Oddaleikur í nótt

Boston Red Sox hafa unniđ tvo leiki í röđ gegn Cleveland Indians og jafnađ úrslitarimmuna um Ameríkudeildina í 3-3. Í nótt er úrslitaleikurinn og fer hann fram á Fenway Park í Boston.

Í gćr var ţjóđhátíđarstemning í Boston ţegar Curt Schilling tók hólinn í gćr, en hann brenndi sig í vitund hafnarboltafólks ţegar hann spilađi međ blćđandi ökklasár 19. október 2004 í leik sex gegn New York Yankees og vann leikinn.

Schilling er kominn á fimmtugsaldur og hendur kastara fara ađ gefa eftir á ţeim aldri. En hann klárađi sjö lotur og var mađurinn á bakviđ 12-2 sigur.

Hin hetja kvöldsins var J.D. Drew sem sló alslemmu í fyrstu lotu og fćrđi heimamönnum forystu, 4-0. Drew hefur átt erfitt tímabil en ţađ er allt fyrirgefiđ núna.

Daisuke Matsuzaka, Dice-K, kastar í nótt fyrir Boston og hann hefur veriđ mistćkur, kippt útaf í fjórđu lotu í leik 3 sem tapađist.

Ţađ má alltaf vona.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og vonin rćttist! 11-2 ekki svo slćmt ţađ og nú eru ţađ Klettafjöllin og unglingarnir. Ţetta verđur skemmtileg "World Series" Hvernig ţýđir ţú ţađ?

Katrín Frímannsdóttir (IP-tala skráđ) 22.10.2007 kl. 17:14

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sćl Kata, ég hef kalla World Seris Heimsseríuna, en er alveg til í betra orđ ef ţú lumar á ţví.

Páll Vilhjálmsson, 22.10.2007 kl. 17:32

3 identicon

Nei, ég hef ekki góđa ţýđingu á ţessu enda hálfgert öfugmćli ţar sem restinni af heiminum er ekki bođiđ til veislunnar og ţví ekki hćgt ađ kalla ţetta heimsmeistarakeppni. Kannski ţora ţeir ekki ađ bjóđa Kúbu og Japan, ţeir gćtu reynst hćttulegir sjálfsálitinu eins og reyndar sannađist í fyrravetur ef ég man rétt. Ég hugsa máliđ.

Katrín Frímannsdóttir (IP-tala skráđ) 23.10.2007 kl. 14:30

4 Smámynd: Boston Red Sox

Jćja, ţetta hafđist hjá okkar mönnum.

Nú virđist Wake ekki geta tekiđ ţátt gegn Colorado, hvern viltu sjá í hans stađ? Tavarez, Snyder eđa jafnvel Clay hinn unga? Julian fćr mitt atkvćđi.

Boston Red Sox, 23.10.2007 kl. 23:26

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

já, Dice-K rak af sér slyđruorđiđ. Tavarez er líklegast öruggasti kosturinn. Ég er ţó hálf hissa ađ sjá ekki nafn Lesters ţarna. En Clay vćri náttúrulega mest spennandi ađ sjá; myndi hann bogna, brotna eđa standa keikur?

Páll Vilhjálmsson, 23.10.2007 kl. 23:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband