Föstudagur, 21. september 2007
Félagslíf fangavarðanna í Auschwitz
Fyrrum starfsmaður leyniþjónustu bandaríska hersins afhenti Bandaríska helfararsafninu ljósmyndabókina en hann komst yfir hana í Þýskalandi eftir stríðið.
Ljósmyndirnar sýna Þjóðverjana í leik og skemmtun, ýmist í Auschwitz eða afdrepi sem nasistarnir höfðu þar skammt frá til að safna kröftum og njóta lífsins. Á myndunum má sjá suma alræmdustu foringja búðanna Auschwitz-Birkenau. s.s. Rudolf Hoess og Josef Kramer, reykja vindla í sumarblíðunni og fara með gamanmál. Myndir af lækni dauðans, Josef Mengele, en hann bar ábyrgð á níðingslegum tilraunum á föngum, eru þarna en fáar ljósmyndir eru til af honum.
Helfararsafnið hefur lagt efni ljósmyndabókarinnar á netið. Sjá hér.
Athugasemdir
Afskaplega áhugavert. Skondið til þess að hugsa að maður hélt að þetta fólk brosti ekki...
Er einmitt að fara að gæða mér á bók um Auschwitz sem ég keypti í Ameríku þar sem saga Auschwitz er rakin. Þessi staður var víst einn vinsælasti sumarleyfisstaður kóngafólksins hér áður fyrr......
Guðrún Hulda, 21.9.2007 kl. 12:55
Mjög fróðlegt, hlakka til að fá myndirnar af amerísku offisérunum frá Gvandanamó, ætli þær verði teknar í Flórída?
Kristján Sigurður Kristjánsson, 22.9.2007 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.