Hugsjónir og glæpir: Þrjátíu ár frá þýska haustinu

Fjórir félagar í Rote Armee Fraktion, Rauðu herdeildinni, reyndu sjálfsmorð í Stammheimfangelsinu í október 1977 og þrem tókst sjálfsvígið. Ránið og morðið á Hans Martin Schleyer forseta þýska vinnuveitendasambandsins og flugrán palestínskra skæruliða á vél Lufthansa voru umgjörð þýska haustsins.

 

Þýsku borgarskæruliðarnir kenndu sig við stéttabaráttu og samstöðu með andspyrnuhreyfingum í Suður - Víetnam og Palestínu.

Ulrike Meinhof var einn helsti talsmaður Rauðu herdeildarinnar. Hún skrifaði félaga sínum Gudrun Ensslin eftirfarandi réttlætingu á morðum á ísraelskum íþróttamönnum á ólympíuleikunum í Munchen 1972: Frelsisverk með gjöreyðingu.

Í annarri heimsálfu sagði bandarískur hermaður um líkt leyti við fréttamanninn Peter Arnett við rústir sveitaþorps í Suður-Víetnam: Til að frelsa þorpið þurftum við að tortíma því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ég hef enga trú á að þau hafi  framið  sjálfsmorð. Hvernig gátu þau smyglað byssum inn í rammgerðasta fangelsi Þýskalands? Voru þau ekki skotin í hnakkann?

Þýska stjórnin ákvað bara að losa sig við þessa vandræðagemsa.

Elías Halldór Ágústsson, 13.9.2007 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband