Þorgerður Katrín fagnar refsitollum ESB á Ísland

Þorgerður Katrín utanríkisráherra fagnar árás Evrópusambandsins á íslenska hagsmuni. ESB leggur refsitolla á kísiljárn frá Íslandi. Refsitollarnir eru liður í að þvinga Ísland inn í ESB.  Þegar forseti framkvæmdastjórnar ESB, Ursula von der Leyen, heimsótti Ísland fyrir tveim vikum sagðist Þorgerður Katrín spyrja

hvert við Íslend­ing­ar erum komn­ir ef við ætl­um ekki að taka á móti leiðtoga þess markaðar sem við send­um 70% af okk­ar út­flutn­ingi, hvers kon­ar skila­boð eru það? Þeir for­svars­menn fyr­ir­tækja sem ég hef talað við á síðustu dög­um eru miður sín yfir þess­ari orðræðu. Við eig­um að fagna því að sterk­ir leiðtog­ar komi hingað til lands og sýni Íslandi áhuga,“ seg­ir ut­an­rík­is­ráðherra. 

Þor­gerður seg­ir rík­is­stjórn­ina vera að vinna vinn­una sína og reyna að víkka út aðgang fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki á grunni EES-samn­ings­ins. Hún seg­ir skila­boð formanna stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna þess efn­is að leiðtogi Evr­ópu­sam­bands­ins sé ekki au­fúsu­gest­ur til Íslands vera miður.  

„Mér þykir það bara í þessu ljósi mjög mikið um­hugs­un­ar­efni hvert ís­lensk póli­tík er að stefna,“ bæt­ir Þor­gerður við.

Já, Þorgerður Katrín, hvert er íslensk pólitík komin þegar sjálf ríkisstjórn Íslands tekur fagnandi að ESB leggi refsitolla á íslenska framleiðslu? Vitanlega upplýsti von der Leyen íslenska ráðherra hvað væri á döfinni. Ráðherrar, búnir að bóka far með Brusselhraðlestinni, töldu þjóðráð að ESB sýndi vígtennurnar hér á landi. Refsitollarnar þjóna sameiginlegum hagsmunum ríkisstjórnarinnar og ESB - að þvinga Ísland inn í sambandið.

Þorgerðar Katrínar fer með öfugmælavísu þegar hún segir ,,rík­is­stjórn­ina vera að vinna vinn­una sína og reyna að víkka út aðgang fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki á grunni EES-samn­ings­ins." Ekkert slíkt stendur til. Herfræði ríkisstjórnar Kristrúnar Frost er að segja við Íslendinga að annað tveggja samþykkið þið inngöngu í Evrópusambandið eða að Ísland fái ekki aðgang að ESB-markaði. Þetta er sama liðið og hótaði að Ísland yrði Kúba norðursins ef við greiddum ekki Icesave-skuldir einkabanka. Íslenskir ráðherrar stilla þjóðinni upp við vegg.

Eftir að upp komst um refsitollana, fréttin var fyrst sögð í norskum fjölmiðlum, hefur enginn ráðherra ríkisstjórnarinnar sagt múkk opinberlega. Þeir eru of uppteknir að lesa fasteignaauglýsingar staðarmiðla í Brussel. Feitur biti bíður ráðherrana sem færa Evrópusambandinu Ísland á silfurfati. 

 

 


mbl.is Nauðsynlegt að beita þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það hefur verið margt góðgætið sem veifað hefur verið framan í landann til að lokka hann inn í ESB og nú skal keyrið notað líka.
Asninn hlýtur að fara rölta í óskaða átt

Sérstaklega þar sem það er ekki lengur mikilvægt að hafa yfirráð yfir fiskinum heldur bara fá sem hæsta auðlindarrentu. Búið er að sannfæra almenning um að allur kvóti sé í eigu lítillar fjölskyldumafíu. Næsta skref er að slá fram aö ESB sé tilbúið að greiða mun hærri auðlindarentu

Grímur Kjartansson, 27.7.2025 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband