Laugardagur, 22. september 2007
Samfylkingin: Íslenskan út, enskan inn
Samfylkingin er orðinn helsti bandamaður græðgisvæðingarinnar hér á landi. Engar kröfur fjármálafurstanna eru of fáránlegar fyrir forystu Samfylkingarinnar. Eftir samtöl við bankamenn leggur varaformaður Samfylkingarinnar það til á opinberum vettvangi að enska verði opinbert mál stjórnsýslunnar á Íslandi.
Blaðasíða 31 í Morgunblaðinu í dag kemst í eymdarannál íslenskrar stjórnmálaumræðu. Þar er að finna stutta grein eftir varaformann Samfylkingarinnar, Ágúst Ólaf Ágústsson. Í greininni er eftirfarandi málsgrein:
Við ættum einnig að huga að tvítyngdri stjórnsýslu, íslenskri og enskri, sem myndi gera Ísland að enn álitlegri kosti fyrir erlenda fjárfesta og auðvelda samskipti.
Hér er komið met í fávísum undirlægjuhætti sem verður seint slegið.
(Afsakið, þessi pistill átti að vera ítarlegri. Tilraunir til að ná utanum hugmynd varaformanns Samfylkingarinnar leiddu til slíkrar vanstillingar höfundar að ekki þótti fært að halda áfram að sinni.)
Athugasemdir
Er annað að segju um þetta, en "það er nefnilega það"?
Pjetur Hafstein Lárusson, 22.9.2007 kl. 16:05
Árátthyggja er slæm. Skyldi greinarhöfund dreyma Samfylkinguna á hverri nóttu? Hann virðist amk. vera með hana á heilanum. Líkt og Mogginn er með Sollu á heilanum. Vonandi að hann komist í jafnvægi áður en langt um líður.
ari (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 16:53
Páll er ekki vonlaust að standa í þessu ?
Mér sýnist fólk gapa einn daginn yfir þessum auðmönnum og svo er hræsnin algjör þann næsta.
Eftirlitið er líka í ótta eins og sést á hlutafjáraukningunni í FL group með aðstoð Glitnis en hverjir juku hlut sinn ? Jú aðal eigendur beggja. Í Bandaríkjunum lána bankar þar sem þeir vita að Glitnir og Kaupþing eru ríkistryggðir. Stjórnendur gera grín af þjóðinni sem situr úti á túni meðan þeir maka krókinn á kosnað almennings með hringamyndunum og samráði út í hið óendanlega. Nýjast dæmið er TM.
Svo kemur ISG og gerir grín af sjálfri sér þannig að maður skellir uppúr í sófanum heima hjá sér. Hvaða ræða var þetta ? Hvaðan kom hún sí svona?Hún talaði um auðmenn hér áður fyrr sem fórnarlöm Davíðsklíkunnar.Það hentaði í stríðinu við Davíð og nú hentar henni eitthvað annað.
Þetta er glötuð barátta,forsetinn og dómaraklíkan allsráðandi hér á landi.
Svo kemur einhver ari (ip tala skráð ) og talar umáráttuhyggju ! Ég bitur og allir sem vilja gagnrýna þetta græðgi og áhættuatferli eru jarðaðir í fjölmiðlum og á bloggsíðum þar sem gæðingarnir hafa sína PR menn.
Ég nenni þessu í það minnsta ekki lengur.
Í bili í það minnsta.
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 22:11
Páll. Skil þína reiði, því er reiður sjálfur, og hef verið að reyna að andæfa gegn þessum viðhorfum á bloggi mínu undanfarið..........
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.9.2007 kl. 00:42
Hverskonar pólitískt fyrirbæri er þessi Samfylking að verða? Það er gott að halda því til haga að Ágúst Ólafur er varaformaður flokksins og vonarstjarna til framtíðar litið. Faðir hans og nú rektor Háskólans á Bifröst átti, ekki alls fyrir löngu þá framtíðarsýn að snara inn í íslenskt samfélag svona 3-5 milljónum nýbúa í einum grænum! Nú er spurningin hver uppistaðan sé í fæðuvali þessarar fjölskyldu?
Gott að halda þessu til haga með ríkistryggingu Glitnis og Kaupþings.
Árni Gunnarsson, 23.9.2007 kl. 09:15
Eðli máls samkvæmt og svo að fyllstu hlutlægni sé gætt í hvívetna segi ég pass.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.9.2007 kl. 09:52
Ég tek ofan fyrir klettadröngum sem bjóða hafinu í glímu, ekki gefast upp. Vitleysan í þessu liði mun nú líklega ganga af þeim sjálfum dauðum að lokum (verst að hún gæti gengið af okkur dauðum á undan). Höldum þessu til haga fyrir næstu ólíkindasögur Munchausens.
EE (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 09:59
Það er ógæfa íslensku þjóðarinnar að Samfylkingin sé nú í ríkisstjórn. Þetta kemur ekki á óvart hjá Ágústi Ólafi. Hann er sonur pabba síns sem skrifaði í kennslubók fyrir örfáum misserum:
„Það er ekki úr vegi að ljúka þessari bók um rekstrarhagfræði þar sem fjallað er um hagkvæmni í rekstri og samskiptum manna með því að varpa því fram að Íslendingar ættu að bjóða fólk af erlendum uppruna velkomið hingað til búsetu í ríkum mæli. Við ættum að verða þriggja milljóna manna þjóð fljótlega, sem sé tífalda íbúafjöldann. Með því legðum við fram mikilvægan skref til bættra lífskjara jarðarbúa. Þetta ætti að vera markmið okkar næstu áratugi.“
Sjá nánar þennan pistil hér.
Magnús Þór Hafsteinsson, 23.9.2007 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.