Þriðjudagur, 14. október 2008
Einkavæðing í boði SA og Samfylkingar
Samtök atvinnulífsins og Samfylkingin sammælast um þá kröfu að stjórnvöld fái Alþjóða gjaldeyrissjóðinn til að markaðsvæða Ísland. Velferðarkerfið skal einkavætt og heilbrigðiskerfið líka.
Forysta Samfylkingarinnar, sem einu sinni var vinstriflokkur, hefur á síðustu misserum æ ofan í æ boðað markaðslausnir sem bjargráð. Í miðju bankahruninu, sem er bein afleiðing af einkavæðingu liðinna ára, myndi venjulegur flokkur með rætur í verkalýðshreyfingu og jafnaðarstefnu staldra við og endurmeta stöðu sína.
En nei, Samfylkingin forherðist. Flokkurinn tekur undir nýfrjálshyggjutrúboðið sem er búið að leggja dauða hönd sína á hagkerfi heimsbyggðarinnar með afleiðingum sem allir sjá - nema forysta Samfylkingarinnar.
Verkefni næstu vikna, mánaða og missera er að vinda ofan af græðgisvæðingu síðustu ára. Við þurfum ekki á aukinni markaðsvæðingu að halda.
Samfylkingin þarf ásamt útrásarvíkingunum á endurhæfingu að halda.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.