Þriðjudagur, 25. september 2007
Red Sox með tveggja vinninga forskot á Yankees
Fyrir síðustu leikjaraðirnar á reglulegu leiktímabili er Red Sox (92-64) með tveggja vinninga forskot á New York Yankees (90-66). Síðustu vikurnar hafa ekki verið Red Sox gjöfular, tap í tveim leikjaröðum gegn Yankees og lítið skor. Kastarinn Josh Beckett hefur verið ljósið í myrkrinu og er hann kominn með 20 sigra á tímabilinu. Þá hefur útileikmaðurinn og nýliðinn Jakoby Ellsbury reynst drjúgur bæði í sókn og vörn. Mike Lowell er með spretti en meira mætti koma úr leikmönnum eins og Coco Crisp og J. D. Drew.
Kevin Youkilis og Manny Ramirez hafa verið á sjúkralista og munar sérstaklega um Ramirez. Líklega stillir hann upp í kvöld.
Red Sox eru búnir að trygga sér farseðilinn í útsláttakeppnina en það væri sorglegur endir á tímabilinu að klára ekki á toppi austurdeildar Ameríkudeildarinnar. Í kvöld taka þeir á móti Oakland og í lok viku koma Twins frá Minnesota í heimsókn á Fenway. Rauðsokkar þurfa að sigra fimm leiki til að toppa deildina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.