Trump-taktar ESB gegn Íslandi

Evrópusambandið böðlast á Íslandi á sama hátt og Trump hótaði Evrópusambandinu afarkostum. Íslendingar töldu sig eiga vörn í EES-samningnum en hann reyndist ekki pappírsins virði.

Trump lagði 30 prósent tolla á ESB með þeim rökum að í áratugi hefði ESB misnotað stöðu sína, flutt evrópskar vörur til Bandaríkjanna á litlum sem engum tollum en lagt tolla á bandarískan innflutning til Evrópu. Áður en Trump-tollarnir komust í framkvæmd, og hefðu í reynd nær stöðvað evrópskan innflutning til Bandaríkjanna, var gerður viðskiptasamningur milli aðila. Samningurinn er niðurlægjandi fyrir ESB og sigur fyrir Trump.

Einn liður í samningi ESB og Bandaríkjanna er evrópsk fjárfesting í Bandaríkjunum upp á 600 milljarða dollara. Die Welt hefur eftir Trump að hann líti á 600 milljarðana sem skaðabætur fyrir markaðsmisnotkun ESB gagnvart Bandaríkjunum í áratugi. Almennt verða 15 prósent tollar innheimtir af ESB-vörum í Bandaríkjunum þar sem áður voru engir tollar eða lágir, 2-3 prósent.

Í Telegraph segir að viðskiptasamningurinn sé fullkominn uppgjöf. Draumurinn um Stór-Evrópu sé úti. Frá falli Berlínarmúrsins og ákvörðunar um sameiginlegan gjaldmiðil, evru, er Stór-Evrópa markmiðið. Það er ekki aðeins gagnvart Bandaríkjunum sem ESB fer halloka heldur einnig Rússlandi og Kína.

Undir þessum kringumstæðum hnyklar ESB vöðvana gagnvart Íslandi, hótar verndartollum á járnblendi sem flutt á á evrópskan markað. Samkvæmt EES-samningunum eru verndartollar bannaðir nema í neyðartilvikum. Engin neyð er í Evrópu vegna einnar verksmiðju á Íslandi. Annað hangir á spýtunni.

Líkt og Trump notar ESB verndartolla til að koma á framfæri pólitískum skilaboðum. Við ætlum okkur Ísland, segir hnignandi stórveldið. Munu Íslendingar láta kúga sig til að framselja fullveldi og forræði íslenskra mála til Brussel?

 


mbl.is Óvarlegt að segja til um hvort ESB setji á tolla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband