Mánudagur, 3. september 2007
DV í þjónustu Bónuss svertir mannorð bæjarstjóra
Í þessu ljósi verður að skoða tilburði DV í síðustu viku að sverta mannorð Jónmundar Guðmarssonar bæjarstjóra Seltirninga. Miðvikudaginn 29. ágúst birtist forsíðuuppsláttur DV, sem er í eigu Baugs, þar sem Jónmundur er sakaður um að sinna ekki starfinu. Ónafngreindir lykilstarfsmenn" bæjarfélagsins eru m.a. hafðir fyrir ásökunum um að skipulagsmál séu í ólestri vegna slakrar frammistöðu bæjarstjóra. Vitnað er í ónafngreinda heimildamenn í bæjarstjórnarhópi sjálfstæðismanna sem vilja reka bæjarstjórann. Nafnlausar heimildir í fleirtölu er aðferð sóðablaðamennskunnar til að koma ásökunum opinberlega á framfæri.
Það er ekki tilviljun að DV tilgreinir skipulagsmálin. Eigandi DV, Baugur, krefst þess að byggja meira og stærra en vilji er til meðal almennings á Seltjarnarnesi. Kosningar, skoðanakannanir og opinberar umræður hafa í tvo áratugi staðfest að Seltirningar telja Nesið svo gott sem fullbyggt. Bæjarstjóri sem stendur í ístaðinu gagnvart kröfum um stórfelldar byggingaframkvæmdir vinnur í þágu bæjarbúa.
Forsíðufrétt DV er til marks um að Baugsmenn telja bæjarstjórann standa höllum fæti og er atlagan hugsuð til koma honum frá, væntanlega til að fá auðsveipari mann í staðinn. Baugsmenn hafa áður sýnt að þegar mútur eða hótanir duga ekki til að menn lúti vilja samsteypunnar er gripið til þess ráðs að vega að æru einstaklinga.
Í Baugslandi er engu eirt.
Athugasemdir
Sæll Páll.
Gat það verið að þar lægi fiskur undir steini, kemur ekki á óvart.
Jónmundur Guðmarsson fyrrum nágranni minn á Nesinu er öndvegisdrengur það skal ég votta um en ég sá þessa fyrirsögn í blaðinu í búð einhvers staðar.
Meðan blaðamenn láta nota sig til þess að iðka slíka blaðamennsku þá eru góð ráð dýr.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 3.9.2007 kl. 00:34
Takk fyrir þessar upplýsingar Páll, þær eru verulega áhugaverðar.
Jónmundur bæjarstjóri á samúð mína alla að hafa lent í DV skítkastinu.
Þrátt fyrir að hafa verið í stjórnarandstöðu á Seltjarnarnesinu á sínum tíma þá get ég ekki orða bundist þegar mannorð fólks er troðið svona niður í svaðið. Það vita allir sem vilja vita að Jónmundur hefur gert sitt besta til að búa til gott sveitarfélag og hefur sinnt starfi sínu með prýði.
kv
Inga Ben
Ingibjörg S. Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 10:40
Orð þín dæma þig en ekki þá sem þú skrifar um Páll. Nú má vel vera að þú hafir látið aðra segja þér hvað og hvernig þú ættir að skrifa þegar þú varst blaðamaður, annað er alla vega ekki hægt að skilja á skrifum þínum - svo furðuleg er árátta þín til að halda að blaðamenn láti stjórna sér með þessum hætti. Við á DV metum sjálfsvirðingu okkar hins vegar meira en svo að vinna þannig. Kannski sést hérna munurinn á þeim sem eru blaðamenn og þeim sem kalla sig blaðamenn.
Brynjólfur Þór Guðmundsson, fréttastjóri DV
Brynjólfur Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 18:37
Þetta hljómar frekar desperat og hagsmunadrifið hjá Baugi og þessarri tilteknu ruslpóstseign félagsins.
Baldur Fjölnisson, 3.9.2007 kl. 18:48
Ég veit ekki nógu mikið um þetta mál, en getur einhver frætt mig á hvað ,,lágvöruverzlun" er?
Sigurjón, 4.9.2007 kl. 00:03
Það að fréttastjóri DV sjái sig knúinn til að svara skrifum Páls bendir einfaldlega til þess að Páll hafi komið við kauninn á mönnum þar á bæ.
Hjörtur J. Guðmundsson, 6.9.2007 kl. 00:06
Það að fréttastjóri DV sjái sig knúinn til að svara skrifum Páls, og það með þeim hætti sem hann gerir, bendir einfaldlega til þess að Páll hafi komið við kauninn á mönnum þar á bæ.
Hjörtur J. Guðmundsson, 6.9.2007 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.