Kaupþing skrifar afkomuspá samkvæmt pöntun 365

Í hálffimm fréttum Kaupþings í gær er afkomuspá fyrir 365 hf. og gæti hún sem best verið skrifuð af blaðafulltrúa 365 en ekki greiningardeild banka sem vill láta taka sig alvarlega. Greiningardeildir banka, skyldi maður ætla, greina staðreyndir og af þeim ætti að fljóta greining sem byggir á mikilvægustu atriðunum er varða rekstur viðkomandi fyrirtækis.

Í hálffimm fréttum Kaupþings í gær er í afkomuspá fyrir 365 hf. sleppt og huglægt mat látið leika lausum hala, líkt sérfræðingateymi Kaupþings hafi verið á mála hjá 365 hf. þegar það skrifaði greininguna.

Við fyrsta augnakast er greining Kaupþings trúverðug. Það er fjallað um líklega afkomu fjölmiðlafyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi og fyrirsjáanlega afkomu á þeim fjórða.

Það stingur þó í augu að ekki er fjallað um einkennilegu stöðu almenningshlutafélagins 365 hf. að stærsti eigandinn, Baugur, skutlar eignum inn og út úr félaginu eftir hentugleikum. Erlendar eigur, sem og dagblöð og tímarit hér heima, hafa rúntað inn og aftur út úr bókhaldinu og skyldi ætla að greining á fyrirtækinu nefndi það.

Huglæg afstaða Kaupþings til 365 hf. kemur þó hvað gleggst fram í síðustu setningu greiningarinnar. „Einnig búumst við við því að góð innlend dagskrágerð skili auknum tekjum til félagsins á árinu."

Það eru til einfaldar aðferðir til að greina hversu gott áhorf sjónvarp 365 hf. fær. Og fyrst á annað borð að dagskráin er nefnd þá er þögnin hrópandi í greiningunni sem umlykur þann milljarð króna sem fór í að tryggja sjónvarpsréttinn á ensku knattspyrnunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ben Þorsteinsson

Ert þú í betri aðstöðu til að greina fyrirtækið? Þú ættir kannski að gefa út þína spá!

Einar Ben Þorsteinsson, 20.10.2007 kl. 20:28

2 identicon

Einar Ben, þetta komment er dágott hjá þér. Mega þeir sem eru í góðri aðstöðu til þess gefa út hvaða bull sem er og kalla það afkomuspá? Er svo bannað að finna að þvættingnum ef maður er ekki starfsmaður banka? Það er greinilegt. Haltu endilega áfram að reyna að vera sniðugur.

Annars er þetta ekkert minna en sprenghlæilegt: „Einnig búumst við við því að góð innlend dagskrágerð skili auknum tekjum til félagsins á árinu."

gummi (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband