Hriplek málsvörn Björgólfsfeðga

Hlutabréf í Straumi-Burðarás sem fóru úr eigu bankans föstudaginn 17. ágúst til óþekkts kaupanda á grunsamlega lágu gengi eru geymd í útibúi Landsbankans í Lúxembúrg. Björgólfsfeðgar ráða ferðinni í báðum þessum fjármálastofnunum.

Talsmaður Björgólfsfeðga hefur viðurkennt að bréfin voru seld með afslætti. Réttlætingin fyrir útsölunni á bréfum bankans er að kaupendurnir séu öflugir erlendir fagfjárfestar sem munu í fyllingu tímans styrkja fjárfestingabankann.

Það liggur í augum uppi að á meðan ekki er gefið upp hver þessi erlendi aðili er verður eignaraðild viðkomandi ekki til þess fallin að efla Straum-Burðarás. Þvert á móti er feluleikurinn með nafn nýja eiganda fimm prósent hlutafjár Straums-Burðarás líkleg til að draga úr trúverðugleika bankans, eins og fréttir síðustu daga bera óhrekjanlega vitni um.

Björgólfsfeðgar þverskallast að gefa upp nafn kaupanda þótt þær upplýsingar yrðu til þess að draga úr tortryggni vegna útsöluverðsins á hlutabréfunum. Réttmæti viðskiptanna stendur og fellur með nafni kaupandans. Að því gefnu, auðvitað, að kaupandinn haldi máli.

Talsmenn feðganna hafa ekki látið svo lítið að reyna að koma með útskýringu á því hvers vegna meintir erlendir kaupendur vilja ekki kannast opinberlega við að hafa keypt hlutinn. Varla er alþjóðlegt rykti Straums-Burðarás slíkt að fagfjárfestar út í hinum stóra heima skammist sín fyrir að eiga hlut í bankanum.

Engin haldbær skýring er á því að meintur erlendur kaupandi noti útibú Landsbankans í Lúxembúrg til að halda utanum viðskiptin. Ef um raunverulegan fjárfesti er að ræða, sem væri vel kynntur í fjármálaheiminum, annars væri jú Straumi-Burðarás enginn akkur í að fá hann í hluthafahópinn, er fjarska ólíklegt að hann noti útibú íslensks smábanka í lítilfjörlegu landi fyrir viðskipti af þessu tagi.

Björgólfsfeðgar, sonurinn þó fremur en faðirinn, fóru í viðskiptunum 17. ágúst á svig við gott viðskiptasiðferði. Mögulega var framið lögbrot verið það leitt í ljós að hluthöfum almenningshlutafélags hafi verið mismunað.

Málsvörn feðganna hingað til heldur ekki vatni. Takist þeim ekki að töfra fram á næstunni meintan kaupanda bréfanna og koma með trúverðuga skýringu á feluleik undanfarinna daga verður orðspor feðganna annað og síðra en hingað til.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margt til í þessu hjá þér.

Vildi annars hrósa þér fyrir að skrifa aðeins um Red Sox. Yankees skíttöpuðu nú í nótt, 16-0 fyrir Tigers og Boston eru komnir með 8 leikja forskot fyrir seríuna sem byrjar á morgun. Það ætti að vera nóg fyrir okkar menn að taka 1 af 3.

Boston (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 03:41

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Páll.

Enn á ný ræðst þú á fólk sem hefur ekkert gert þér og reynir að niðurlægja það með þessum skrifum þínum. Það er með ólíkindum hvað liggur að baki þessum skrifum þínum.

Þá er þessi spurning er þetta mannvonska og öfund út í fólk sem skilar tekjum til íslenska ríkisins til þess að þú sjálfur hafir það gott og íslenska þjóðin sem nýtur góð af þessum mönnum sem þú ert að reyna að niðurlægja með óprúttnum hætti.

Þú segir að bréf sé seld með afslætti. Því líkt bull hef ég aldrei heyrt um fyrr. Að það skuli maður sem titlar sig blaðamann halda þessu fram er með ólíkindum. Ég sagði við þig áður þú átt að kynna þér þessi mál áður enn þú heldur þessu fram. Eitt ætla ég að upplýsa misvirtan mann sem heitir Páll Vilhjálmsson um. Það eru markaðslögmál sem gilda hafðu það.

Fyrir utan þér kemur ekkert við hvernig hluthafar geyma hlutabréf sín og fara með þau. Þetta er einkamál hvers og eins.

Sem hluthafi í Straumi Burðarás mun ég svara þér fullum hálsi. Þú munt ekki komast upp með bull og niðurlægingu á hendur fólks sem þú veist ekki deili á. Straumur Burðaás er traust og gott fjárfestingarfélag sem hefur það að markmiði að skila góðum arði til hluthafa. Enda hefur velgengni þess verið gott að undanförnu með góðu gengi.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 28.8.2007 kl. 12:00

3 Smámynd: Rögnvaldur Hreiðarsson

það er sveimér að hluthafanum svíður umfjöllunin. Gerist feitletraður og reiður. En sleppir því algerlega að ræða það sem greinin fjallar um. Og það er hin óskiljanlega leynd um kaupandann. Það finnst forstjóranum ekki vera leynd, reyndar. Af því að það má leyna nafninu!

Kannski er Páll að draga ályktanir sem ekki reynast síðan réttar. Jóhann veit þetta kannski allt en bara getur ekki sagt okkur hver keypti. Ég er hvorki blaðamaður né hluthafi en er ekki minna hugsandi en þú Jóhann þrátt fyrir það og skítalyktina af málinu leggur til himins og það er leitun að fólki sem trúir á að hér sé eðlilega að málum staðið.

Best væri að stungið væri uppí okkur Pál í snatri og óvissunni eytt með sannleikanum þínum Jóhann. En hann þolir ekki dagsljósið.....

Rögnvaldur Hreiðarsson, 28.8.2007 kl. 13:04

4 identicon

Jóhann Páll,

Þú virðist algerlega misskilja um hvað þetta mal snýst.....þetta snýst um almenningshlutafélag sem er að stærstum hluta í eigu eins ríkasta manns heims.

Það vekur spurningar hvort eðlilega sé að málum staðið þegar erlendir "fagfjárfestar" koma ekki fram undir nafni - borga 10 þúsund millur fyrir bréfin og afsala sér svo eignaréttinum á bréfunum með því að láta útibú Björgúlfs Thors vera skráð fyrir bréfunum.

 þetta er ekki eðlilegt né algengt og því fullkomnlega skiljanlegt að spurningar vakni sem Straumur verður að svara.

Ef þetta er svo allt í sómanum þá er málinu lokið - en þegar menn gefa ekki svör og forðast að hafa þetta opið og gegnsætt kemur upp tortryggni.

Svo er það alrangt hjá þér Jóhann að það sé´eðlilegt að selja bréf í einu ´fjársterkasta félagi landsins á svona lágu gengi bara vegna þess að markaðurinn er með tímabundna krísu sem allir vissu að myndi lagast.

Sjáum hvað setur - FME hefur óskað eftir öllum gögnum og því ber að fagna því þá kemur sannleikurinn væntanlega í ljós.

Sigurður Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 15:59

5 identicon

Getur einhver útskýrt það af hverju menn verða svona vondir þegar rætt er um fyrirtækin á hlutabréfamarkaðinum? Ég skil þetta bara ekki. Það hellist yfir okkur sem gagnrýnum viðskiptalífið, þó hóflega sé, upphrópanir um öfund, heimsku, geðveiki og Guð má vita hvað.  Er nema von að erlendir gagnrýnendur sjái í gegnum svona viðskiptamógúla sem þora ekki í umræðuna um hvað eru eðlileg viðskipti og hvað eru innherjaviðskipti, hvað er eðilegt eignarhald og hvenær myndast yfirtökuskilda. Jóhann er jú sjóðmaðurinn sem á eftir að uppfæra bloggið sitt en auðvitað er það sama lýgin og hjá hinum sem verjast með nikknöfnum. Held ég í það minnsta!

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband