Spyrnt við ofríki auðmanna

Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að ná áttum. Æ fleiri sjálfstæðismenn vilja spyrna við fótum gegn upphleðslu auðs og valda hjá fámennum hópi manna sem kunna sér ekki hóf. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins andæfðu sjálftektinni á eigum Orkuveitunnar og Halldór Blöndal fyrrum þingmaður og ráðherra skrifar varnaðarorð í Morgunblaðið um að almannavaldið haldi vöku sinni.

Stjórnmálaflokkar ættu að vera sverð og skjöldur almennings gegn auðmannaliðinu. Þeir hafa þó sumir brugðist því hlutverki, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin sérstaklega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hér er seint í rassinn gripið.

Kom Guðlaugur Þór nokkuð við sögu í undirbúningi þessarar sameiningar?

Árni Gunnarsson, 22.10.2007 kl. 16:07

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það er spurning hvort Sjálfstæðisflokkurinn er að lenda í sömu stöðu og sumir galdramenn fyrri tíma. Það versta sem þeir lentu í var að vekja upp draug, sem snérist svo gegn þeim sjálfum.

Þórir Kjartansson, 22.10.2007 kl. 17:47

3 identicon

Í dag var ég að flakka á milli stöðva á útvarpinu,í bílnum.Þar heyrði ég í Birki Jón Jónssyni,framsóknarmanni, á útvarpi Sögu í viðtalsþætti hjá Arnþrúð. iEn þar sagði hann blákalt að í Sjálfstæðisflokknum væru hinir mestu auðhyggjumenn og verndarar heildsalana og að Sjálfstæðisflokkurinn væri verndari peningaaflana í landinu.Tek undir orð Árna Gunnarssonar hér ofar á síðunni. En einhvern tíma heyrði maður að maður eigi aldrei að segja aldrei,(of seint).

Jensen (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 22:06

4 identicon

Ef að Svandísarnefndin klárar vinnuna sín í alvöru,  þá lendir hún á skrifborðinu hans Guðlaugs Þórs.

Eða brotlendir, ef þau hafa ekki bein í nefinu. Þar byrjaði málið.

Persónulega held ég ekki að hann sé óheiðarlegur stjórnmálamaður en þetta mál þarf að skoða frá upphafi. Voru fleiri plataðir en Villi, til dæmis? 

Í flestum siðmenntuðum ríkjum værum við að horfa upp á óháða, þingnefndar- eða lögreglurannsókn.

Til þess að sýna jafnt fram á sekt eða sakleysi ..... fá sannleikann upp á borðið. Eitthvað sem enginn stjórnmálamaður ætti að óttast eða láta trufla störf sín.

skúmur (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 00:40

5 Smámynd: Kristján Pétursson

Ekki veit ég hvort Sjálfstæðisfl.í heild sinni sé að ná áttum gegn ofurvaldi auðhyggjunnar,en rétt er að nokkrir lykilmenn flokksins vilja að  "almannavaldið" haldi vöku sinni.Hins vegar hefur enginn flokkur í gegnum tíðina lyft auðmannaklíkunum hærra en einmitt Sjálfstæðisfl.Stundum þurfa menn að líta sér nær í pólutíkinni til að ná áttum.

Kristján Pétursson, 26.10.2007 kl. 21:58

6 identicon

Þarna kemur fram viðhorf sem á eftir að hafa mikla þýðingu á Íslandi.  Tengsl Íhalds og atvinnulífs/stærstu fyrirtækja er ekki lengur eins og var allt frá upphafi íslenska flokkakerfisins.  Íhald er að missa jarðsambandið í atvinnuhlífnu, er farið að gagnrýna auðmenn, og verður í framtíðinni pópúlistískur hægriflokur, sem sækir fylgi sitt til óánægða mannsins á götunni.  SF á hins vegar eftir að styrkjast, sem valdaflokkur, vegna tengsla sinna við hina nýríku.

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband