Snökt í sjónvarpsvélar

Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins komst við þegar hann útskýrði fyrir flokkssystkinum sínum og sjónvarpsvélum að sá kostur var óhjákvæmilegur að slíta samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn.

Síðast þegar Björn Ingi komst í hann krappann, í desember á síðasta ári, þegar hann varðist ásökunum um spillingu, fór hann í kirkju og básúnaði það á heimasíðu sinni. Sjá hér umfjöllun.

Fyrst kirkjuferð, síðan opinbert snökt. Næst hlýtur hann að gráta í beinni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já... ég get nú horft á margt í sjónvarpi en þetta snökt var of mikið fyrir mig.

Annars finnst mér hann Bingi eiga meirra sameiginlegt með Benny Hinn og öðrum loddurum úr sjónvarpi.

Alfreð Þorsteinsson tókst að finna sannan arftaka þarna, stutt fellur rottið eplið frá vissinu trénu.

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 22:28

2 Smámynd: Halla Rut

Hann kann þetta. Svo mikið er víst.

Halla Rut , 12.10.2007 kl. 23:59

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Nokkuð sannfærandi og hefði tekist að blekkja ef þetta væri fyrsta krókódílasnöktið.

Þórbergur Torfason, 13.10.2007 kl. 00:34

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Fannst hann flottur, þegar hann faðmaði að sér ,,vin" sinn Alfreð.  Fyrirgefningin er dyggð og hér er sönnun þess, að bæði hann og Alfreð eiga slíkt í ríkum mæli.

Síðustu viðskipti þeirra voru nú með allt öðrum og snubbóttari hætti og orðin sem þeir viðhöfðu, hver um annan, voru nú ekki svona beint uppúr Biblíunni

Miðbæjar--þið vitið

Bjarni Kjartansson, 13.10.2007 kl. 09:52

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þetta var góður 'performance' hjá honum og örugglega vel æft fyrir sýninguna frammi fyrir alþjóð.

Svava frá Strandbergi , 13.10.2007 kl. 11:01

6 identicon

það gerist ekki mikið asnalegra en þegar fólk gerir lítið úr tilfinningum annarra.

Benedikt (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 15:15

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Alfreð og Björn Ingi hafa skaðað stjórnmálamenn almennt með óheiðarleik sínum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.10.2007 kl. 18:16

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Drengurinn var með flensu og varnarkerfið ekki í lagi, hann grét ekki af skömm eða leiðindum, heldur vegna þess að á fundinn kom fullt af fólki sem "trúir honum" þetta voru gleðitár þreytts manns sem átti bara að fara heim og leggja sig.  Faðmlagið var nú með því styrðasta sem ég hef séð, viss um að handaband Davíðs og Óla forseta var eðlilegra hér um árið.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.10.2007 kl. 19:35

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"Orðrétt hljóðaði tillagan sem lá fyrir fundinum þannig: „Lagt er til að Orkaveita Reykjavíkur samþykki fyrirliggjandi samning við Reykjavik Energy Invest hf. um aðgang að tækniþjónustu o.fl og forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur verði veitt heimild til að til undirritunar hans f.h. félagsins“."

Þessu var lauma inn í fundarsamþykktir.

Eru svona embættismenn á vetur setjandi?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.10.2007 kl. 21:19

10 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

"Alfreð og Björn Ingi hafa skaðað stjórnmálamenn almennt með óheiðarleika sínum".....   Hvar í veröldinni hefur þú verið vinur???? Bingi þessi er nú enginn engill, en hann hefur verið með 7 ónytjunga með sér og OR hefur verið undir forsæti "gamla góða" svo einhverjir hafa bakkað Binga upp, hafi hann verið að skaða einhverja....?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.10.2007 kl. 21:55

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Borgarbúar kusu 15 fulltrúa til að fara með umboð næstu 4 árin, gott.

Síðan er myndaður 8 manna meirihluti sem þá kýs borgarstjóra, gott.

Stærsta fyritæki borgarinnar gerir viðskiptasamning við reyndustu fjármálamenn þjóðarinnar og samningurinn felur í sér afsal á helstu verðmætum fyrirtækisins. Borgarstjóri skrifar undir þennan samning sem ritaður var á ENSKU og nokkrir borgarfulltrúar fara að dæmi hans.

Vegna þessa aulalegasta gernings Íslandssögunnar fer allt í bál og brand.

Við vissum ekki hvað við skrifuðum undir! þessu þarna bla bla var haldið leyndu fyrir okkur!

Um hvaða sökudólg eruð þið að tala góðir hálsar?

Sættið ykkur við að niðurstaðan er þessi: Einn prakkari + í það minnsta 7 hálfvitar.

"Laumað inn í fundarsamþykkt!" Er þér alvara Heimir eða ertu bara svona lúmskur húmoristi?

Árni Gunnarsson, 14.10.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband