðanna. Ástæðan fyrir þessari forvitni minni er sú að þú hefur mjög kryddaðar skoðanir og því leikur mnér forvitni á því hvernig þær birtast í því blaði sem þú starfar við.

Hjálmtýr V Heiðdal, 18.10.2008 kl. 12:45

6 identicon

Sagði Sirrý þér þetta?  Eða Varði?

Lakkrís lækki, lýsið hækki!

marco (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 12:52

7 identicon

Það er athyglisvert að þeir sem harðast hafa fylgt eftir þessari arfavitlausu hugmynd um sæti í öryggisráðinu eru jafnframt þeir sem leggja vilja Ísland niður sem sjálfstætt land. Gera okkur að áhrifalausum hreppsómaga í stórkarlaleik Þjóðverja og Frakka.

Þversögnin í þessu er hreinlega ótrúleg. Ef við erum menn til að sitja í öryggisráðinu og taka þar áfstöðu til alvarlegustu átakamála heimsins, því þurfum við þá að leggjast inn á gjörgæslu hjá ESB?

Ragnhildur (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 12:55

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hjálmtýr :  Varst þú alla daga hvers árs undanfarna áratugi að gera kvikmyndir ? Munt þú gera kvikmyndir alla daga áranna sem eiga eftir að renna upp ?  Virðist vera þannig miðað við titilinn kvikmyndagerðarmaður sem þú skartar .

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.10.2008 kl. 14:01

9 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég kynni mig sem blaðamann einfaldlega vegna þess að ég útskrifaðist úr blaðamannaskóla og vann sem blaðamaður. Ég á tvo eða þrjá alnafna og sjálfsögð kurteisi við þá að nota starfsheiti til aðgreiningar. En það er rúmur áratugur síðan ég starfaði á ritstjórn blaðs.

Vona að þetta upplýsi málið.

Páll Vilhjálmsson, 18.10.2008 kl. 17:01

10 identicon

Mér finnst  áróður þinn og rugl sverta stéttina og ef þú vilt sína kurteisi þá ættir þú að hætta nota þetta starfsheiti. Það misnotar engin annar ritmálið eins og þú.

Blaðamaður (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:59

11 identicon

 Ég er líka blaðamaður og tek ofan fyrir manni eins og Páli sem þorir að segja meiningu sína. Ætli þessi sem skrifar hér á undan sé ekki í eigu Baugsfeðga eða Björgólfsfeðga? Mætti segja mér það ef hann þá á annað borð hefur nokkru sinni verið nálægt því að vera blaðamaður því alvöru blaðamenn þola að fólk skiptist á skoðunum. Áfram Páll. Láttu svona kjána ekki hafa áhrif á þig. Þú ert alvöru blaðamaður

blaðamaður líka (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 18:15

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Blaðamaður : Friðrik Sóphusson og Vilhjálmur Vilhjálmsson eru báðir lögfræðingar og hafa fulla heimild til að titla sig í samræmi við það sem t.d. Friðrik Sóphusson lögfræðingur, þó svo hann hafi sennilega aldrei starfað sem slíkur. Sama á við um Pál Vilhjálmsson, hann er útskrifaður úr blaðamannaskóla. Hjálmtýr sennilega úr kvikmyndagerðarskóla. Páll er þar að auki einn fárra sem greina vel og þora að segja frá án þess að hægt sé að kúga hann eða kaupa til skrifa andstæð samvisku hans.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.10.2008 kl. 19:35

13 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þakka þér fyrir upplýsingarnar Páll.

Predikari sæll - ert þú ekki eitthvað að rugla? Ég er ekki að gera athugasemd við titla eða starfsheiti Páls. Ég er að velta fyrir mér blaðamanni sem ég hef ekki getað séð að starfaði sem blaðamaður. En birtist með sterkar skoðanir á öðrum vettvangi en þeim sem flestir blaðamenn starfa á.

Áhugi minn á starfi Páls er vegna þess að það getur verið fróðlegt að fylgjast með mönnum sem hafa svo sterkar skoðanir sem hann en hljóta að hemja þær í sínu daglega amstri ef þeir sitja við skriftir hjá t.d. Mbl. Páll lifir nefnilega í þjóðfélagi þar sem miðlar eru að stórum hluta í eigu aðila sem hann er andvígur. Og ekki virðist það ástand batna. En nú veit eftir upplýsingu Páls að hann starfar ekki á neinni ritstjórn.

Ég er ekki oft sammála því sem Páll skrifar og ég skynja vissa heift t.d. í garð ISG. Og heiftin er ekki góður húsbóndi og passar ekki í starfi blaðamanns eins og þekkjum þá.

En ég skil ekki vanmgaveltur þínar um mitt starf sem kvikmyndagerðarmanns. Flesta daga er ég að vinna að undirbúningi verka, fjármögnun, handrit og þróun hugmynda. Suma daga er ég í upptöku og stundum sit ég og klippi eða fylgist með klippingu. Þetta hef ég gert síðan 1978 og notað starfs heitið kvikmyndagerðarmaður. Þar áður bar ég stafsheitið auglýsingateiknari. Og svo hætti ég einhverntíma öllu stússi og þá þarf ég ekkert að vera að titla mig.

Hjálmtýr V Heiðdal, 18.10.2008 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband