Þriðjudagur, 16. október 2007
Áfengi er heilbrigðisvandamál
Þau rök eru léttvæg að um skerðingu á einstaklingsfrelsi sé að ræða. Við sem einstaklingar búum við margskonar höft vegna almannahagsmuna. Hraðatakmarkanir í umferðinni og hömlur á byssueign eru í þágu almannahags, þótt hvorttveggja skerði rétt einstaklinga að aka eins greitt og aðstæður bjóða og munda vopn.
Þá er hún frekar hol kenningin um að einkarekstur eigi að taka við opinberum rekstri þar sem því er við komið. Einkarekstur á Íslandi er í vaxandi mæli fákeppnisrekstur ef ekki beinlínis einokun.
En þingmennirnir 17 eru ekki af baki dottnir og hafa látið sér til hugar koma fádæma snjöll rök fyrir sölu áfengis í matvöruverslunum: Það myndi auka ferðamannastrauminn til landsins.
Maður verður stúmm.
Hér er tengill á frumvarpið og greinargerð.
Athugasemdir
Takk fyrir þetta - hafa þessir 17 menningar ekkert þarfara að gera í þágu almennings og hverra erinda ganga þeir? Í mínum huga fer trúverðugleiki íslenskra stjórnmálamanna þverrandi og eru margir hverjir augljóslega að misskilja hlutverk sitt sem kjörnir fulltrúar fólksins í landinu...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 16.10.2007 kl. 08:57
Mér finnst staðhæfing þín um að þetta muni auka neysluna frekar djörf. Hefurðu eitthvað fyrir þér í því? Er ekki alveg eins möguleiki að þetta muni minnka neysluna til lengri tíma, að fólki læri að umgangast áfengi á annan hátt en það gerir í dag. Alkóhólismi er stórt vandamál einsog staðan er í dag og mun halda áfram að vera það ef engu er breytt, það er nokkuð ljóst. Er þá ekki þess virði að reyna aðrar leiðir og sjá hvaða áhrif það hefur? Ég held að við getum lært af öðrum evrópuþjóðum hvað þetta varðar, í löndum þar sem léttvín er selt í búðum virðist drykkja ekki eins stórt vandamál og á Íslandi. Fólk safnast þar ekki saman í miðbænum um helgar einsog á Íslandi og lemur hvort annað. Í milljónaborgum er ró og spekt allar helgar. En í smábænum Reykjavík, þúsundir í miðbænum, allir blindhaugafullir í tómu rugli. Hvað er það? Gæti það verið tengt þeim boðum og bönnum sem hafa verið hér á áfengi í gegnum tíðina?
Haraldur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 09:45
Tek undir með honum Haraldi og spyr þig hvað þú hefur fyrir þér í þeim efnum að neyslan muni aukast?
Ég hef það allavegana staðfest (reyndar af sjálfum mér) að eftir að ég flutti til Danmerkur fyrir rétt rúmu ári síðan, þar af leiðandi hef ég mun meiri möguleika á að redda mér bjór og léttvíni bæði í matvöruverslunum, íþtóttarhúsum eftir æfingu og á ganginum hjá mér á kollegiinu mínu, þannig til að redda mér bjór þarf ég ganga eins og 24-27 skref, ég hef alls ekki aukið drykkju mína hér í landi danans, þvert á móti hef ég lagað drykkju mína til muna, og finnst mér voðalega gaman að kíkja út með vinum á bar eða í heimsókn til einhvers og fá mér 2-3 bjóra og fara síðan heim, fyllerí og vitleysa hefur minnkað til muna!
En aftur á móti verð ég hræddur um að úrval á léttvínum og bjór muni minnka til muna og að aðgengi að sterku áfengi muni versna sömuleiðis þar sem ÁTVR getur ekki staðið undir einungis sölu á sterku áfengi því það er lítið sem ekkert verslað af því (hef unnið í áfengisverslun tala af reynslu) Og það sem er um ver er að ég tel að áfengi muni hækka í verði því að ÁTVR (áfengis og tóbaksverslun ríkisins) leggur voðalega lítið á vörurnar, það er áfengisskatturinn og aukaskattar á áfengi frá ríkinu sjálfu sem gerir það að verkum að áfengi á Íslandi sé svo dýrt, það þarf að lækka það.
Þannig ég er gott sem sammála þér með að hafa þetta bara í ÁTVR, en alls ekki sammála þér af eigin reynslu að fólk á íslandi muni fara drekka einhvað mikið meira, enda varla hægt.
Kveðja frá Danaveldinu
Kristinn Guðmundsson
Kristinn Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 10:02
Ég er alfarið á móti þessu. Hélt nú að Ágúst Ólafur hefði verið kveðinn í kútinn um daginn í kastljósinu með þetta mál.
Frjálshyggjupiltar verða að átta sig á því að þeir sem valda heilsufars og félagslegum vandamálum sem fylgja aukinni áfengisneyslu eru sjaldnast þeir hinir sömu og standa straum af kostnaðinum sem hlýst af aukinni neyslu.
Danir og Svíar hafa verið að bera saman orsök/afleiðingar af því sem hefur gerst síðan 1970 þegar Danir fóru að breyta kerfinu hjá sér til aukins frjálsræðis. Þá var vínandaneysla pr. mann sú hin sama. Í dag eru svíar með neyslu upp á 6 lítra af hreinum vínanda á ári, danir með 12 lítra. Lífslíkur Dana eru 4 árum skemmri en Svía. Dauðsföll af völdum skorpulifur hefur aukist um 120% í Danmörku síðan 1970 þegar þeir fóru að breyta kerfinu fyrir alvöru hjá sér.
Vandamálið með svona frumvörp eru oft að þeir sem eru að leggja þau fram eru oftar en ekki fólk sem hefur lítið siglt og veit lítið um það sem gerist fyrir utan landsteinana. Lögfræðingar í mörgum tilfellum (hvað eru þeir margir 17 menningarnir sem er þannig ástatt fyrir?).
Höldum áfram að reyna að takmarka áfengisdrykkju eins og kostur er, án þess að vera með einhvern fasisma í þeim efnum. Erum að vinna vel í að takmarka reykingar og hvetja til hollari lífshátta. Það væri verið að fara á svig við þau markmið með svona aðgerðum eins og að auka áfengisneyslu. Við þurfum þetta ekki.
Jón (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 10:18
Góðan daginn og takk fyrir þennan pistil Páll, gæti ekki verið þér meira sammála.
Við Kristinn og Harald langar mig að segja að Páll þarf ekki að birta neinar tölfræðilegar rannsóknir á að aukið aðgengi að áfengi þýði aukin neysla, það er staðreynd.
Ég skora á ykkur að kynna ykkur reynslu Finna í þessum efnum þar sem neysla áfengis er orðin þvílíkt vandamál að þeir standa ráðþrota, þeir prófuðu þetta. Þegar maður þekki hörmungar vegna áfengisneyslu úr sínum nánasta garði og af eigin skinni verður maður eins og spurningarmerki í framan þegar maður les um svona tillögur eins og þessa að auka aðgengið að áfengi.
EF menn vilja ,,hjálpa" ferðamannaiðnaðinum í þessu sambandi þá er besta að lækka verðið á áfengi til veitingamanna og á þann hátt ná smásölu verðinu eitthvað niður.
Smá pæing:
Við viljum halda verði á áfengi uppi þar sem það dregur úr neyslunni. EN núna vilja þessir sömu menn auka aðgengi að áfengi sem eykur neysluna, flott rök.
Ég á vini í ,,stóra leynifélaginu" sem þurfa að berjast á hverju degi við líf sitt og þeirri staðreynd að áfengi heldur þeim í heljargreipum og ef það væri við hliðina á pastanu í búðinni (þeir þurfa líka að borða) þá myndi það auka mikið líkurnar á ,,falli".
ÞETTA ER EKKI DJÓK, HELDUR DAUÐANS ALVARA.
Ég hef á síðustu þremur mánuðum farið í tvær jarðafarir hjá ungum mönnum (40) sem drukku frá sér lífið, mönnum sem litu vel út og gekk vel í skóla.
Ég skora á alla bloggara að láta í sér heyra um þetta mál.
Mbk frá Ibiza, það rignir hér núna :(
Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón Sigurðsson, 16.10.2007 kl. 10:19
Ég hef stunda viðskipti á matvörumarkaði og einnig flutt inn vín. Lengi vel var ég þeirrar skoðunar að rétt væri að leyfa sölu á bjór og vínum í matvöruverslunum. Núna hef ég hinsvegar skipt um skoðun. Aðalástæðan fyrir að ég hef skipti um skoðun er sú að ég er þess fullviss að með þessari breytingu þá muni framboð á þessum vörum verða mun fátæklegra og verð munu yfir lengri tíma séð hækka. Verslanir mun einbeita sér að mest seldu vörunum á kostnað fjölbreitileikans auk þess sem verslanuirnar munu aldrei sætta sig við jafn lága álagningu og er í ÁTVR verslununum. Vegna smæðar markaðarins mun þetta síðan leiða til þess að ekki verður rekstrargrundvöllur fyrir sérverslanir með vín þar sem hægt verður að fá eitthvað annað en mestu seldu vörurnar sem gefa af sér mesta framlegð. Mín afstaða byggis því fyrst og fremst á neytendasjónarmiðum.
Kiddi (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 12:00
"Í milljónaborgum er ró og spekt allar helgar." segir Haraldur
Hvað ætli hann hafi fyrir sér í því? Ég hef ekki orðið vör við þessa einstöku lýsingu þarsem ég hef verið erlendis (sá t.d mann barinn í London um miðja nótt af drukknum manni og í litlum borgum á Bretlandi er víða mjög mikið drykkjustand) , og fyrir nokkrum árum var miðborg Reykjavíkur ekki þetta ofbeldisvandamál sem hún er víst í dag, eftir að opnunartími skemmtistaða var gefinn frjáls.
halkatla, 16.10.2007 kl. 13:57
Thu hefur her fundid astæduna fyrir ofdrykkju og theim heilsufarsvandamalum sem ad henni fylgir. Thad er adgengi ad afengi. Ronar drekka samt læknaspira og krakkar undir tvitugu landa. Allir their sem vilja utvega ser afengi gera thad. Burtsed fra vinbudum eda utsolustodum vins.
Eg vidurkenni thad fuslega ad eg er ofdrykkjumadur. Fyrrverandi teas. Eg hef semsagt reynslu af thvi ad drekka fra mer næstum thvi allt. Thad kom adgengi ad afengi ekkert vid ad eg gerdi thetta heldur sjukdomur sem nefnist alkoholismi.
Alkar munu redda ser afengi sama hvad thad kostar og thad mun ekki breytast. Heilar landsmanna munu heldur ekki stokkbreytast vid thad ad vin se selt i matvorubudum.
Enda a ekki ad horfa a ofdrykkjumennina heldur hinn venjulega borgara. Thad a ekki ad banna folki ad fara ut ur husi, bara vegna thess ad sumir fara ut ur husi til ad naudga, berja og selja dop.
Hinn venjulegi borgari a rett a thvi ad thurfa ekki ad borga okurverd hja rikisrekinni verslun vegna thess ad eg drakk mer til obota.
ps. eg by nu i danmorku og thar er afengi upp um alla veggi i ollum budum en ekki synist mer ad astandid se neitt verra her en annars stadar, teas. Reykjavik
Gústaf Hannibal Ólafsson (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 15:01
Held að ég geti tekið undir flest sem Gústaf nefnir hér á undan. Mér finnst ótrúleg þröngsýni og afturhaldssemi einkenna marga sem halda að allt fari til fjandans ef maður getur gripið með sér rauðvínsflösku með nautasteikinni í Hagkaup.
Einnig tel ég að þetta verði okkur til bóta sem menningarsamfélag enda hafa boð og bönn oftast þveröfug áhrif á markaðinn sbr bjórbannið. Man ekki betur en flestir hafi átt smyglaðann bjór í den og fólk var að brugga í bílskúrnum. Verðum að hætta þessari fortíðar forræðishyggjuruglumbulli!
Ef markaðurinn vill vín í búðum þá á að leyfa það. Stjórnvöld geta séð um löggjafavaldið og aðhaldið eins og þeim ber að gera.
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 15:47
Er sammála þér að boð og bönn upp að ákveðnu marki eru ekki til góðs. Lýðræði felst hins vegar ekkert endilega í því að allir fái að gera það sem þeim sýnist. Svoleiðis fyrirbæri er kallað anarkismi og hefur aldrei virkað, mun aldrei virka heldur.
Það þarf ekki talnaglöggan mann til að sjá hversu mikið bjórneysla hefur aukist eftir að bjór var leyfður í ATVR fyrir tæpum 20 árum. Neyslan hefur margfaldast.
Líklega eru afleiðingarnar ekki alveg farnar að skila sér enn í auknum kostnaði við heilbrigðisþjónustu, en það skilar sér bráðlega, þið þurfið engar áhyggjur að hafa af því.
Var hlynntur því engu að síður að bjór ætti að selja í ATVR á sínum tíma. Taldi það vera mikla mismunun að sumir gætu keypt bjór t.d. þeir sem ferðuðust mikið, en aðrir ekki. Það er hins vegar engin mismunun í gangi í dag. Þeir sem eiga peninga geta keypt bjór.
Okkur er alveg óhætt að skoða hvað óheft aðgengi hefur á neyslu. Það er bein fylgni þarna á milli. Danir drekka t.d. miklu meira en Svíar, neyslan í Danmörku er 100% meiri en í Svíþjóð og hefur munurinn aukist eftir því sem aðgengi hefur verið aukið í Danmörku.
Finnar fóru úr ATVR skipulaginu (held þeir hafi kallað þetta ALKO þar) og yfir í danska kerfið. Finnar eru gjörsamlega ráðþrota þessa dagana og eru að finna leiðir út úr ógöngunum. Hvergi er meira um drykkjumenn sem eru stór baggi á heilbrigðiskerfinu og skila engu í framleiðslu í þjóðfélaginu á aldrinum 20-35 ára eins og í Finnlandi.
Þetta snýst um annað og meira en að geta keypt sér "rauðvín með steikinni" eins og Sigurður Kári sagði í Kastljósinu áðan. Það má ekki tala um svona hluti af eins miklum hálfkæringi og Sigurður Kári talar. Hann gæti endað í svipuðum vandamálum og flokkssystkin sín í Rvk sem urðu vís að því að kynna sér málin ekki nægilega vel, og fengu rauða spjaldið. Sigurður Kári og co. gætu lent í þeirri krísu að verða stimplaðir korktappar vegna þess að þeir kynntu sér ekki málin nægilega vel áður en þeir héldu af stað í þennan leiðangur. Spurning um að kynna sér hlutina, hugsa fyrst og tala svo áður en menn fara af stað með svona alvarlega hluti.
Jon (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 20:22
Ég hef enn ekki séð nein skynsamleg rök fyrir því að fara að selja áfengi í matvörubúðum, mér finnst það alls ekkert nauðsynlegt. Ef mig vantar rauðvín, þá fer ég í Ríkið....
Jónína Dúadóttir, 16.10.2007 kl. 21:58
Þetta hljómar eins og brandari vikunnar! Eflir straum ferðamanna til landsins hvað!! Átti bjórinn ekki að trekkja líka á sínum tíma? Alla vega gátum við tekið stolt á móti túristum þegar við loks hættum að selja bjórlíkið
Hvernig munum við svo takmarka sölu vínanda til unglinga þegar það eru mest unglingar sem afgreiða í matvöruverslunum. Það þarf sterk unglingabein til að standa í jafnöldrum sínum. Ekki viljum við auðvelda aðgengi unglinga að áfengum drykkjum, nógu auvelt er það fyrir.Það er augljóst að heilbrigðiskerfið gæti verið mun ódýrara ef ekki væri öll þessi neysla á löglegum vímugjöfum, áfengi og tóbaki. Ég gæti ímyndað mér að heilbrigðiskerfið gæti verið helmingi ódýrara ef ekki væri ofneysla vímugjafa. Á hverju ári leggst inn stór hópur sjúklinga sem eiga annað hvort við líkamlega eða andlega vanheilsu að stríða eða hvort tveggja sem má rekja til óábyrgs lífernis. Íslandsbúar og einnig erlendir ferðamenn leggjast inn á "hátæknisjúkrahúsið"!
17 menningarnar ættu að einbeita sér að mikilvægari málefnum á þingi en að tuða um það hvort eigi að selja áfenga drykki í Bónus eða Krónunni.
Til dæmis eru mörg málefni aldraðra í mesta ólestri. Margir aldraðir bíða við óbærilegar aðstæður eftir vistunarúrræðum svo ég nefni ekki meira.
Hvað er að því að ríkið taki þátt í samkeppni eða einkavæðingin keppi við ríkið? Ég bara spyr.
Jóhanna Garðarsdóttir, 17.10.2007 kl. 00:37
"Lýðræði felst hins vegar ekkert endilega í því að allir fái að gera það sem þeim sýnist. Svoleiðis fyrirbæri er kallað anarkismi og hefur aldrei virkað, mun aldrei virka heldur." Var ekki að tala um anarkisma enda tók ég skýrt fram að stjórnvöld ættu að sjá um löggjöfina og aðhaldið eins og þeim ber í einu og öllu.
"Það þarf ekki talnaglöggan mann til að sjá hversu mikið bjórneysla hefur aukist eftir að bjór var leyfður í ATVR fyrir tæpum 20 árum. Neyslan hefur margfaldast." Auðvitað hefur bjórneyslan margfaldast eftir að hún var seld í átvr, HÚN VAR BÖNNUÐ MANSTU?!
Langar samt að benda á að mín reynsla af þessum málum er sú að þegar bjórinn var bannaður og áfengið var skilgreind sem þessi tabú neysluvara þá fannst okkur félögunum gríðarlega spennandi að nálgast þessa vöru. Hvort sem það var landinn eða með millilið sem verslaði fyrir okkur í ríkinu. Stórefast um að maður hefði fundist þetta svona spennandi ef vínmenningin okkar væri komin á alþjóðlegt stig. Ég segi, færum áfengisaldurinn niður í 18ár og seljum léttvín í verslunum.
"Ef mig vantar rauðvín, þá fer ég í Ríkið...." Farðu í ríkið á sunnudegi eða miðvikudagskvöldi kl 20 ef þig langar í rauðvín. Heyrðu nei, það er lokað þá. Það er reyndar ekki aðalatriðið. Það sem er aðalatriðið er að með því að meðhöndla áfengið með þessum hætti þá virkar það mun meira spennandi og eftirsóknarverðara í augum unglinga. Man eftir því í bjórbanninu að þegar einhver kom að utan þá var ráðist á viðkomandi og rifinn af honum bjórkassinn. Hættum að vantreysta almenningi!
"Á hverju ári leggst inn stór hópur sjúklinga sem eiga annað hvort við líkamlega eða andlega vanheilsu að stríða eða hvort tveggja sem"
Ertu þá að segja að núverandi ástand sé svo slæmt að það megi alls ekki selja léttvín í matvöruverslunum? Hvers konar rökleysa er þetta? Fólk með áfengisfíkn reddar sér áfengi hvort sem það er selt í ríkinu, 10-11 eða bensínstöðvum. Hættum að vantreysta almenningi!
Hins vegar má segja að ríkið standi sig nokkuð vel í rekstri vínbúðanna. Mikið úrval af vínum eru á boðstólnum og góð og lipur þjónusta oftast.
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 10:30
Tek undir með Gústafi og Svavari. Alkóhólistar munu alltaf verða sér úti um áfengi. Einsog staðan er í dag eiga þeir auðvelt með það og það mun haldast óbreytt. Að selja áfengi í ATVR hefur engin áhrif á það. Almenningur á ekki að þurfa að gjalda fyrir þeirra misgjörðir.
Við Önnu Karen vil ég segja að ég hef ferðast ansi víða, bæði um Evrópu, Asíu og Bandaríkin. Nú bý ég í Hollandi og það er áberandi lítil drykkja hér miðað við Ísland. Þegar fólk fer út fær það sér 2-3 bjóra en ekki 6-8 einsog heima. Miðað við fólksfjöldann hérna er ótrúlegt að ekki skuli vera meira vandamál með áfengi, sérstaklega ef maður ber það saman við ísland sem telur 300.000 hræður. Nýlega var ég í Tókýo, 14 milljón manna borg, á fáum stöðum hefur mér fundist ég jafn öruggur að ganga um að kvöldlagi í miðbænum. Svipaða sögu hef ég að segja frá fleiri Asíuborgum sem ég hef komið til og frá flestum Evrópuborgum sem ég hef komið til, sem nota bene eru oftar en ekki stærri en Reykjavík.
Við Sigurjón vil ég segja að það þarf ekki nauðsynlega að vera beint línulegt samband á milli aðgengi og neyslu. Það er ekki endilega þannig að aukið aðgengi þýðir aukin neysla. Til dæmis er talað um það að kannabisneysla í Hollandi er minni en í nágrannalöndunum, þrátt fyrir að það sé löglegt í Hollandi og öllum yfir 18 aðgengilegt.
Ekki gleyma því að umræðan snýst um að leyfa sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum. Með því að gera það gætum við mögulega fært neysluna úr þessari brjálæðislegu "binge drinking" helgarneyslu í jafnara munstur með minni drykkjulátum og óspekt helgar. Þar að auki sýna rannsóknir að hófleg drykkja rauðvíns er holl, s.s. eitt glas á dag hefur fyrirbyggjandi áhrif á Alzheimer og hjartasjúkdóma. Hins vegar er ekki hollt að hella í sig heilli flösku! Það er því til mikils að vinna fyrir Íslendinga að breyta áfengismenningunni og koma henni í hóflegra form.
Haraldur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.