Miðvikudagur, 31. október 2007
Háttvísi, prentfrelsi og tíu ég-má-ekki-segja
Þegar afríski kunninginn sagði mér reynslu sína gaf ég mér að sundlaugarvörðurinn hafi tekið hann fyrir vegna hörundslitarins og varð miður mín. En það getur allt eins verið að framkoma hans skýrist af því að kunninginn hafi farið beint úr búningsklefanum til laugar og starfsmaðurinn talið sér skylt að benda útlendingnum á hér á landi þvær fólk sér áður en það fer ofaní sundlaugina. Víða erlendis hoppa menn útí og þvo sér kannski eftrá.
Frásögnin rifjaðist upp vegna viðbragða við útgáfu á barnabók sem auðveldlega má skilja sem kynþáttaáróður en er jafnframt hægt að lesa sem gamla framandi sögu ætlaða íslenskum börnum sem bjuggu sum hver í torfbæjum þegar fyrsta útgáfa leit dagsins ljós.
Umræðan um endurútgáfu á Tíu litlu negrastrákum er stöðubarátta þar sem tekist er á um mörk, annars vegar prentfrelsis og hins vegar háttvísi. Þeir sem býsnast hvað mest yfir skorti á háttvísi ættu kannski að minnast þess að án prentfrelsis væri tómt mál að ræða um hvað sé boðlegt og hvað ekki. Það væri vitanlega bannað.
Athugasemdir
Þessi umræða sést best á nýlegri frétt í dagblaði sem sagði frá því að íslensk kona væri vonsvikin vegna útgáfu þessarar bókar. Í fréttinni stóð orðrétt að konan ætti “blönduð börn”. Í þessari frásögn blaðsins eru faldir svo stækir fordómar að maður hlýtur að spyrja sig hvaðan þeir koma. Eða hefur einhver sagt um Bubba og Tolla Morthens að þeir væru blönduð börn? Eða hvað er fólk eiginlega að hugsa þegar það skrifar svona frétt? Eru til öðruvísi börn en blönduð? Eingetin kannski? Hvenær eru börn blönduð og hvenær eru þau ekki blönduð? Hvar vill fólk setja mörkin? Í Miklagarði kannski?
Arnþór Jónsson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 09:00
vil benda á góða umfjöllun um sama efni:
http://blog.central.is/gautieggertsson?page=comments&id=3363126
inga (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 11:10
Hver var að tala um að banna bækur fíflið þitt?
Láki (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 05:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.