Föstudagur, 24. ágúst 2007
Red Sox byrja vel í Chicago
Red Sox unnu White Sox í Chicago núna áðan, 11 - 3. Varitek kláraði dæmið með tvöfaldri slemmu í níundu lotu og tryggði Beckett sextaánda sigurinn. Leiknum var frestað í gær vegna rigningar og því mætast liðin aftur í kvöld (nótt) í öðrum leik af fjórum.
Red Sox þurfa að vinna seríuna í Chicago því handan við hornið er sería gegn Yankees sem keppa við þá um sigur í austurdeild Ameríkudeildarinnar. Sex leikir skilja liðin að og Yankees þurfa að yfirvinna Tígrana í Detroit, sem mæta með sært stolt eftir tap gegn Indiana, áður en kemur að uppgjöri við Red Sox.
Schilling tekur hólinn í kvöld. hann er gamalreyndur en orðinn svolítið slitinn og gæti gefið tvö til fjögur hlaup í fimm sex lotum. Vörnin og umfram allt sóknin þarf að skila sínu til að sigur sé raunhæfur.
Utan Sox: Santana og Minnesota Twins mæta Baltimore Orioles í nótt og er það fyrsti leikur Santana eftir hann setti félagsmet fyrir fimm dögum gegn Texas Ranges og fór í gegnum sautján kylfara án hlaups.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.