Rauðsokkar rúlla upp Englunum

Boston Red Sox tóku þrjú núll á Los Angeles Angels og eru komnir úrslit Ameríkudeildarinnar. Josh Beckett lagði grunnin í fyrsta heimaleiknum og hleypti kylfurum Englana hvorki lönd né strönd. Dice-K var nærri búinn að fokka upp öðrum leiknum en bekkurinn og sóknin redduðu honum.

Curt Schilling tók hólinn í kvöld, í fyrsta leiknum á vesturströndinni, og gamli jálkurinn brást ekki. Hann kastaði sjö lotur og fékk ekki á sig stigahlaup. Í fjórðu lotu slógu David Ortiz og Manny Ramirez heimahlaup í beit og með Schilling á hólnum virkaði það traust. Í sjöundu lotu opnuðust flóðgáttir hjá kösturum Englanna og Sox náði sjö stigahlaupum.

Sokkarnir voru níu núll og höfðu efni á því að leyfa svarta sauðnum Eric Gagne að slútta en hann hefur klúðrað öllu sem hægt er að klúðra frá því hann kom til Boston í ágúst. Eiríkur virtist ætla að sólunda enn einu tækifærinu til að sýna að hann kunni að kasta bolta og leyfði hlaup á fyrstu höfn. Til að undirstrika að hann eigi að verma bekkinn lét hann bolta vaða útí bláinn og sóknarmaðurinn komst á þriðju höfn og þaðan var stutt í fyrsta stigið fyrir heimaliðið. Áður en skaðinn varð meiri tók Eiki sig saman í andlitinu og kastaði út tvo síðustu Englana.

Úrslitaserían hefst á föstudag og þar á Boston heimaleik. Í kvöld og nótt berjast Yankees fyrir lífi sínu í borginni sem aldrei sefur en Indjánarnir eru með tvo leiki unna og þurfa einn af þrem til að komast í úrslitin. Í annarri lotu eru Indjánarnir komnir tvö núll þrátt fyrir að Clemens sé á hólnum fyrir heimamenn. Tapist leikurinn verður karlinn í brúinni hjá Yankees, Torres, látinn fara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta verður varla spennandi í ár, Red Sox virðast einfaldlega vera sterkastir. Það verður líka spennandi að vita hvað Torres fer að gera eftir tímabilið. Það var samt skemmtilegt að sjá líf kvikna í Yankees í gærkvöld, en fullseint líkast til.

Við O's stuðningsmenn munum amk. betri tíma - það er klárt.

Sigm. Sig (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 18:06

2 identicon

Það er dásamlegt að lesa þessi skrif þín á íslensku. Eins og þú veist vel þá eru þessi hugtök öll ekki bara til í hornaboltanum heldur eru þau hluti af daglegu tungutaki. Ég þarf því miður að þýða margt af þessu jafn óðum yfir í upprunalega tungumálið en ég læri þetta með tímanum. 

Kata (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband