Vinstrifylking auðmanna

Látum vera að lítilsigldur loddari eins og Björn Ingi Hrafnsson sé handbendi gömlu SÍS-klíkunnar með Finn Ingólfs et. al. innanborðs. Og Samfylkingin hefur sýnt að henni er ljúft að þjóna hagsmunum auðmanna þótt almannahagur líði fyrir; ef völd eru í boði. En vinstri-grænir skyldi maður ætla að gætu staðið í ístaðinu gagnvart frekjulegri ásælni nýríku nonnanna í almannaeigur.

Því miður eru teikn á lofti um að samningar um afsal á gögnum og gæðum Orkuveitu Reykjavíkur til áhættufjárfesta gangi fram í skjóli nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.

Vinstrimenn með snefil af sjálfsvirðingu eiga hvergi heima, verði sú reyndin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég held að þú hafir nú greipt á kýlinu Páll. Góð lýsing á ástandinu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.10.2007 kl. 00:54

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Þarna get ég tekið undir mð þér. Nú reynir virkilega á að halda hagsmunum eigendana til haga, ekki selja nýtilkominn stuðning fyrir skammtímavöld.

Þórbergur Torfason, 15.10.2007 kl. 01:42

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Páll.

Ég hefi aðeins dreypt á þessum málum undanfarið og sannarlega er nauðsynlegt að skoða þátt Samfylkingarinnar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.10.2007 kl. 02:11

4 identicon

Það er mjög auðvellt fyrir auðmenn að ná tangarhaldi á Framsóknarmönnum vegna þess að þeir eru svo silblindir og samviskulausir.  

Stefán (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 11:24

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það væri nú meiri munurinn ef við Íslendingar mættum í öllum efnum búa við siðgæði sjálfstæðismanna.

Við þurfum ekki annað en horfa til ástandsins í stjórn fiskveiða og fjármagnsins sem streymir í vasa sægreifanna gegnum kvótaleigu og sölu.

Árni Gunnarsson, 15.10.2007 kl. 11:35

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góður pistill Páll. Hvernig viltu haga stjórn fiskveiða Árni frændi Gunnarsson?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.10.2007 kl. 11:44

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Árni fabulerar um tilurð og setningu Fiskveiðistjórnarlagana.

Það voru fulltrúar einmitt Framsóknar, Krata, Komma og allra annarra en Íhaldsins, sem settu þessi lög.

Svoleiðis er þetta nú og ekki verður framhjá þ´vi litið.

Ekkert tjóir, að hengja glæpinn á Íhaldið.

Að vísu mætti segja, að við hefðum löngu löngu síðan átt að afnema þessi lög.  Það hefði veri ð þjóðhollt mjög.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 15.10.2007 kl. 12:05

8 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Einn harðskeyttur Svíi sagði eitt sinn: Fyrirlítið stjórnmálamennina okkar svo stjórnmálin verði ekki fyrirlitleg! Er svo langt gengið hjá okkur?

María Kristjánsdóttir, 15.10.2007 kl. 12:47

9 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Æ! " er svo langt gengið hjá okkur?" kom auðvitað úr íslenskum munni ekki sænskum.

María Kristjánsdóttir, 15.10.2007 kl. 12:48

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Held að svo sé komið María.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.10.2007 kl. 13:48

11 Smámynd: Dunni

Mikið rétt.  Þú stingur á kýlinu.  Alla vega hluta af því.

 BJörn Ingi, loddari, Samfylkingin svikarar.  En ef þú vilt vera trúverðugur í pólitísku umræðuni  verður þú að bæta því við að borgarstjórinn fyrrverandi er lygari og afgangurinn af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins sofandi sauðahjörð sem ekki vinnur vinnuna sína í borgarstjórninni.

 Annars mæli ég frekar með málefnalegra innleggie en þú skrifaðir núna.

Mundu:  Reiður maður er heimskur maður. 

Dunni, 15.10.2007 kl. 19:20

12 identicon

Kastljósið í kvöld var broslegt.Bjarni Ármannsson/Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson.Að horfa á þessa kappa deila um hvor segði satt.Bjarni Ármannsson setti þarna upp mjög svo sakleysislegan svip.Við þurfum erlenda lögreglu/rannsókn á þessum, þjófnaði hjá Orkuveitunni.

Jensen (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 22:49

13 identicon

Er smjörklípisaðferð Davíðs Oddssonar farinn að smita út um allt? Pólitísk umræða þar sem allir eru svikarar, þjófar og glæpamenn, er ekki beinlínis innihaldsrík umræða.

Ég held að borgarfulltrúar reykjavíkur séu yfirleitt ágætis fólk.  Þeir vilja reykvíkingum vel en nálgun þeirra á viðfangsefninu ólík, sem betur fer. Að borgarfulltrúar séu fulltrúar hina eða þessa auðmanna er auðvitað bara bull. Flestir auðmenn landsins eru í Sjálfstæðisflokknum eðlilega. Nokkrir í framsókn. Séu auðmenn teknir með í ákveðin verkefni þá fylgir þeim oft ákveðinn stimpill. 

Með von um innihaldsríkari pólitískri umræðu. 

Sigurður H. Einarsson (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 23:18

14 identicon

Já, ég er alveg sammála Jensen sem segir hér að ofan að það þurfi erlenda lögreglurannsókn á Orkuveituþjófnaðinum. Þessir auðmenn Hannes Smárason, Jón Ásgeir og sérstaklega sá frekasti og gráðugasti þeirra allra, Bjarni Ármannson hafa örugglega komið meira að þessu máli en eðlilegt getur talist. Menn eins og Bjarni Ármannsson láta stjórnast af svo taumlausri græðgi að þeir vilja hafa pólitíkusana í vasanum. Gæti það verið að Björn Ingi sé í vösum þessara manna og gangi erinda þeirra ?  

Stefán (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband