Bitlingar til ráðherrabarna

Logi menningarráðherra lét son flokkssystur og samráðherra, Ölmu Möller, fá opinberan bitling, formennsku í nefnd sem útdeilir peningum úr ríkissjóði til þurfalinga í kvikmyndagerð. Sonurinn hefur það líka með sér að vera samfylkingarmaður eins og mamma og Logi.

Daði Már fjármálaráðherra ber þá skyldu að gæta að meðferð fjármuna ríkissjóðs, sem að stærstum hluta er skattfé almennings. Hann gaf út reglur í byrjun árs um opinberar skipanir í stjórnir. Í reglunum segir m.a. að:

stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu.

Logi ráðherra menntunar telur þá reynslu mikilvægasta að vera ráðherrabarn. Hæfnin, sem skiptir máli, er að hafa starfað í Samfylkingunni. Þegar um er að ræða kvikmyndagerð þarf vitanlega rétta menntun. Jónas Már Torfason, sonur Öldu ráðherra, er lögfræðingur. Í lagadeildum er auðvitað ítarlega fjallað um að gera bíó.

Vinstriflokkarnir starfa eftir meginreglunni um frændhygli. Opinberum gæðum er skipt á milli vina og vandamanna, almenningur éti það sem úti frýs.


mbl.is Sonur ráðherra formaður nefndar sem fer með milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki við öðru að búast í gjörspilltu umhverfi íslenskra stjórnmála þar sem ríkisstjórnarflokkarnir fara fremstir, að ráðherrabarn fái bitling að geðþótta meðráðherra. 

Svo er annað mál, að þetta úthlutunarembætti ætti ekki að vera til. Það er óhæfa að greiða marga milljarða til kvikmyndagerðar að stórum hluta til erlendra aðila. Greiðslurnar eru svo ríflegar, að áhætta "ríkiskapítalistanna" sem heita framleiðendur kvikmyndanna taka enga áhættu. Það er einungis verið að hætta fjármunum skattgreiðenda.  Ber að afnema hið fyrsta.  

Jón Magnússon, 28.8.2025 kl. 12:14

2 Smámynd: Ólafur Ólafsson

En,en þetta eru sömu vinnubrögð og tíðkast nú hjá Trump hirðinni í USA.                               
Fyndið að sjá aðdáendur þeirrar stefnu býsnast yfir sömu vinnubrögðum uppá Fróni.

Ólafur Ólafsson, 28.8.2025 kl. 15:01

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það fyrsta sem mér datt í hug var hvað hefðu þessi tvö (og fleiri) sagt ef þessi uppákoma hefði tilheyrt Sjálfstæðisflokknum

Grímur Kjartansson, 28.8.2025 kl. 18:22

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Svolítið áberandi, finnst mér. Ekki einu sinni reynt að fela þetta.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.8.2025 kl. 21:10

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ertu þá að segja Ólafur að Logi sé Trump okkar íslendinga? Sjálfum hefur mér þótt Þorgerður svipa mest til Trumps, en auðvitað má Logi svo sem bera þann titil. 

Gunnar Heiðarsson, 30.8.2025 kl. 05:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband