Miðvikudagur, 3. október 2007
Opinbert fé í útrásarföndur einkaaðila
Sameining dótturfélags OR, Reykjavik Energy Invest, við Geysir Green Energy er risarækjueldi klætt í samkvæmisföt. Undir formerkjum útrásar telja peningamenn, stjórnmálamenn og embættismenn að hægt sé að selja almenningi nýju fötin keisarans.
Samkrull af því tagi sem hér er á ferðinni endar alltaf með því að opinberi aðilinn er mjólkaður af einkaaðilanum. Ástæðan er sú að stjórnmálamennirnir sem fara með opinbera hlutinn eru einmitt það sem þeir eru, stjórnmálamenn, en ekki kaupsýslumenn. Í augum annarra eigenda er hlutverk stjórnmálamannanna að tryggja viðskiptavild og aðgengi að opinberum sjóðum.
Það er ekki spurning hvort heldur hvenær litli græni keisari OR og Fl group verður afhjúpaður nakinn. Eina spurningin er hve reikningurinn verður hár sem almenningur þarf að borga.
Bjarni verður stjórnarformaður sameinaðs félags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eðlilegt er að áhætta og ábyrgð sé deilt mili fyrirtækja. Þetta þekkist bæði í banka og tryggingabransanum aðkoma áhættunni milli sem flestra aðila því ef kemur skellur, að hann lendi bróðurlega og systurlega á öllum!
Útrás Íslendinga í orkumálum hefur vakið mikla athygli hvarvetna í veröldinni. Þekking okkar og reynsla er mjög mikil og má t.d. nefna þegar borframkvæmdir voru framkvæmdar á Azoreyjum fyrir um áratug eða svo milli fjölmargra fyrirtækja. Íslenska fyrirtækið Jarðboranir með sína miklu reynslu tóku þátt í verkefnum sem verktakar. Þegar allur kostnaður var gerður upp kom í ljós að borkostnaður Jarðborana var einungis 5% af meðalborkostnaði við hverja holu! Hin fyrirtækin höfðu sama og enga reynslu í borun þar sem laus jarðlög voru fyrir, allt í einu hrundi holan og allt stóð fast. Meðan allt gekk vel fylltust menn bjartsýni, pöntuðu heimflutning kannski mánuði fyrr fyrir mannskap og borbúnað en allt í einu hrundi holan og allt stóð fast: oft tók langan tíma að losa borinn og ljúka því sem ljúka þurfti meðan okkar Jarðborunarmenn fóðruðu holurnar þegar svo stóð á og náðu langbesta árangrinum fyrir vikið.
Þetta er aðeins mjög einfalt dæmi um hvað málið snýst. Við Íslendingar höfum náð undraverðum árangri í nýtingu jarðhita sem vakið hefur heimsathygli, nú síðast í Kína þar sem forsetinn okkar nánast brillérar! Allt okkar þekkingu og reynslu að þakka.
Það er einmitt þetta sem er að gerast: við erum fyrst núna að sýna hvað í okkur býr. Íslendingar erum þekktir fyrir að vera útsjónasamir og bregðast vel við öllum óvenjulegum uppákomum. Í staðinn fyrir að brotna saman ígrundum við gaumgæfilega hvað þarf að gera og hvernig bregðast þurfi við öllu því sem kann að koma upp á.
Og einmitt núna er útrásin að byrja: í Þýskalandi, Kína, Kaliforníu og víða um heim. Við höfum dálítið forskot en kannski ekki lengi. Við hyggjumst á djupbornair sem eru mun áhættusamari en geta ef vel teksttil orðið mun arðbærari boranir en grynnri holur.
Við eigum að treysta okkar fólki, hugvit okkar, þekking og reynsla er fyrst núna metin til einhvers meira en nokkurra fiska!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 3.10.2007 kl. 20:52
Hvurslags bölmóður er þetta Páll. REI er hlutafélag og fari allt á versta veg fer það einfaldlega á hausinn og þá er hlutaféð tapað. Tækifærin eru hins vegar risavaxin og miklar líkur á að þarna sé gríðarlegur þekkingarútflutningur í uppsiglingu.
Þarna liggja gríðarleg tækifæri í útrás og það væru beinlínis afglöp í starfi stjórnenda íslenska orkugeirans og stjórnmálamanna að gera ekki sitt til að nýta þessi tækifæri. Þetta getur verið spurning um tugi og jafnvel hundruði milljarða á næstu árum og áratugum.
Dæmi um umfangið er að REI stefnir á að virkja 3-4000 MW erlendis árið 2009. Til að setja það í samhengi er Hellisheiðavirkjun í dag 120 MW og Kárahnjúkavirkjun 670 MW að mig minnir. Við erum því að tala um orku á við 5-6 Kárahnjúkavirkjanir, einungis á næstu tveimur árum. Það er síðan bara byrjunin ef við tökum virkan þátt í þeirri uppbyggingu sem t.d. Kínaforseti og öldungadeild Bandaríkjaþings vilja fá okkur í. Þá erum við farin að tala um umfang og tölur sem ekki hafa áður sést á Íslandi.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 4.10.2007 kl. 11:11
Þetta snýst um ólöglegt og siðlaust famferði nokkurra nafngreindra pólitíkusa sem virðast á mála hjá einkafyrirtækjum.
Er ekki nefnd að störfum sem fjalla á um eignaraðild að orkufyrirtækjunum? Er þessi fljótaskrift e.t.v. þess vegna?
Hrúturinn (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 14:05
En Páll þetta er svo ódýrt...
Það er svo agalega sniðugt að láta ríkið selja áratuga fjárfestingar í tækni og uppsettum búnaði, ÞEKKINGU og ÞRÓUN og HUGVIT á BÓKFÆRÐU verði + 30% til starfsmanna og annarra. Þetta er bara svo ódýrt og sniðugt, ekki satt? Löglegt en siðlaust.
Sigga Hjólína, 5.10.2007 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.