Hundeltur af Baugi

Hann var einu sinni forstjóri símafélags þangað til að Baugur keypti félagið. Þar áður var hann forstjóri stórmarkaðar en hætti eftir að Baugur yfirtók reksturinn. Þegar maðurinn hóf störf hjá rótgrónu fyrirtæki fyrir fáum misserum mátti halda að hann væri búinn að koma sér úr skotlínu Baugs. En svo var ekki, Baugur náði til hans.

Óskar Magnússon forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar hefur hingað til ekki haft geð í sér að starfa í þjónustu Baugs. Hann hætti hjá Hagkaupum eftir að Baugur kom til skjalanna og sagði frá sér forstjórastól Vodafone þegar auðhringurinn gleypti félagið.

Núna þegar FL-group hefur eignast Tryggingamiðstöðina, en Baugur er einn stærsti eigandi FL-group, verður Óskar að gera upp við sig hvort hann sitji eða fari.

Óskar fær ekki einu sinni að eiga minningar um fyrri störf í friði fyrir auðhringnum. Hann var fréttastjóri á DV hér um árið þegar blaðið gagnrýnið og stofuhæft. Svo gekk það fyrir björg og í faðm Baugs.

Margur þarf minna tilefni en Óskar til að fá þá hugmynd að auðhringurinn leggi sig í einelti.

Hvað hefur Óskar Magnússon gert Baugi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

AF Óskari er mikið lið.  Þar fer dagfarsprúður og horskur drengur.

Drengur á borð við hann á allra kosta. 

Hann vilja allir hafa í sínu liði, séu þeir svo heppnir að hafa mannast og fengið mal góðra gilda úr föðurhúsum.

Magnús Óskarsson klikkaði ekki í sínu uppeldi, frekar en öðru.

Vil óska þess, fyrir mína hönd og mjög margra viðskipta ,,VIna" með sérstakri áherslu á VINA Tryggingamiðstöðvarinnar, að hann stýri þar fleyi sem allra lengst.

Var fæddur inn í Sjóvá og undi þar hag mínum hið ágæstasta, þar til breytingar urðu á áherlslum þa á bæ, fann hinar þjóðlegu aftur og nú hjá TM.  Vionandi þarf ég ekki að breyta aftur, það er andstætt mínu eðli.

MiðbbæjarÍHALDIÐ

Held í það sem hald er í en hinu sleppi ég.

Bjarni Kjartansson, 19.9.2007 kl. 11:23

2 identicon

VAKNIÐ! Einkavæðing var ekki fyrr byrjuð en farið var að selja útlendingum hlut í orkufyrirtækjunum. Skorað er á alla ábyrga stjórnmálamenn að taka af skarið og almenning að mótmæla þessu ráðabruggi og svívirðu gegn íslenskri þjóð. Forráðamenn umræddra fyrirtækja á að láta svara til saka fyrir LÖGBROTIÐ. Ekki þarf forspáan til að sjá að sneitt er að rótum búsetu á Íslandi. Vekja þarf athygli á nöfnum þeirra pólitíkusa (kvislinga) sem styðja þessa lymskulega tilraun til ÞJÓFNAÐAR Á ÞJÓÐAREIGN. Látum þá vita að við sjáum til þess að þeir vermi ekki sæti á Alþingi til frambúðar! Fljótum ekki sofandi að feigðarósi og snúmst strax til varnar. Þetta varðar framtíð niðja okkar. Myndum þverpólitíska samstöðu fólksins í landinu!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 13:22

3 identicon

Sagan öll er ósögð Páll.

TM og yfirgangur Baugsmanna við að eignast það fyrirtæki (enda búið að gera samning við Hreiðar Már Sigurðsson á bak við tjöldin og framhjá sitjandi forstjóra, um að gerast forstjóri. Aðrir áttu að taka við hjá Kaupþingi, menn sem enn vinna að samruna sparisjóðanna við Kaupþing) varð til þess að ég ákvað að láta vita af þessari óvinveittu yfirtöku. Fyrir það hef ég mátt þola óendanlegt einelti og lygar. Nú eru bækur að koma út og það verður áhguavert að sjá hvernig þær taka á Óskari og okkur hinum sem getur vart lifað á landinu.

TM og sú saga öll hefur aldrei fengið áheyrn enda svo ótrúleg að sennilega trúir mér enginn.

En gott að Óskar Magnússon fær ykkar stuðning. Hann er illa liðinn hjá þeim sem náðu ekki tökum á honum í Hagkaupum á sínum tíma. Hann lét illa eins og við fleiri sem blöskraði yfirgangurinn og frekjan og þá er bara að......." I want him finished, no matter how much it costs".

Kamelljónið felur sig og þykist vera vinur allra. Spyrjið Sigfús í Heklu um fyrrverandi besta vin hans . Hvað gerðist ?

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 13:48

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þið Páll og Jónína eigið minn stuðning þótt trauðla muni um hann.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.9.2007 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband