Fimmtudagur, 20. september 2007
Ísland í skattasamkeppni við Austur-Evrópu
Viðskiptaráð vill að Ísland taki þátt í undirboðum sem ríki Austur-Evrópu stunda sín á milli til að fá starfsstöðvar alþjóðlegra fyrirtækja til sín.
Eistland bauð fyrst 26 prósent skattahlutfall, sem er vel að merkja átta prósentustigum hærra en Ísland hefur haft í sex ár, Slóvakía býður 19 prósent og Rúmenía er komin niður í 16 prósent. Pólverjar eru með tillögur á borðinu hjá sér um 15 prósent og ætla að slá þeim öllum við.
Framtíðarsýn Viðskiptaráð er að Ísland geri betur og undirbjóði austurblokkina. Skattar eru notaðir til að halda uppi samfélagsþjónustu. Verði Viðskiptaráði að ósk sinni færist velferðarsamfélagið hér nær því sem gengur og gerist í Austur-Evrópu.
Metnaðarfullt markmið af þessu tagi hlýtur að fá hljómgrunn hjá Samfylkingunni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.