Föstudagur, 5. október 2007
Maður þriggja alda
Morgunblaðið hefur síðustu daga boðið upp á stutta pistla eftir Sigurbjörn Einarsson biskup undir yfirskriftinni Hvað viltu, veröld? Kjarnyrtari greining á samtímanum er vandfundin. Í pistlunum fer saman djúp viska og beitt orðfæri sem skilur hismið frá kjarnanum. Sigurbjörn er maður þriggja alda. Hann fæddist snemma á síðustu öld og fékk með sér menningu 19du aldar til að vinna úr á þeirri tuttugustu þegar nútíminn varð til eins og við þekkjum hann í dag.
Morgunblaðsstubbar biskups eru ógnarstórir í látleysi sínu og áminning um að andlegt líf er hægt. Það sem til þarf er að taka eftir, hlusta og hugsa upp á eigin spýtur. Spor þriggja alda mannsins eru of stór fyrir flest okkar að feta en þau vísa veginn.
Sigurbjörn er þjóðargersemi.
Athugasemdir
Blessaður farðu ekki að hæla þessu, það fellur ekki í kramið. Þú færð á þig heil ósköp af "vísindamönnum" og ótrúlega gáfuðum drengjum sem munu leiða þér fyrir sjónir að þeirra vísindi séu svo merkileg að þau geti með engu móti innifalið fígúrur eins og Herra Sigurbjörn Einarsson. Þvílíku átt þú svo að hlýta.
Þú veist hvað ég meina.
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.