Miðvikudagur, 26. september 2007
Mælikvarði á samfélag
Kvarði til að leggja mat á samfélag er hver kjör þeirra eru sem þau lökust hafa. Í ríkidæmi samtímans ætti það ekki að vera ofmetnaður hafa fullboðleg lífskjör hjá öryrkjum, öldruðum og lágtekjufólki.
Einhlít mælistika á fullboðleg lífkjör er sjálfsagt ekki til en einhvers konar námundun er raunhæf. Í þeirri námundun mætti reikna með að afsláttarfyrirkomulag yrði aflagt en grunnlífeyrir nógu hár til að mæta framfærsluþörf hvers einstaklings. Ofaná það þarf að vera sveigjanleiki til að fólk geti aflað sér tekna eftir efnum og ástæðum án þess að grunnlífeyrinn skerðist.
Ef ríkisstjórninni tækist í samvinnu við hlutaðeigandi að koma hlutum svo fyrir að meginþorri öryrkja, aldraðra og lágtekjufólks gæti sagt; jú, hér er gott að búa, væri íslenskt samfélag orðið betra fyrir alla.
Öryrkjar, lágtekjufólk og aldraðir fái að njóta skattalækkana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skynsamlegt innlegg en hins vegar er líklegt að fólk sem fæðist þessa dagana geti orðð 200 ára gamalt eða eldra. Sem að sjálfsögðu rekst á við óstjórnlega fólksfjölgunarsprengju og græðgisvæðingu nútímans.
Baldur Fjölnisson, 26.9.2007 kl. 00:28
Sem aftur ætti að geta hjálpað til að skýra samtímann og það sem raunverulega drífur hann áfram og er ekki tilkynnt jafnóðum í mogganum, big surprise.
Baldur Fjölnisson, 26.9.2007 kl. 00:55
Þessi husun varð ekki til í gær. Augljoslega. Þess vegna hafa síkópatatar sagt ykkur að pæla ekki í hinu liðna heldur horfa fram á veginn.
Baldur Fjölnisson, 26.9.2007 kl. 01:26
Áhugaverður punktur sem þú kemur með Páll varðandi að fella niður afsláttarkjör. Þá þarf, eins og þú kemur inn á, að hækka þess í stað grunnlífeyri þannig að öryrkja og aldraðir séu viðurkenndir í samfélaginu án þess að veifa vottunarstimpli um að viðkomandi sé löggiltur öryrki eða löggilt gamalmenni.
Ég veit að þessi afsláttarskírteini eru viðkvæm fyrir marga öryrkja, sem dæmi. Það er eins og þeir séu að þiggja ölmusu í hvert sinn sem þeir sækja þjónustu sem býður upp á afsláttarkjör.
Svavar Sigurður Guðfinnsson (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.