Nálgunarbann á samráðsstarfsmenn Bónus og Krónu

Blekkingar eru hafðar í frammi gagnvart þeim sem stunda verðkannanir í matvöruverslunum. Verð er lækkað þegar kannanir standa yfir og dregnar eru fram vörur sem liggja á botni frystikistu eða djúpt í hillum sem eru kallaðar „verðkönnunarvörur" og ekki ætlaðar til annars en að blekkja. Þá leggja verslanakeðjur sig í líma að bjóða pakkningar og vörur sem ekki eru samanburðahæfar.

Fréttir Útvarps í gær afhjúpuðu blekkinguna og varla mun verðlagseftirlit ASÍ láta sér til hugar koma að hafa framvegis samráð við verslunina um verðlagskannanir.

Í umfjöllun Útvarps komu einnig fram upplýsingar sem benda til samráðs verslanakeðja um verð en sú háttsemi varðar við lög.

Verslanakeðjurnar bera af sér sakir og segjast vera í samkeppni, væntanlega samskonar og olíufélögin stunduðu öll lýðveldisárin.

Það er erfitt að sanna samráð en þegar könnun eftir könnun leiðir í ljós að einnar krónu munur er á fjölda vörutegunda á milli verslana er nærtækt að álykta að ef ekki sé um beint samráð að ræða þá sé að minnsta kosti samráðsskilningur í gildi sem báðar keðjurnar virða.

Bónus og Krónan gera út mannskap til að fylgjast með verðlagi í verslun samkeppnisaðilans. Upplýsingarnar sem þannig er aflað eru grundvöllurinn fyrir samræmdu verði.

Löggjafinn getur skrifað í lög bann við því að verslanir með tiltekna markaðshlutdeild reki verðlagseftirlit sem beinist að samkeppnisaðila. Til að hnykkja á almannahagsmunum mætti setja almennt nálgunarbann á þá starfsmenn verslana sem starfa við verðlagningu þannig að þeim er ekki heimilt að fara í samkeppnisverslunina.

Samkeppni er í hávegum hjá báðum ríkisstjórnarflokkunum og núna er tækifæri fyrir Bjögga ráðherra að sýna lit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég skil nú ekki svona starfsaðferðir, tilkynna komu sína í verslun til að skoða verðlagið. Þetta er svona svipað og að ef áfengiseftirlitið myndi fara að bjóða uppá þá þjónustu að tilkynna komu sína á skemmtistaði. Maður gæti sett saman samsæriskenningar þess efnis að þeir sem gera þessar verðkannanir fyrir ASÍ fái eitthvað fínt í matinn frá Bónus og Krónuni og guð má vita hvað meira, hefur einhver kannað það ?

Sævar Einarsson, 1.11.2007 kl. 00:47

2 identicon

Sæll - við þurfum að endurskoða merkingu orðsins ,,samkeppni" - samkeppni merkir nú: Hver er duglegastur að svindla án þess að upp komist. Önnur merking: hinn ósýnilegi svindlari...

vilhjálmur grímsson (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 08:40

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvílík sýndarmennska.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.11.2007 kl. 11:35

4 identicon

SS (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 13:46

5 identicon

Datt í hvort rétt sé að lánstraust fl-group erlendis sé þrotið.  Sá að þeir voru að reyna að véla 7 milljarða frá íslenskum lífeyrissjóðum í einhverju gerviútboði sem ég sá auglýst í vikunni.  Þetta eru sömu aðilar og "eiga" Glitnir ofl. fyrirtæki og ættu að hafa gott aðgengi að "ódýru" erlendu lánsfé en ekki rándýrum íslenskum peningu.  Hvaða svikamilla er í gangi.  Hefur Palli skoðun á þessu. e.s.  2,25% yfir libor er boðið sem bankarni fá í dag.  Ekki ódýrt eða hvað.

Gulli (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 20:33

6 identicon

Nú sé ég fyrir mér að Kompás fari af stað og geri stórúttekt á spillingunni á matvörumarkaðnum.

Reynir Traustason gerir mann út af örkinni til að vinna “undercover” í Bónus í heilt ár. Svo kemur svæsin greinarflokkur um það hvernig matvörukeðjurnar teyma almenning á asnaeyrunum.

En lítill fugl hvíslar að mér að þessi framtíðarsýn mín geti ekki átt sér stað!

Hvers vegna skildi það vera?

Ljónsmakkinn (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband