ESB vill ekki frið í Úkraínu

Ákall Selenskí Úkraínuforseta um að fulltrúar ESB verði viðstaddir á mögulegum fundi hans, Trump og Pútín setur tvo mikilvæga fyrirvara - hvorugur eykur líkur á friði.

Í fyrsta lagi er það Trump. Bandaríkjaforseti vill einn taka heiðurinn af friði í Úkraínu, það er vís vegur að friðarverðlaunum Nóbels. Fái ESB - eða Bretland - sæti á fundi sem yrði afgerandi fyrir vopnahlé í meira en þriggja ára stríði yrði Trump að deila heiðrinum með ESB/Bretlandi. Metnaður Bandaríkjaforseta er að sitja einn að titlinum friðarhöfðingi.

Í öðru lagi vilja ESB og Bretland ekki frið í Úkraínu. Valdastétt Evrópu þarf að halda stríðinu gangandi til að sannfæra almenning um nauðsyn vígvæðingar. Rússland verður ógn um langa framtíð, er sannfæring ráðandi afla í Evrópu. Stórfelld hernaðaruppbygging er efst á dagskrá til að halda í við hernaðarmátt Rússa. Bandaríkin draga úr viðbúnaði sínum í Evrópu sem gerir hervæðingu ESB enn mikilvægari. Ótímabær friður í Úkraínustríðinu þjónar ekki hagsmunum hernaðarsinna í Brussel. Erfiðara verður að sannfæra almenning að draga úr velferð í þágu vopnaframleiðslu og stærri herja.

Síðustu daga á er á bakvið tjöldin reynt að undirbúa toppfund með Trump og Pútín og jafnvel Selenskí. Telegraph segir að drög að vopnahléi liggi á borðinu. Afstaða Rússa hefur verið að semja beint við Bandaríkin um frið. Pútín og félagar líta svo á að Bandaríkin séu sá bakhjarl Úkraínu sem skiptir máli. Aðrir, Selenskí, ESB og Bretland séu aukaleikarar.

Alexander Mercouris fylgist vel með framvindu mála. Hann telur ólíklegt að Pútín samþykki fund með Selenskí á þessu stigi máls - þótt sá rússneski hafi játað fundi með Trump. Í morgun eru fréttir um að Selenskí verði ekki viðstaddur þegar Trump og Pútín hittast á næstu dögum.

Tekst að koma á vopnahléi næstu daga? Vonandi en vafasamt er að veðja á það. Á hitt er þó að líta að ráðamenn búa að upplýsingum um stöðu mála á vígvellinum sem ekki liggja almenningi á lausu. Vitað er að Úkraína fer halloka en hvort staða Úkraínuhers sé orðin hættulega bágborin er opin spurning.


mbl.is Selenskí: Evrópa verður að taka þátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband