Jóhannes í Bónus og áfengið

Bónusverslunin er áhugasöm um að selja landsmönnum áfengi og rekur auglýsingaáróður í fjölmiðlum í því skyni. Hér á mlb.is eru auglýstar viðhorfskannanir Bónus þar sem fólk er spurt hvort það vilji að áfengi verði selt í matvöruverslunum. Og fyrst Bónus er að spyrja almenning hlýtur að vera í lagi að almenningur spyrji Bónus.

Undirritað eintak af almenningi vill beina þeirri spurningu til Jóhannesar Jónssonar stofnanda Bónus og helsta eiganda hvort hann telji samfélagsbót að auka aðgengi almennings að áfengi. Þá er Jóhannes spurður að því hvort hann sé þeirrar skoðunar að það sé fjölskylduvænt að stilla upp áfengi við hliðina á nauðsynjavöru.

Einnig mætti Jóhannes svara þeirri spurningu hvort maður hætti að kunna að skammast sín þegar maður kemst í álnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Yngra fólkið í Sjálfstæðisflokknum mun launa félaga Johannesi alla prófkjörsgreiðana ríkulega á Alþingi okkar almennings.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.10.2007 kl. 15:03

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Einhver talaði um ópíum fyrir alþýðuna - virðist enn í fullu gildi...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 27.10.2007 kl. 17:47

3 identicon

Sælir

Mín tilfinning er sú að fólk vill halda núverandi fyrirkomulagi, þ.e. ÁTVR sjái eingöngu um sölu áfengis.

mbk.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 18:42

4 identicon

Sæll Páll.

Þó að þú kunnir ekki með áfengi að fara þá er ástæðulaust að við hin gjöldum þess.

Það sem einkennir þessa umræðu er að fólk sem ekki hefur stjórn á sér þó það sjái vínflösku í matvörubúð heldur að það gildi um alla.

Not so my friend.

Menn verða að geta tekið ábyrgð á sér sjálfir.

Takk annars fyrir fína pistla.

Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 21:28

5 Smámynd: Ár & síð

Og hvernig ætli þeim verði þakkað sem berjast sem ákafast fyrir frumvarpinu?

Ár & síð, 27.10.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband