ESB sýnir Íslandi klærnar

Tollar ESB á kísiljárn og tengdar vörur frá Íslandi eru pólitísk skilaboð. Brusselvaldið ætlast til að Íslendingar gefi frá sér fullveldi og forræði eigin mála til Evrópusambandsins. Ísland er lykilríki útþensluáætlun ESB í norðri. Fyrir tveim dögum bloggaði tilfallandi um ræðu von der Leyen og norðurslóðaáætlun ESB:

Ísland er talið lykilríki til að fá Grænland og Noreg inn í sambandið. Vísað er til þess að sitjandi ríkisstjórn Íslands sé áhugasöm um ESB-aðild. Lagt er til að ESB geri Íslandi tilboð í sjávarútvegsmálum ,,sem ekki er hægt að hafna." Orðalagið er beint upp úr mafíubókmenntum - þýðir að dauðasök sé að neita tilboði guðföðurins. ESB hefur ýmsar leiðir til að herja á íslenska hagsmuni, ekki síst í gegnum EES-samninginn.

Verndartollar ESB gegn Íslandi staðfesta tilfallandi greiningu. ESB ætlar sér landið og miðin með góðu eða illu. ESB talar um lýðræði en starfar í anda alræðis. 

Óhamingju Íslands verður allt að vopni. Brussel bruggar íslenska lýðveldinu launráð. Í Reykjavík er rauði dregillinn lagður fyrir skrifræðisherinn að taka ráðin af frjálsri þjóð.

 


mbl.is Leggja tolla á kísiljárn: Stefnubreyting ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Markvisst niðurbrot á "mannorði" sjávarútvegsins hefur verið stundað síðustu mánuði. Jafnvel forsætisráðherra talar um að hann sé í eigu (mafíu) fjölskyldna og óhróðurinn í heitu pottunum um sægreifa og kvótaeiganda minnir helst á ræður kommúnista um heildsala og hermangara hér áður fyrr.

Næsta útspil verður að það skipti ekki máli hvort hér séu spænskir togarar að veiða fiskinn svo lengi sem við fáum auðlindarentu

Grímur Kjartansson, 26.7.2025 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband