Mánudagur, 20. ágúst 2007
Vísir varðhundur verður kjölturakki
Rafræna Baugsútgáfan Vísir rótaði á laugardag í dagsgömlum viðskiptum Straums-Burðaráss með eigin bréf. Tvær fréttir (hér og hér) á Vísi gefa til kynna að hæstráðendur í Straumi-Burðarási, þeir Björgólfsfeðgar, hafi selt útlendingum fimm prósent af hlutafé bankans með grunsamlegum að ekki sé sagt glæpsamlegum afslætti. Ónafngreindir heimildamenn eru hafðir fyrir ólgu í hluthafahópi bankans vegna 440 milljón króna afsláttar af eigum félagsins til ókunnra útlendinga.
Hlutahafar í Straumi/Burðarás, sem Vísir ræddi við í gær, voru allt annað en sáttir við þennan gjörning forsvarsmanna bankans og telja hann hafa rýrt verðmæti hans verulega.
Hér gæti verið áhugaverð afhjúpun á spillingu íslenskra fjármálamógúla. Hliðarplott í framvindunni væri ímugusturinn sem Baugsmenn hafa á Björgólfsfeðgum fyrir yfirbragð heiðarleika sem þá fyrrnefndu skortir sárlega. En þegar leið á helgina dró úr ákefð Vísis að fletta ofan af sviksamlegum hlutabréfaviðskiptum Straums-Burðaráss.
Varðhundurinn varð að kjölturakka síðdegis á laugardag og birti frétt sem gæti hafa verið skrifuð af Ásgeiri Friðgeirssyni, talsmanni Björgólfsfeðga.
Í fréttinni er látið svo heita að viðskiptin séu sárasaklaus og við erlenda fagfjárfesta, gerð til að efla bankann. Nánast er lofað að gengi bankans muni hækka verulega í framhaldi af fimm prósenta sölunni.
En það má sem sagt ekki segja hverjir keyptu bréfin í Straumi-Burðarás á föstudag með 440 milljón króna afslætti. Það eina sem við þurfum að vita er að allir græða allan tímann.
Athugasemdir
Þeir selja og eftir það hækka bréfin. Þetta eru ákveðin magnviðskipti og geta sem slík varla verið á einhverju toppverði.
"""Ónafngreindir heimildamenn eru hafðir fyrir ólgu í hluthafahópi bankans..."""
komonn hluturinn var á 15 fyrir ári og á 23 fyrir mánuði og núna á 20.
Sjálfur á ég ekki krónu í þessu merka félagi sem hefur eitthvað sexfaldast að markaðsvirði sl. fjögur ár - mjög sennilega ekki síst vegna vitrænnar stjórnunar. Þessir menn eiga auðvitað að taka atvinnugeymslur ríkisins í verktöku með það fyrir augum að útrýma þeim og minnka óhugnanlegar byrðar skattgreiðenda. Þá sæjum við fyrst sannkallaðan megaarð.
Að lokum legg ég til að seðlabankinn verði þegar í stað fluttur í skúffuna í Landsbankanum þaðan sem hann kom.
Baldur Fjölnisson, 20.8.2007 kl. 21:19
Orð í tíma töluð.
Árni Gunnarsson, 20.8.2007 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.