Samkvæmt höfðatölu er lýðveldið Ísland ekki mögulegt

Staðlar og viðmið stýra heimssýn okkar í æ ríkara mæli. Viðmið eins og þjóðartekjur á mann, hlutfall þjóðartekna til heilbrigðismála og menntamála og tekjudreifing segja til um hvort þjóðir búi, hlutfallslega vel að merkja, við velmegun eða örbirgð. Íslendingar taka þátt í þessum samanburði, enda teljum við okkur þjóð meðal þjóða.

Ísland skorar hátt á öllum þeim mælikvörðum sem notaðir eru til að flokka þjóðir. En það er vandamál við þessar mælingar þótt við ræðum það sárasjaldan. Útlendingar eiga það til að benda okkur á vandann. Í fróðlegu viðtali Arthúrs Björgvins Bollasonar við þýska blaðamanninn Henryk M. Broder í sunnudagsblaði Morgunblaðsins hittir sá þýski naglann á höfuðið.

Samkvæmt öllum grundvallarreglum rökfræði, stærðfræði, félagsfræði og sálfræði er samfélag eins og Ísland ekki fræðilegur möguleiki.

Eyland fjarri alfaraleið með 300 þúsund íbúa á að ekki að geta haldið uppi samfélagi eins og því íslenska. En raunin er sú að við gerum það og þá er spurningin hvernig er það hægt?

Enginn veit svarið við þeirri spurningu og verður aldrei hægt að svara henni til fullnustu. Við ættum þó að geta nálgast spurninguna og velt fyrir okkur líklegum svörum. En það er snúið og okkur hættir til að fyllast sjálfshóli þegar við leitum skýringa.

Jafnvel þegar tiltölulega afmörkuð svið þjóðlífsins eru athuguð er tilhneiging til að grípa til fremur ósannfærandi og merkingarsnauðra yfirlýsinga. Dæmi: Ástæðan fyrir velgengni kaupsýslumanna í útrásinni er víkingaeðlið.

Það er æskilegt að leggja rækt við málefnalega umræðu um þjóðfélagið sem gengnar kynslóðir lögðu grunn að. Í skjóli skynsamlegra skýringa á stöðu okkar, hvernig við höfum náð þessum árangri og hvað við þurfum að gera til að viðhalda og ef til vill bæta stöðuna, þrífast úrtölumenn sem segja Íslendinga svo litla, smáa og volaða að þeir verði að segja sig til sveitar hjá framandi þjóðasamtökum.

Hér er vitanlega átt við talsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kemur að þvi að islenksa þ´joðinn þarf að segja sig til sveitar fyrreða siðar.

"Þvi verr gefast heimskra manna ráð er fleiri koma saman"

Árni Björn

Árni Björn Guðjónsson (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 13:42

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Og hefurðu áreiðanlegar heimildir fyrir þessu? ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.9.2007 kl. 00:01

3 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Gæti ekki ein meginástæðan fyrir velgengni undanfarinna ára verið aðildin að EES (ásamt fleiri þáttum, svo sem öflugu lífeyrissjóðakerfi og LÍN)?

Vilhjálmur Þorsteinsson, 9.9.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband