Fimmtudagur, 18. október 2007
Rauðsokkar upp við vegg
Boston Red Sox unnu fyrsta leikinn um sigurinn í Ameríkudeildinni gegn Cleveland Indians en töpuðu síðan þremur í röð. Það þarf fjóra sigurleiki til að taka deildina og komast í Heimsseríuúrslitin.
Josh Beckett tekur hólinn í Cleveland í kvöld, en hann vann fyrsta leikinn. Þótt hann klári leikinn í kvöld er ólíklegt að það dugi til. Það verður að segjast eins og er að Indjánarnir hafa leikið meira með hjartanu en Rauðsokkar. Vinnist leikurinn í kvöld fer keppnin aftur heim til Boston. En það er einhvern veginn skrifað í skýin að Rauðsokkarnir fari ekki áfram úr þessari leikjahrinu.
Í apríl hefst næsta tímabil.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.