Miðvikudagur, 30. júlí 2025
Kristrún vill ekki sökkva með Þorgerði Katrínu
Nokkrir dagar í júlí tættu í sundur utanríkisráðherraferli Þorgerðar Katrínar formanns Viðreisnar. Hún varð uppvís að ósannindum gagnvart þingi og þjóð, undirferli og leynimakki með Evrópusambandinu á kostnað íslenskra hagsmuna. Vinnandi fólk í dreifðum byggðum missir atvinnu sína til að Kúlu-Tobba komist til Brussel á Sagaklass. Í gær var upplýst að Þorgerður Katrín er þess albúin að fórna varnarsamstarfi Íslands við Bandaríkin til að þóknast yfirboðurum sínum í Brussel.
Þegar upplýstur er að fullu fordæðuskapur Þorgerðar Katrínar verður Híróshíma-hvellur í íslenskri pólitík. Kristrún forsætis ætlar ekki að sökkva með utanríkisráðherra og neitar að tjá sig. Þögn Kristrúnar er til að skapa fjarlægð milli hennar og Þorgerðar Katrínar. Formaður Viðreisnar berst fyrir pólitísku lífi sínu en fær ískalda þögn frá forsætisráðherra. Þú tekur mig ekki með í fallinu, segir engilásjónan við þá miðaldra hafnfirsku.
Leiftursóknin sem átti að skila Íslandi inn í ESB á nokkrum mánuðum mistókst herfilega. Ímyndarherferðin var skotin niður um leið og hún birtist í umræðugáttinni. Þorgerður Katrín ætlaði að selja Íslendingum sterkt, ráðhollt Evrópusamband með glæsta framtíð. Almenningur sá aftur veikt og undirförult Evrópusamband sem kúgar smáþjóðir til fylgilags við stórveldadrauma í norðri.
Þorgerður Katrín hefur sem utanríkisráðherra gefið andstæðingum ESB-aðildar, innan og utan þings, skotfæri sem endast í marga mánuði. Leiftursóknin gekk út á að varnir fullveldissinna myndu molna á nokkrum dögum eftir heimsókn von der Leyen og gatan yrði greið til Brussel. Allt fór í handaskolum enda viðvaningar á ferð sem héldu að hægt væri að selja landsmönnum ESB á sömu forsendum og eftir hrun.
Þogerður Katrín lítillækkaði Kristrúnu með stefnumótandi yfirlýsingum er ættu með réttu að vera á forræði forsætisráðherra en ekki fagráðherra. Kristrún, ólíkt Kúlu, er ekki hagvön stjórnmálum og græningi á alþjóðavettvangi. Hégóminn óx og úr var misheppnaðasta skyndisókn íslenskra stjórnmála, allt frá þeirri sem fékk viðurnefnið leiftursókn gegn lífskjörum - þegar Kúla var gelgja og Kvika ófædd.
Skaðræði utanríkisráðherra er ekki hægt að bæta á næstu dögum eða vikum. Ráðgjafar forsætisráðherra velta fyrir sér þeim möguleika að stokka upp stjórnarráðið, fjarlæga hafnfirsku handvömmina. Með formann Viðreisnar í stól utanríkisráðherra verður komandi þingvetur þungur og erfiður. Verði Þorgerði Katrínu ekki fórnað í ágúst verður vantraust borið upp í september. Tilræðið við íslenska hagsmuni og fullveldi þjóðarinnar er svo augljóst að jafnvel stjórnarþingmenn skammast sín.
![]() |
Kristrún tjáir sig ekki um verndartollana í bili |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enn spyr sá sem ekki veit. Hvar er Flokkur fólksins. Fór hann svo bókstaflega í sumarfrí að formaðurinn lætur ekki ná í sig.
Helga Dögg Sverrisdóttir, 30.7.2025 kl. 08:39
Læsilegur texti, en uppnefni gengisfella skrifin!
Flosi Kristjánsson, 30.7.2025 kl. 09:32
Brussugangur Þorgerðar Katrínar er svo yfirgengilegur að hann fælir jafnvel genitíska ESB sinna frá. Hún er eins og engisprettu plágan, sem nú herjar á gresjum Ukrainu, eirir engu sem á vegi hennar verður. ESB skal það vera eða detta dauð niður ella.
Ragnhildur Kolka, 30.7.2025 kl. 09:58
Tek undir með Flosa Kristjánssyni tenór.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.7.2025 kl. 14:34
Hæstiréttur Bretlands hefur nýlega fellt þann dóm, að landráðatilburðir Keirs Starmer leiðtoga Verkamannaflokksins, sem eru nákvæmlega þær sömu aðferðir og utanríkisráðherra Íslands beitir til að færa Ísland nær ESB, með því að samræma reglugerðir (sbr. Bókun 35 og upptaka og innleiðing utanríkisstefnu ESB án samráðs við þing eða þjóðina) séu bæði ólöglegar og um leið stjórnarskrárbrot.
Allir ellefu dómarar réttarins stóðu að dómnum og lýstu því yfir að forsætisráðherra hafi ekki heimild til að ráðstafa alþjóðlegum skuldbindingum án samþykkis þingsins.
Þessi dómur í Bretlandi hefur að sjálfsögðu ekki gildi hér á Íslandi (því miður) en ljóst er að vor ágæti utanríkisráðherra er bæði lögbrjótur, stjórnarskrárfauti og landráðamaður. Hún hefur vanvirt gróflega þann eið sem hún sór sem þingmaður að virða stjórnarskrá Íslands og vanvirt bæði Alþingi og íslensku þjóðina. Hafi hún mikla skömm fyrir.
PEREAT!
Júlíus Valsson, 30.7.2025 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning