Ísland í skattasamkeppni við Austur-Evrópu

Viðskiptaráð vill lækka skatta á fyrirtæki á Íslandi. Þrátt fyrir skattalækkanir fyrirtækja undanfarin ár þykir ekki nóg gert. Eins og alþjóð er kunnugt eiga íslensk fyrirtæki varla fyrir saltinu í graut forstjóranna. Þau 18% sem fyrirtæki greiða í skatt eru alltof íþyngjandi að mati Viðskiptaráðs sem hélt upp á 90 ára afmæli í vikunni.

Viðskiptaráð vill að Ísland taki þátt í undirboðum sem ríki Austur-Evrópu stunda sín á milli til að fá starfsstöðvar alþjóðlegra fyrirtækja til sín.

Eistland bauð fyrst 26 prósent skattahlutfall, sem er vel að merkja átta prósentustigum hærra en Ísland hefur haft í sex ár, Slóvakía býður 19 prósent og Rúmenía er komin niður í 16 prósent. Pólverjar eru með tillögur á borðinu hjá sér um 15 prósent og ætla að slá þeim öllum við.

Framtíðarsýn Viðskiptaráð er að Ísland geri betur og undirbjóði austurblokkina. Skattar eru notaðir til að halda uppi samfélagsþjónustu. Verði Viðskiptaráði að ósk sinni færist velferðarsamfélagið hér nær því sem gengur og gerist í Austur-Evrópu.

Metnaðarfullt markmið af þessu tagi hlýtur að fá hljómgrunn hjá Samfylkingunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband