Laugardagur, 15. september 2007
Baugsland, hringurinn lokast
Baugur jók umfang sitt á Íslandi í vikunni og heggur á ný í knérunn andlegs lífs hér á eyjunni með bókaforlaginu Skugga forlag og vefritinu dv.is Baugskeðjan er þess albúin að dekka lífskeðju Íslendinga. Matvara, fatnaður, húsnæði, bankaviðskipti, skemmtun, menning; allt er hægt að fá hjá Baugi og rúsínan í pylsuendanum er dánartilkynning í Fréttablaðinu.
Þegar Baugur bætir í eignasafn sitt fæðingarhjálp, skólum, löggæslu og dómsstólum er lífshringnum lokað.
Vinstrimenn hoppa hæð sína í gleðivímu. Í fjölmiðlaumræðunni um árið gerðu þeir framgang Baugs að hugmyndafræði Samfylkingarinnar á 21stu öld. Vinstrimenn þurfa ekki lengur að biðja og spyrja: Baugsland, hvenær kemur þú?
Baugsland er handan við hornið.
Athugasemdir
Mun kirkjugarður(ar) Baugs verða nefndur Skjól Baugs?
Líkkistur og greftrun á tilboðsverði í öllum verslunarkeðjum Baugs.
Aðeins 399.999 ef samið er strax og erfidrykkjan haldin í Erfidrykkju Baugs í salarkynnum Baugskirkjunnar í Skjóli Baugs.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.9.2007 kl. 12:25
Þess kann að vera skemmra að bíða en þú heldur, Páll. Ég man ekki betur en að Baugur hafi fjárfest í heilbrigðisstofnunum á Englandi, hér heima er Jónas Kristjánsson skólastjóri hjá 365, Securitas er þeim ennþá venslað og til eru þeir, sem halda því fram að Baugur hafi fjárfest í dómskerfinu. Ætli guðshúsin séu þá ekki ein eftir? Nei, hvernig læt ég, það eru ekki tvö ár síðan Jóhannes Jónsson í Bónus sat á bisskupsstóli í Grafarvogskirkju, þar sem hann hafði gefið drjúgan hlut í orgeli kirkjunnar!
Andrés Magnússon, 15.9.2007 kl. 14:35
Ég hef mikið velt fyrir mér ástæðu þessa Baugshaturs. Niðurstaðan að Ísland sé eitt þeirra fáu landa þar sem Nasisminn fann grið og faldi sig í Valhöll. Þar hafið þið svo sitið við skör þeirrar hugmyndafræði og þetta afraksturinn. Nasismin var hliðhollur frjálsum viðskiptum eins lengi og þeir réðu því sem þeir vildu. Frjálshyggjan sem flesti héldu að væri allsráandi í Valhöll var jú lítið annað en gæran úlfinum svo þið gætuð falið eðli ykkar. Kv. Ingimundur Kjarval
Ingimundur Kjarval (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 17:09
Ingimundur hittir í mark eins og venjulega.
Það þýðir ekkert fyrir gervifrjálshyggjumenn að fara í fýlu þegar "röngu" aðilarnir ná fram grunnmarkmiðum kapítalismans - samþjöppun og einokun og hámarksgróða.
Baldur Fjölnisson, 15.9.2007 kl. 19:00
Ég vil nú trúa því eins og sönnum frjálshyggjumanni sæmir að veldi Baugs byggist á því að þeir eru bara betri í að þjóna okkur en hinir, það eina ástæða stærðar þeirra. Eða viljið þið að heildsalarnir eigi okkur aftur? Kannski hryllir ykkur við ef heilbrygðisþjónustan yrði skilvirkari og fjölmiðlunin frjálsari? Passar ekki við hugmyndafræði Valhallar. Ég er ekki að segja að Sjálfstæðiflokkurinn allur sé undirlagður, bara að klíkan sem hatar Baug geri það af sérstökum og sögulegum ástæðum.
Kv. Ingimundur Kjarval
Ingimundur Kjarval (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 19:40
Ég geri ekki þá kröfu til viðskiptamanna að þeir séu dýrlingar.
Þeir reyna að sjálfsögðu að finna sína gróðamögleika í því umhverfi og kerfi sem þeir starfa í. Sumir eru klárari en aðrir og ekkert í sjálfu sér við því að segja og grátur einhverra leppa hefur ekkert að segja í því segja. Gervifrjálshyggjumenn þurfa að skilja að við erum ekki lengur í sovésku afgreiðslukerfi. Ef þeir hafa aðeins upp á ónýtt og ósammkeppnisfært drasl að bjóða þá verður það undir - réttilega.
Baldur Fjölnisson, 15.9.2007 kl. 23:44
Fólk sem þykist vera hallt undir frjálsa samkeppni þarf að taka afleiðingum hennar, jafnvel þó þeirra menn verði undir í samkeppninni. Það er augljóst.
Baldur Fjölnisson, 16.9.2007 kl. 00:04
Nasistar? Klíkan sem hatar Baug? Þú fyrirgefur Ingimundur að ég spyrji eins og góður vinur minn gjarnan gerir, en á hvaða lyfjum ert þú eiginlega? Það væri nær að spyrja á móti um Baugsklíkuna sem hatar Sjálfstæðisflokkinn.
Hjörtur J. Guðmundsson, 16.9.2007 kl. 02:19
Flokkar á Íslandi hafa átt sína fulltrúa í atvinnulífinu í gegnum tíðina. Sjálfstæðismenn höfðu Krabbann sáluga, Framsóknarmenn Sambandið og nú Samfylkingin Baug. Kommarnir þjónuðu æðra valdi: Sovét. Reyndar er samfylkingarmálið áhugavert því að segja má að Baugur hafi fjárfest sérstaklega í stjórnmálaflokki eins og þeir væru að kaupa búð í Bretlandi. Spurning hvort Samfylkingin, flokkur "jafnaðarmennskunnar" á Íslandi er skilgreindur í skipuriti Baugs. Annars má segja að þetta hafi verið góð fjárfesting hjá þeim.
Einar (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.