Trump, Pútín og alræði möppudýranna

Einn af talsmönnum ESB-sinna á Íslandi, pólskættaður Pawel Bartoszek, segir í Economist að

 þeir sem séu hvað lík­leg­ast­ir til að sann­færa Íslend­inga um að ganga í Evr­ópu­sam­bandið séu „Vla­dimír Pútín og, að mörgu leyti, Don­ald Trump.“

Pawel endurómar Brussel-línuna, að helstu óvinir Evrópusambandsins séu forsetar Bandaríkjanna og Rússlands.

Trump og Pútín eru minkarnir í ESB-hænsnabúinu. Ráðandi kennisetning Brussel-hænsnakofans er alþjóðleg samrunaþróun með Evrópusambandið sem fyrirmynd. Tæknikratar stjórni heiminum, skammti almenningi lifibrauð, lífshætti og lífskjör eins og skít úr hnefa. Nafnlausir embættismenn án lýðræðislegs umboðs skrifa lög og reglugerðir fyrir almúgann að lifa eftir. Fyrsta boðorð nafnlausa skrifræðisins er að brjóta á bak aftur almannavilja. Þegar Frakkar, seint á 18. öld, hristu af sér hlekki einveldis var það gert í nafni almannavilja er lagði grunn að vestrænum mannréttindum. Brussel-hænsnakofinn starfar samkvæmt gamalli forskrift: vér einir vitum. 

Hvorki Trump né Pútín krjúpa fyrir smásmygli alræðis-möppudýranna. Báðir aðhyllast þeir þjóðhyggju, að skásta samfélagsskipulagið sé þjóðríkið. Yfirþjóðlegt vald hatast við þjóðhyggju. 

Íslendingar standa utan hænsnakofans í Brussel. Pawel og þjóðníðingarnir (les: Samfylking og Viðreisn) vilja okkur þangað inn.

Um Trump og Pútín er að segja að annar er 79 ára gamall og hinn 72 ára. Hvorugur þeirra, þrátt fyrir ráðsettan aldur, er upphafsmaður þjóðríkisins. Íslendingar þekkja 800 ára gamlar frásagnir um þjóðveldi sem var frá landnámi og fram á Sturlungaöld, gullöldin í íslenskri sögu.  

Söguleg tilviljun, kannski gráglettni örlaganna, er að gamalmenni vestan hafs og í Bjarmalandi knésettu alræði möppudýranna á meginlandi Evrópu. Íslensk saga, haldi hún áfram að vera sögð, mun ekki fara mjúkum höndum um Pawel og þjóðníðingana.  

 


mbl.is Styður stofnun íslenskrar leyniþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er stórkostleg móðgun við Putin að nefna hann í sömu setningunni og Trump.
Vissulega eru þeir báðir þjóðernissinnaðir en þegar því sleppir þá skilja algerlega leiðir.
Putin hefur fylgt þeirri stefnu að hafa lágmarks afskifti af öðrum þjóðum og reyna að vingast og versla við þær ,Rússum til hagsbóta. 
Hann bregst hinsvegar harkalega við ef það er stofnað Nasistaríki á landamærum Rússlands í þeim tilgangi að tortíma Rússlandi.

Trump er hinsvegar fulltrúi ríkis sem vill vissulega hafa fullt sjálfræði,en vill jafnframt drottna yfir öllum ríkjum heims. Það þarf enga samsæriskenningu í þessu sambandi. Þetta er beinlínis í skipuriti Bandarískra ríkisins ,sama hver forsetinn er. Bandaríkin eru dæmi um ríki sem kemur á fót nasistaríki á landamærum annars ríkis í þeim tilgangi að tortíma því.
Trump er á engann hátt frábrugðinn Biden,Obama eða Bush í þesssum efnum. Stefnan er alltaf sú sama. Óþokkaskapurinn og ofbeldið er alltaf það sama þó að það sé mismunandi útfærsala og mismunandi talsmáti.


Borgþór Jónsson, 4.8.2025 kl. 11:30

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

"Maður veit varla hvort maður á að hlæja eða gráta yfir yfirgripsheimsku utanríkisráðherrans. Að ætla íslenskri leyniþjónustu að fara að elta uppi skemmdarvarga!!! Við sem getum ekki einu sinni haft upp á hundruðum flóttamanna sem láta sig einfaldlega hverfa, á örsmárri eyju í Atlantshafinu, þegar þeir fá höfnun á dvalarleyfi. My god, og hvað svo? Segjum svo að skemmdarvargarnir finnist. Hvað ætlar Þorgerður þá að gera við þá? Biðja mömmu von der Leyen að rassskella þá? Mér verður ómótt að hugsa til þess að þessi fáráður sé hér í valdastöðu og þessi litli pólski Ketill sitji við fótskör hennar og ali á Rússahatrinu sem hann hlaut í vöggugjöf.
Hvernig væri að utanríkisráðherra tillti niður fæti á Íslandi og léti goluna feykja burt ESB vímunni sem hún er hefur ánetjast. Órar í höfði utanríkisráðherra eru ekki að gera Íslandi neitt gagn.

Ragnhildur Kolka, 4.8.2025 kl. 13:16

3 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Forsætisraðherra.. samkv nyjusu frettum að.þa hefur eigunm  kristrunar verið að raða odyrt vinnu afl fra ukrainu.. REYKTAL er sjavarutvegs fyirt rekið fra eystrasalts londunum  þar sem.laun eru ekki talin ha a rækjuskipum þa og þegar..en mun odyrara er hægt a fa vinnuafl fra ukrainu.

2021 var eiginm hennar opinberl skraður framkv stjori f Reyktal. Eysteasalts londunum.

I hagsmuna skra þingmanna kemur ekkert fram að hun eða eiginm hennar eigi perdonulegra hagsm a gæta i ukrainu enda er væntanl notað starfsm leigufirma i þessum tilgangi að lækka kostn utgerðarinnar með ukrainsku vinnu afli j staðin f það sem fæst i eystrasalts londunum.. laun þeiira eru ekki ha.

A meðan þa ætlar þordis a hjalpa ukrainskum bornum..????

Kv

Lig

Lárus Ingi Guðmundsson, 4.8.2025 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband