Íslenskir blaðamenn og útlenskir

Íslenskir blaðamenn eru sérkennilegt fyrirbrigði í alþjóðlegu samhengi. Þeir liggja flatir fyrir valdinu, hvort heldur það heitir ríkisvald eða auðvald. Siðareglur íslenskra blaðamanna endurspegla þýlyndi þeirra. Þar er ekki stakt orð um hlutverk fjölmiðla.

Hér lausleg endursögn á fyrsta kafla siðareglna norskra blaðamanna.

  • 1.1. Málfrelsi og tjáningarfrelsi eru hornsteinar lýðræðissamfélags. Frjáls og sjálfstæð fjölmiðlun er mikilvæg lýðræðissamfélagi.
  • 1.2. Fjölmiðlar sjá um mikilvæg verkefni eins og upplýsingmiðlun, umræður, og samfélagsrýni. Fjölmiðlar eiga að tryggja að ólík viðhorf fái umfjöllun.
  • 1.3. Fjölmiðlar eiga að standa vörð um málfrelsið og óheft upplýsingaflæði.
  • 1.4. Fjölmiðlar eiga að upplýsa um gangverk samfélagsins og afhjúpa gagnrýniverðar aðstæður. Fjölmiðlar eiga að rýna í hlutverk sitt.
  • 1.5. Fjölmiðlar eiga að vernda einstaklinga og hópa gegn yfirgangi og mismunun.

 

Hér er hlekkur á siðareglur norskra blaðamanna. Hér er hlekkur á siðareglur íslenskra blaðamanna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. Þetta er hárrétt um siðareglurnar. Aðalfundur BÍ samþykkti hins vegar einu sinni merkilega ályktun um hlutverk fjölmiðla, en hún hefur takmarkað gildi á meðan hún liggur í láginni. Sú ályktun tók m.a. mið af norsku siðareglunum. Ég get ekki fundið ályktunina á vef BÍ en aftur á móti hefur formaður siðanefndar BÍ staðfest að hún sé höfð til hliðsjónar við störf nefndarinnar. Þetta er hið einkennilegasta mál.

Þór Jónsson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 23:16

2 identicon

Geymum því ekki að Blaðamannafélagið tók fullan þátt í að koma öllum "frjálsum" miðlum í hendur auðmanna. Róbert Marshall formaður gaf skít í allt sem heitir lýðræði og hlutverk fjölmiðla, hvatti fólk til að ljúga og gekk til liðs við Baug og Samfylkinguna til að koma í veg fyrir fjölmiðalögin. Forsetinn gekk svo endalega frá lýðræðinu á Íslandi. Nú eru frjálsu fjölmiðlarnir ónytir þökk sé honum akkúrat þegar mest þörf er fyrir þá.

Sá maður ætti að sjá sóma sinn í að segja af sér.  Róbert er hins vegar búinn að kasta dulargerfinu og lifir nú á skattgreiðendum með vinnu fyrir Samfylkinguna. Þessi saga má ekki gleymast.

karl (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 13:44

3 identicon

Ekki gleyma þætti Alþingis. Síðan þöggunarlögin (Lög um upplýsingaskyldu stjórnvalda) voru sett byrja öll bréf sem frá stjórnvöldum koma á orðunum: "telur ekki skylt með tilvísun í hina og þessa grein laga um tilkynningaskyldu stjórnvalda að veita umbeðnar upplýsingar."

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband