Fimmtudagur, 28. ágúst 2025
Bitlingar til ráðherrabarna
Logi menningarráðherra lét son flokkssystur og samráðherra, Ölmu Möller, fá opinberan bitling, formennsku í nefnd sem útdeilir peningum úr ríkissjóði til þurfalinga í kvikmyndagerð. Sonurinn hefur það líka með sér að vera samfylkingarmaður eins og mamma og Logi.
Daði Már fjármálaráðherra ber þá skyldu að gæta að meðferð fjármuna ríkissjóðs, sem að stærstum hluta er skattfé almennings. Hann gaf út reglur í byrjun árs um opinberar skipanir í stjórnir. Í reglunum segir m.a. að:
stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu.
Logi ráðherra menntunar telur þá reynslu mikilvægasta að vera ráðherrabarn. Hæfnin, sem skiptir máli, er að hafa starfað í Samfylkingunni. Þegar um er að ræða kvikmyndagerð þarf vitanlega rétta menntun. Jónas Már Torfason, sonur Öldu ráðherra, er lögfræðingur. Í lagadeildum er auðvitað ítarlega fjallað um að gera bíó.
Vinstriflokkarnir starfa eftir meginreglunni um frændhygli. Opinberum gæðum er skipt á milli vina og vandamanna, almenningur éti það sem úti frýs.
![]() |
Sonur ráðherra formaður nefndar sem fer með milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning