Baugsblöff

Jón Ásgeir Jóhannesson flytur til landsins viðskiptafélaga sinn, Philip Green, til að gera tilboð í eigur Baugs erlendis, sem núna eru vistaðar í þrotabúum íslensku bankanna. Jón Ásgeir gætir þess alþjóð viti af komu Green, m.a. með því að beita fyrir sér Fréttablaðinu.

Viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs gerir skammarlega lágt tilboð í eigur Baugs. Það er líka látið berast til fjölmiðla, svo að almenningur geti hneykslast. Svo dúkkar upp aðili sem enginn veit hver er, gjarnan með bandarískt heimilisfang, og gerir tilboð sem er nokkru hærra.

Plottið gengur út á það að skilanefndir bankanna selji óþekkta aðilanum Baugseigur á útsöluverði. Þegar búið er að skrifa undir kemur í ljós að óþekkta stærðin er frontur Greens og Jóns Ásgeirs. Sniðugt.


mbl.is Green vildi kaupa skuldir Baugs með 95% afslætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri bloggvinur.

Þetta er nákvæmlega það sem ég hef verið að benda bloggurum á sem hafa verið að kommentera á geislaBAUGSfeðgafréttir. Green, hinn gamli spilabróðir Jóns Á. í spilaborgum kauphalla, Green er ekkert annað en leppur geislaBAUGSfeðga til að snýta íslendingum um 90% af skuldum Baugs sem munu víst nema 3-500.000.000.000 kr. ! Dágóður afsláttur það á kostnað skattgreiðenda á Íslandi. Það er nú síðast á sunnudaginn var að JÁJ mætti í SIlfri Egils og staðhæfði að hann væri með góðan rekstur í Bretlandi sem stæði við allar skuldbindingar og hefði alla tíð staðið í skilum með sín lán og afborganir þeirra. Hann ætti því bara að skammast sín og reka áfram þessar tuskubúðir, sem munu víst versla með saumaðan fatnað úr þrælakistum austurlanda, og borga bönkunum áfram afborganir með skilum eins og hann montaði sig af á sunnudaginn var.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.10.2008 kl. 08:44

2 identicon

What crisis???!!It looks more like dividing of the World wealth,the richer will just get richer and then will take money from as the "little people" to compensate the loses of the rich ones...and the World goes on

The richest man in the world right now is:

Warren Buffett

Age: 77

Fortune: self made

Source: Berkshire Hathaway

Net Worth: $62.0 bil (he made 8.0 bil just the last month)

Country Of Citizenship: United States

Industry: Investments

vitro (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 08:53

3 identicon

Hið breska Baugs "Gullegg" á að vera í samningspakkanum til Breta fullmetið og rúmlega það upp í skuldir því þá getur Brownarinn slegið um sig og sagst hafa bjargað 55.000 störfum.  Við eigum að framselja skuldir og eigur Baugs til Breta. Það liggur ljóst fyrir að Jón ætlar að hanga þarna inni með einhvern hlut. Einnig gæti hann verið með í dílnum þegar Green skiptir þessu upp og selur, ætli einhverjir fái þá að halda svo sem einu merki sem commission.

Einnig er það Jóni til framdráttar að hanga í pilsfaldinum á Green því hann mun njóta brauðmolana sem detta af borði Mr. Green !

Einar (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 08:55

4 identicon

Frábær kenning .... og sennilega kórrétt :D

Jón H B (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 08:57

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Veitum engan afslátt!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.10.2008 kl. 12:40

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta er ekkert ósennileg kenning. Þess vegna segi ég, ríkisvæða Baug og hin útrásarfyrirtækin þar til komið er inn fyrir skuldum. Jón Ásgeir og hinir geta svo fengið restina aftur, sé eitthvað eftir.

Villi Asgeirsson, 14.10.2008 kl. 15:05

7 identicon

Auðvitað, þeir eru jú snillingar í svona fléttum, ættu að fá nóbelinn í prettum og svikum.

haha (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 15:50

8 identicon

Sæll Páll aldrei hef ég séð aðra eins vörn og viðsnúning hjá nokkrum manni  eins og hjá VIlhjálmi Egilssyni í kvöld,maðurinn hefur hamrað á lækkun stýrivaxta undanfarnar vikur.En þegar  Ögmundur segir hvar sem IMF kemur inn vilji hann hækka stýrivexti,þá segir VIhjálmur allt aðrar ástæður núna. Er þessi maður marktækur

GUÐMUNDUR (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband