Næsta kosningabarátta er hafin

Útspil Samfylkingarinnar á heimasíðu sinni í tilefni ræðu Geirs H. Haarde í Valhöll endurspeglar afstöðu flokksins til stjórnarsamstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn. Samfylkingin ann sér ekki hvíldar fyrr en hún nær því markmiði að verða stærri en Sjálfstæðisflokkurinn og leiða ríkisstjórn. Og af því Samfylkingin er ekki heilstæður flokkur,hefur hvorki sögulega né hugmyndafræðilega kjölfestu, fær metnaðurinn útrás með hrakyrðum í garð samstarfsflokksins.

Önnur taktík Samfylkingarinnar verður að taka stök mál til að búa til sérstöðu gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Og af því að Samfylkingin á engin kjarnamál sem skilgreina flokkinn munu sérstöðumálin verða sérlega truflandi fyrir stjórnarsamstarfið. Sjálfstæðismenn munu fljótlega fá á tilfinninguna að þeir viti ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Það kemur þreyta í stjórnarsamstarfið fyrr en varir.

Til að auka á fyrirséðan vanda stjórnarheimilisins verða ráðherrar Samfylkingarinnar í bullandi samkeppni sín á milli um forystuhlutverk. Ólíkt hjá ráðsettari flokkum er ekki komin hefð á goggunarröð Samfylkingarinnar sem hvetur til pólitískra einleikja.

Ég veðja viskýflösku að ríkisstjórnin verði ekki deginum eldri en tveggja og hálfs árs.

(Ég tek fyrsta veðmáli í athugasemdakerfinu, en aðeins því fyrsta. Ef ég opnaði á fleiri veðmál gæti ég setið uppi með meiri birgðir af áfengi en mér er hollt.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ég ætla ekki að veðja við þig Páll, ég held nefnilega að það sé mikið til í þessu hjá þér. Sérstaklega ef þetta er forsmekkurinn að áframhaldandi samstarfi. Það var þó sennilega eitt af fáu sem hægt var að vita með vissu með þetta stjórnarsamstarf, maður veit ekkert hvar maður hefur Samfylkinguna. Ég efast reyndar um það menn þar á bæ viti almennilega hvar þeir hafa sjálfa sig ef út í það er farið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 2.10.2007 kl. 01:27

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Pardon me? Hvað ertu að fara vinur?

Hjörtur J. Guðmundsson, 2.10.2007 kl. 01:37

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Annars má nefna bara sem dæmi að formaður Samfylkingarinnar og fleiri í þeim flokki vældu mikið yfir því að allir væru svo vondir við flokkinn, þá einkum sjálfstæðismenn. Það hafi verið ástæðan fyrir vandræðagangi hans, ekki sízt með tilliti til fylgis í skoðanakönnunum. Sömu aðilum datt ekki í hug eitt augnablik að eitthvað væri hugsanlega að hjá flokknum sjálfum. Onei. Þetta var allt einhverjum örðum að kenna.

Hjörtur J. Guðmundsson, 2.10.2007 kl. 01:42

4 identicon

Merkilegt hvað Sjálfstæðisflokkurinn virðist oft fá á sig svona svekelsis dóma frá andstæðingum sínum. Það kemur mest á óvart þegar þeir grípa til valdníðslu vopnsins en Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem hefur vissulega setið lengst allra flokka, samfleitt, í ríkisstjórn en líka sá flokkur sem hefur hvað mest barist gegn ágangi ríkisvaldsins.

Auðvitað má svo alltaf benda á eitthvað sem betur má fara og á það við um störf og stefnu allra flokka.

Hjörtur kenndi mamma þín þér ekki að það er alltaf besta að kenna öðrum um ef illa gengur? Það aldrei neitt þér sjálfum að kenna það er alltaf einhver annar, kennarinn, skólinn, vinnufélagarnir og ég tala nú ekki um Sjálfstæðisflokkurinn sem er vondur við þig. 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 06:36

5 identicon

Ef VG og Framsokn na ad stilla strengi sina og VG ad vidurkenna ad thad er arid 2007 og Framsokn losi sig vid spillingararminn tha er kominn godur meirihluti med Sjalfstaedisflokki sem talar ekki ut og sudur eins og Samfylkingin er ad gera. Thad er skelfilegt ad fylgjast med thessum latum. Eg atti von a ad menn reyndu ad hemja sig ur thvi sem komid var og Geir gaf theim sens. En svo er bara alls alls ekki.

Vedja hinsvegar aldrei!

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 08:56

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Að undanförnu höfum við fylgst með því hvernig einstakir þingmenn stjórnarflokkanna hafa viðrað skoðanir sem ekki eru festar í stjórnarsáttmálanum, svo sem um skattalækkanir, afstöðu til evru og ESB og einstakra þátta í umhverfis- og virkjanamálum. 

Geir og Ingibjörg lýstu til dæmis ólíkum skoðunum þegar Her-dís var kölluð heim frá Írak.

Þetta stafar af ýmsu, - Geir er ekki eins aðahaldssamur um agann og Davíð var, - stjórnarmeirihlutinn er ríflegur og þolir að einstakir þingmenn fái að blása svolítið, - og síðast en ekki síst held ég að þetta kunni að vera taktik til að geðjast með svona yfirlýsingum einstökum hópum sem gera sig ánægða eins og er með yfirlýsingar sem síðan munu hafa mismunandi mikla vikt þegar á hólminn er komið. 

Svo dæmi séu tekin af umhverfismálum verður það ekki fyrr en verkin eða aðgerðaleysið fara að tala skýrt að þeir fara að vaklast í stuðningi við stjórnina sem trúa á að Samfylkingin standi við stóru orðin um stóriðjuhlé (alvöru hlé)

Eins og er stendur umhverfisverndarfólk í Samfylkingunni ekki frammi fyrir endanlegum hlutum þar og  lætur sér  því vel líka, -  er á meðan er.

Á sínum tíma grófu svona hliðarspor smám saman undan samstöðu þeirra Davíðs og Jóns Baldvins, - Davíð átti alltaf erfitt með að þola neitt annað en að menn marséruðu í takt.

Lítið dæmi eru kalkúnalappamálið svonefnda, - nokkrar kjúklingalappir urðu að prófsteini á hollustu.

Framsóknarflokkurinn makkaði betur og galt það að lokum dýru verði. 

Það verður fróðlegt að sjá hve lengi stjórnin getur haldið 70% fylgi í skoðanakönnunum með því að reyna að láta líta svo út að allir eigi sér öfluga talsmenn í ráðherra- og þingliðinu.  

Ómar Ragnarsson, 2.10.2007 kl. 11:13

7 identicon

Ég tek veðmálinu!!

inga (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 11:31

8 Smámynd: Sævar Helgason

Þetta eru náttúrulega gífurleg viðbrigði hjá sauðlyndum sjálfstæðismönnum.

Nú eru tveir stóru flokkarnir saman í ríkisstjórn. Undanfarna áratugi hefur Sjálfstæðisflokkur tekið einhvern smáflokkinn með sér í ríkisstjórn og ráðið því sem hann hefur viljað ráða..og smáflokkurinn hefur smá veslast upp. Gott dæmi um það er Framsókn..rjúkandi rúst.

Ég  er þeirrar skoðunnar að þetta eigi eftir að verða merk ríkisstjórn ..hún er eins og stórskip..það er nokkurn tíma að komast á skrið, en þegar siglingu er náð þá verður skriðþunginn mikill og eins og alltaf ..spyrjum að leikslokum, hernig tókst til.

Sævar Helgason, 2.10.2007 kl. 12:59

9 identicon

Gamalkunn réttlætiskennd öfundarinnar hjá Samylkingunni veldur því að spá þín mun rætast.

Róbert Trausti Árnason (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 14:00

10 Smámynd: Sigga Hjólína

Skooo... mér finnst inga ekki rétta manneskjan til að taka þessu veðmáli, sérstaklega þar sem hún gleymir að nefna við þig tegundina. Ég er til í eina 10 ára Macallan gegn því að ríkisstjórnin endist lengur en 2 og 1/2 ár. Mér finnst loksins vera "rétta blandan" við stjórnvölinn þ.e. umhyggjan fyrir hagsmunum einstaklingsins + hagsmunir fyrirtækja = lægri skattar á fyrirtæki, hærri jaðarskattar á einstaklinga, færri hjúkrunarheimili, skerðing á tekjum öryrkja.... Hei! Var örugglega skipt um samstarfsflokk í ríkisstjórn?

Sigga Hjólína, 2.10.2007 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband